Þingmaður segir af sér vegna innherjaviðskipta Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2019 19:03 Chris Collins, þingmaður Repúblikanaflokksins. AP/Seth Wenig Chris Collins, þingmaður Repúblikanaflokksins, hefur sagt af sér þingmennsku fyrir New York-ríki. Búist er við því að hann játi innherjaviðskipti fyrir dómi á morgun en hann er sakaður um að hafa lekið viðkvæmum upplýsingum um lyfjafyrirtæki til sonar síns. Afsögn hans mun taka gildi á morgun.Samkvæmt AP fréttaveitunni stendur til að Collins játi sekt á morgun og á sonur hans að játa sekt á fimmtudaginn. Réttarhöldin yfir honum áttu ekki að hefjast fyrr en á næsta ári.Þingmaðurinn var staðsettur í lautarferð Hvíta hússins í júní í fyrra þegar hann fékk tölvupóst frá forstjóra Innate Immunotherapeutics Ltd, um að nýtt lyf fyrirtækisins hefði ekki staðist tilraunir. Collins var þá stærsti hluthafi fyrirtækisins og sat í stjórn þess. Hann á að hafa hringt í son sinn hið snarasta og sagt honum hvað væri í vændum. Sonurinn, hringdi í tengdaföður sinni, sem átti einnig hlut í fyrirtækinu, og þeir byrjuðu að selja hlutabréf sín næsta dag. Þannig komust þeir undan um 800 þúsund dala tapi, samkvæmt ákærunni. Collins sjálfur seldi ekki hlutabréf sín. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, mun væntanlega boða til kosninga á næstunni en samkvæmt Politico eru litlar líkur á því að Repúblikanar missi sætið til Demókrata, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Collins tókst til dæmis að ná endurkjöri í fyrra, þrátt fyrir að hann hefði verið ákærður á þeim tímapunkti. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Chris Collins, þingmaður Repúblikanaflokksins, hefur sagt af sér þingmennsku fyrir New York-ríki. Búist er við því að hann játi innherjaviðskipti fyrir dómi á morgun en hann er sakaður um að hafa lekið viðkvæmum upplýsingum um lyfjafyrirtæki til sonar síns. Afsögn hans mun taka gildi á morgun.Samkvæmt AP fréttaveitunni stendur til að Collins játi sekt á morgun og á sonur hans að játa sekt á fimmtudaginn. Réttarhöldin yfir honum áttu ekki að hefjast fyrr en á næsta ári.Þingmaðurinn var staðsettur í lautarferð Hvíta hússins í júní í fyrra þegar hann fékk tölvupóst frá forstjóra Innate Immunotherapeutics Ltd, um að nýtt lyf fyrirtækisins hefði ekki staðist tilraunir. Collins var þá stærsti hluthafi fyrirtækisins og sat í stjórn þess. Hann á að hafa hringt í son sinn hið snarasta og sagt honum hvað væri í vændum. Sonurinn, hringdi í tengdaföður sinni, sem átti einnig hlut í fyrirtækinu, og þeir byrjuðu að selja hlutabréf sín næsta dag. Þannig komust þeir undan um 800 þúsund dala tapi, samkvæmt ákærunni. Collins sjálfur seldi ekki hlutabréf sín. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, mun væntanlega boða til kosninga á næstunni en samkvæmt Politico eru litlar líkur á því að Repúblikanar missi sætið til Demókrata, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Collins tókst til dæmis að ná endurkjöri í fyrra, þrátt fyrir að hann hefði verið ákærður á þeim tímapunkti.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira