Var gripinn glóðvolgur við að leka hernaðarleyndarmálum til fjölmiðla Andri Eysteinsson skrifar 9. október 2019 20:30 Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá ákærunni í dag. Getty/Wong Henry Kyler Frese, starfsmaður leyniþjónustu herafla Bandaríkjanna (e.Defense Intelligence Agency), hefur verið handtekinn og er sakaður um að hafa lekið hernaðarlega mikilvægum leynigögnum til tveggja blaðamanna. Brotin er sögð hafa verið framin í ár og í fyrra. Frá þessu greindi John C. Demers, yfirmaður í þjóðaröryggisdeild Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, í yfirlýsingu í dag. Fram kemur í frétt CNBC um málið að Frese, sem er þrítugur að aldri hafi hafið störf hjá hinu opinbera sem verktaki í janúar 2017. Með tíð og tíma hafi hann orðið fastráðinn starfsmaður og hafði öryggisheimild sem veitti honum aðgang að mikilvægustu gögnum deildarinnar. Þá sagði í yfirlýsingu Dómsmálaráðuneytisins að Frese hafi átt í ástarsambandi með öðrum blaðamanninum sem hann lak gögnum til. Sá ónefndi blaðamaður hafi skrifað átta greinar upp úr hið minnsta fimm skýrslum sem Frese hafði aflað með ólögmætum hætti. Frese komst í samband við hinn blaðamanninn á Twitter og sagðist munu tala við seinni blaðamanninn ef það þýddi að sá fyrri myndi græða á því innan síns vinnustaðar.Talaði við blaðamann í síma sem fylgst var með Í ákærunni sem gefin var út á hendur Frese segir að 24. september síðastliðinn hafi Frese verið gripinn glóðvolgur en þann dag lak hann viðkvæmum upplýsingum til seinni blaðamannsins en Frese var undir smásjá yfirvalda sem höfðu hlerað farsíma hans. Þá segir í ákærunni að Frese hafi nálgast gögn sem tengdust ekki hans starfi innan stofnunarinnar, þar á meðal upplýsingum um vopn og varnir annars ríkis. Verði Frese dæmdur sekur um gagnaleka á hann yfir höfði sér 10 ára fangelsisvist. G. Zachary Tellwiger ríkissaksóknari í Austur-Virginíu, umdæmisins þar sem réttað verður yfir Frese, sagði að Frese hafi rofið eiða sem hann hét og hafi brotið gegn trausti Bandaríkjanna á honum. „Ákæran ætti að minna alla þá, sem hafa sömu öryggisheimild og Frese, að dreifa slíkum upplýsingum vegna eigin hagsmuna sé ekki hetjuleg gjörð heldur glæpsamleg,“ sagði Tellwiger. Bandaríkin Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sjá meira
Henry Kyler Frese, starfsmaður leyniþjónustu herafla Bandaríkjanna (e.Defense Intelligence Agency), hefur verið handtekinn og er sakaður um að hafa lekið hernaðarlega mikilvægum leynigögnum til tveggja blaðamanna. Brotin er sögð hafa verið framin í ár og í fyrra. Frá þessu greindi John C. Demers, yfirmaður í þjóðaröryggisdeild Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, í yfirlýsingu í dag. Fram kemur í frétt CNBC um málið að Frese, sem er þrítugur að aldri hafi hafið störf hjá hinu opinbera sem verktaki í janúar 2017. Með tíð og tíma hafi hann orðið fastráðinn starfsmaður og hafði öryggisheimild sem veitti honum aðgang að mikilvægustu gögnum deildarinnar. Þá sagði í yfirlýsingu Dómsmálaráðuneytisins að Frese hafi átt í ástarsambandi með öðrum blaðamanninum sem hann lak gögnum til. Sá ónefndi blaðamaður hafi skrifað átta greinar upp úr hið minnsta fimm skýrslum sem Frese hafði aflað með ólögmætum hætti. Frese komst í samband við hinn blaðamanninn á Twitter og sagðist munu tala við seinni blaðamanninn ef það þýddi að sá fyrri myndi græða á því innan síns vinnustaðar.Talaði við blaðamann í síma sem fylgst var með Í ákærunni sem gefin var út á hendur Frese segir að 24. september síðastliðinn hafi Frese verið gripinn glóðvolgur en þann dag lak hann viðkvæmum upplýsingum til seinni blaðamannsins en Frese var undir smásjá yfirvalda sem höfðu hlerað farsíma hans. Þá segir í ákærunni að Frese hafi nálgast gögn sem tengdust ekki hans starfi innan stofnunarinnar, þar á meðal upplýsingum um vopn og varnir annars ríkis. Verði Frese dæmdur sekur um gagnaleka á hann yfir höfði sér 10 ára fangelsisvist. G. Zachary Tellwiger ríkissaksóknari í Austur-Virginíu, umdæmisins þar sem réttað verður yfir Frese, sagði að Frese hafi rofið eiða sem hann hét og hafi brotið gegn trausti Bandaríkjanna á honum. „Ákæran ætti að minna alla þá, sem hafa sömu öryggisheimild og Frese, að dreifa slíkum upplýsingum vegna eigin hagsmuna sé ekki hetjuleg gjörð heldur glæpsamleg,“ sagði Tellwiger.
Bandaríkin Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sjá meira