Vill að ríkisstjórnin fordæmi innrás Tyrkja í Sýrland Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. október 2019 16:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, kallaði eftir því á Alþingi í dag að íslenska ríkisstjórnin fordæmi innrás Tyrkja á Kúrdahéruð í Sýrlandi. „Þessar bandalagsþjóðir okkar í NATO eru að koma í veg fyrir aðgang hryðjuverkamanna að suðurhluta landamæra Tyrklands og í framhaldinu heldur Tyrklands forseti fram þeirri firru að með innrásinni munu Tyrkir varðveita landfræðilegt fullveldi Sýrlands og frelsa íbúa landsins frá hryðjuverkamönnum,“ sagði Þórhildur Sunna undir liðnum um störf þingsins í dag.Sjá einnig: Kúrdar segja Tyrki ráðast gegn óbreyttum borgurum Sagði hún innrásina vera glæp gegn friði sem gangi gegn grundvallarlögum þjóðaréttar. „Ég kalla á það að ríkisstjórnin, sér í lagi hæstvirtur forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir og hæstvirtur utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson, lýsi því yfir hið fyrsta,“ sagði Þórhildur Sunna. Vísaði hún í því sambandi til þess að í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og í dómum Alþjóðadómstólsins í Haag sé það túlkað sem glæpur ef að fullvalda ríki ræðst inn í annað fullvalda ríki án aðkomu eða samþykkis öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nema ef um sjálfsvörn sé að ræða. „Sú vörn á augljóslega ekki við í þessu tilfelli. Ég kalla eftir því að hæstvirtur ráðherra kalli þessa innrás réttu nafni. Það er að segja glæp gegn friði, ólögmæta innrás,“ sagði Þórhildur Sunna. Alþingi Átök Kúrda og Tyrkja Píratar Sýrland Tyrkland Utanríkismál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, kallaði eftir því á Alþingi í dag að íslenska ríkisstjórnin fordæmi innrás Tyrkja á Kúrdahéruð í Sýrlandi. „Þessar bandalagsþjóðir okkar í NATO eru að koma í veg fyrir aðgang hryðjuverkamanna að suðurhluta landamæra Tyrklands og í framhaldinu heldur Tyrklands forseti fram þeirri firru að með innrásinni munu Tyrkir varðveita landfræðilegt fullveldi Sýrlands og frelsa íbúa landsins frá hryðjuverkamönnum,“ sagði Þórhildur Sunna undir liðnum um störf þingsins í dag.Sjá einnig: Kúrdar segja Tyrki ráðast gegn óbreyttum borgurum Sagði hún innrásina vera glæp gegn friði sem gangi gegn grundvallarlögum þjóðaréttar. „Ég kalla á það að ríkisstjórnin, sér í lagi hæstvirtur forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir og hæstvirtur utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson, lýsi því yfir hið fyrsta,“ sagði Þórhildur Sunna. Vísaði hún í því sambandi til þess að í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og í dómum Alþjóðadómstólsins í Haag sé það túlkað sem glæpur ef að fullvalda ríki ræðst inn í annað fullvalda ríki án aðkomu eða samþykkis öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nema ef um sjálfsvörn sé að ræða. „Sú vörn á augljóslega ekki við í þessu tilfelli. Ég kalla eftir því að hæstvirtur ráðherra kalli þessa innrás réttu nafni. Það er að segja glæp gegn friði, ólögmæta innrás,“ sagði Þórhildur Sunna.
Alþingi Átök Kúrda og Tyrkja Píratar Sýrland Tyrkland Utanríkismál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira