Öllum sagt upp hjá Ísfiski á Akranesi Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2019 18:22 sfiskur keypti hluta fiskvinnsluhúsa HB Granda haustið 2016 og flutti starfsemi sína frá Kársnesi í Kópavogi í fyrra. Fréttablaðið/GVA Búið er að segja öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi upp. Um er að ræða tæplega 60 starfsmenn og var „afar erfiður“ starfsmannafundur haldinn í dag. Þetta kemur fram á vef Verkalýðsfélags Akraness en þar kemur einnig fram að fólkinu var sagt upp frá og með mánaðarmótum, með fyrirvara um að forsvarsmönnum fyrirtækisins takist að endurfjármagna það.„Það er óhægt að segja að þessi tíðindi séu enn eitt þunga höggið sem við Akurnesingar höfum þurft að þola í atvinnumálum á liðnum árum og misserum, en rétt er að geta þess að stór hluti þeirra sem fengu þessi tíðindi í dag, gengu í gegnum uppsagnir þegar HB Grandi lokaði og hætti allri starfsemi á Akranesi árið 2017,“ segir á vef Verkalýðsfélagsins. Ísfiskur keypti hluta fiskvinnsluhúsa HB Granda haustið 2016 og flutti starfsemi sína frá Kársnesi í Kópavogi í fyrra.Sjá einnig: Ísfiskur heldur áfram vinnslu bolfisks á Akranesi„Það er lítið annað að gera, en að vona að forsvarsmönnum Ísfisks takist á næstu dögum og vikum að endurfjármagna sig, þannig að ekki komi til þessara uppsagna, en það er ljóst að lítið annað er hægt að gera í stöðunni núna, en að vona það besta, en búa sig undir Það versta.“ Á vef Verkalýðsfélagsins segir einnig að augljóst sé að enn og aftur séu verulegar blikur á lofti í atvinnumálum Akraness. Auk þess að tæplega 60 séu að missa vinnuna að þessu sinni sé líka verið að ógna stórkostlega atvinnuöryggi og lífsviðurværi þeirra sem starfa hjá fyrirtækjunum á Grundartanga. Er vísað til ákvörðunar Landsvirkjunar að hækka raforkuverð hjá Norðuráli og Elkem Ísland um fimm til sex milljarða króna á ári. Sú hækkun sé þegar farin að hafa verulega neikvæð áhrif á atvinnuöryggi og lífsviðurværi starfsmanna Elkem Ísland. Búið sé að tilkynna að starfsmönnum verði fækkað um tíu til fimmtán prósent með svokallaðri náttúrulegri fækkun. Þar að auki liggi fyrir algert fjárfestingarstopp. „Það er þyngra en tárum taki þessi staða sem er að teiknast upp í atvinnumálum okkar Akurnesinga en viðbótarhækkun á raforku til stóriðjunnar á Grundartanga er eins og áður sagði milli 5 og 6 milljarðar sem er litlu minna er allur sjávarútvegurinn greiðir í auðlindagjöld. Það liggur fyrir að þegar nánast öll framlegð fyrirtækjanna er þurrkuð upp vegna græðgisvæðingar Landsvirkjunar þá mun það leiða til þess að verið er að ógna lífsviðurværi og atvinnuöryggi fjölda fólks. Formaður telur einsýnt að bæjarbúar á Akranesi þétti nú raðirnar, því við getum ekki endalaust látið fara svona með okkur þegar kemur að atvinnuöryggi og lífsviðurværi bæjarbúa,“ segir á vef Verkalýðsfélagsins. Félagið mun á næstunni skoða það að halda íbúafund þar sem fara á yfir alvarlega stöðu atvinnumála á Akranesi og stendur til að bjóða þingmönnum kjördæmisins á þann fund. Akranes Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Búið er að segja öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi upp. Um er að ræða tæplega 60 starfsmenn og var „afar erfiður“ starfsmannafundur haldinn í dag. Þetta kemur fram á vef Verkalýðsfélags Akraness en þar kemur einnig fram að fólkinu var sagt upp frá og með mánaðarmótum, með fyrirvara um að forsvarsmönnum fyrirtækisins takist að endurfjármagna það.„Það er óhægt að segja að þessi tíðindi séu enn eitt þunga höggið sem við Akurnesingar höfum þurft að þola í atvinnumálum á liðnum árum og misserum, en rétt er að geta þess að stór hluti þeirra sem fengu þessi tíðindi í dag, gengu í gegnum uppsagnir þegar HB Grandi lokaði og hætti allri starfsemi á Akranesi árið 2017,“ segir á vef Verkalýðsfélagsins. Ísfiskur keypti hluta fiskvinnsluhúsa HB Granda haustið 2016 og flutti starfsemi sína frá Kársnesi í Kópavogi í fyrra.Sjá einnig: Ísfiskur heldur áfram vinnslu bolfisks á Akranesi„Það er lítið annað að gera, en að vona að forsvarsmönnum Ísfisks takist á næstu dögum og vikum að endurfjármagna sig, þannig að ekki komi til þessara uppsagna, en það er ljóst að lítið annað er hægt að gera í stöðunni núna, en að vona það besta, en búa sig undir Það versta.“ Á vef Verkalýðsfélagsins segir einnig að augljóst sé að enn og aftur séu verulegar blikur á lofti í atvinnumálum Akraness. Auk þess að tæplega 60 séu að missa vinnuna að þessu sinni sé líka verið að ógna stórkostlega atvinnuöryggi og lífsviðurværi þeirra sem starfa hjá fyrirtækjunum á Grundartanga. Er vísað til ákvörðunar Landsvirkjunar að hækka raforkuverð hjá Norðuráli og Elkem Ísland um fimm til sex milljarða króna á ári. Sú hækkun sé þegar farin að hafa verulega neikvæð áhrif á atvinnuöryggi og lífsviðurværi starfsmanna Elkem Ísland. Búið sé að tilkynna að starfsmönnum verði fækkað um tíu til fimmtán prósent með svokallaðri náttúrulegri fækkun. Þar að auki liggi fyrir algert fjárfestingarstopp. „Það er þyngra en tárum taki þessi staða sem er að teiknast upp í atvinnumálum okkar Akurnesinga en viðbótarhækkun á raforku til stóriðjunnar á Grundartanga er eins og áður sagði milli 5 og 6 milljarðar sem er litlu minna er allur sjávarútvegurinn greiðir í auðlindagjöld. Það liggur fyrir að þegar nánast öll framlegð fyrirtækjanna er þurrkuð upp vegna græðgisvæðingar Landsvirkjunar þá mun það leiða til þess að verið er að ógna lífsviðurværi og atvinnuöryggi fjölda fólks. Formaður telur einsýnt að bæjarbúar á Akranesi þétti nú raðirnar, því við getum ekki endalaust látið fara svona með okkur þegar kemur að atvinnuöryggi og lífsviðurværi bæjarbúa,“ segir á vef Verkalýðsfélagsins. Félagið mun á næstunni skoða það að halda íbúafund þar sem fara á yfir alvarlega stöðu atvinnumála á Akranesi og stendur til að bjóða þingmönnum kjördæmisins á þann fund.
Akranes Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira