Brynjar sakar stjórnvöld um aðför að dómsvaldinu Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2019 12:36 Brynjar, sem er lögmaður, var eini stjórnarþingmaðurinn fyrir utan forsætisráðherra sem tók þátt í umræðunum og gekk mjög hart fram í gagnrýni sinni á frumvarp forsætisráðherra og raunar allan málatilbúnað stjórnvalda gagnvart fyrrverandi sakborningum og dómstólum undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnvöld um aðför að dómsvaldinu í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bætur til sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á Alþingi í gær og sagði málsmeðferðina fullkomið hneyksli. Enginn stjórnarþingmaður kom forsætisráðherra til varnar í umræðunum sem klökknaði undir lok hennar í gærkvöldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar árið 2017 þar sem allir sakborningar nema Erla Bolladóttir í Guðmundar- og Geirfinnsmálum voru sýknaðir. Í frumvarpinu felst viðurkenning á bótaskyldu ríkisins og tími gefinn fram í júní á næsta ári að ná samningum við sakborninga um bætur. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagðist telja að málið fæli í sér hættulegt fordæmi. Það væri dómstóla að skera úr um bætur til fyrrverandi sakborninga. Brynjar, sem er lögfræðingur, var eini stjórnarþingmaðurinn fyrir utan forsætisráðherra sem tók þátt í umræðunum og gekk mjög hart fram í gagnrýni sinni á frumvarp forsætisráðherra og raunar allan málatilbúnað stjórnvalda gagnvart fyrrverandi sakborningum og dómstólum undanfarin ár. „Þetta er raunverulega algerlega með ólíkindum og ég lít á alla þessa málsmeðferð sem aðför að dómsvaldinu í landinu. Hvað sem okkur kann að finnast um það. Það er ekki alltaf sem maður er sammála niðurstöðu dómstóla. En að stjórnmálamenn séu almennt á þeirri vegferð að taka fram fyrir hendur á þeim; ákveða að taka upp mál, ákveða að krefjast sýknu og koma svo og ákveða að greiða þeim bætur umfram allt sem lög gera ráð fyrir og hafa hingað til ekki gert ráð fyrir. Þessi málsmeðferð er fullkomið hneyksli að mínu viti,“ sagði Brynjar.Forsætisráðherra beygði af í lokaræðu Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem einnig er lögmaður tók undir flest það sem Brynjar sagði varðandi lögfræðilega hlið málsins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu flestir málatilbúnað forsætisráðherra en Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar lýsti sig þó sammála forsætisráðherra um að þörf væri á að leggja frumvarpið fram. „Ég er ekki viss um að það sé lögfræðilega nauðsynlegt. En ég held að það sé nauðsynlegt fyrir íslensk stjórnvöld til að bjarga andlitinu,“ sagði Margrét. Hörð gagnrýni margra þingmanna hafði greinilega mikil áhrif á forsætisráðherra sem sagðist vera að fara að ráðleggingum helstu sérfræðinga sem komið hefðu að málinu fyrir hönd stjórnvalda. Katrín klökknaði undir lok síðustu ræðu sinnar og eftir að hún var sest í sæti sitt mátti sjá hana þerra tár af hvarmi og augljóst að málatilbúnaður þingmanna olli henni geðshræringu. „Hér er ekki verið að biðja háttvirta þingmenn að taka þátt í efnislegri umræðu um inntak máls eða fara hér í einhver yfirboð á fjárhæðum. Það er ekki ætlunin með þessu frumvarpi og mér þykir það leitt ef háttvirtir þingmenn gera mér það upp hér,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Dómstólar Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37 „Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 20:30 Forsætisráðherra klökknaði í pontu eftir átök á Alþingi Það er óhætt að segja að umræður hafi orðið tilfinningaríkar á Alþingi í kvöld um frumvarp forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur til sakborninga og aðstandenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 9. október 2019 01:19 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira
Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnvöld um aðför að dómsvaldinu í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bætur til sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á Alþingi í gær og sagði málsmeðferðina fullkomið hneyksli. Enginn stjórnarþingmaður kom forsætisráðherra til varnar í umræðunum sem klökknaði undir lok hennar í gærkvöldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar árið 2017 þar sem allir sakborningar nema Erla Bolladóttir í Guðmundar- og Geirfinnsmálum voru sýknaðir. Í frumvarpinu felst viðurkenning á bótaskyldu ríkisins og tími gefinn fram í júní á næsta ári að ná samningum við sakborninga um bætur. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagðist telja að málið fæli í sér hættulegt fordæmi. Það væri dómstóla að skera úr um bætur til fyrrverandi sakborninga. Brynjar, sem er lögfræðingur, var eini stjórnarþingmaðurinn fyrir utan forsætisráðherra sem tók þátt í umræðunum og gekk mjög hart fram í gagnrýni sinni á frumvarp forsætisráðherra og raunar allan málatilbúnað stjórnvalda gagnvart fyrrverandi sakborningum og dómstólum undanfarin ár. „Þetta er raunverulega algerlega með ólíkindum og ég lít á alla þessa málsmeðferð sem aðför að dómsvaldinu í landinu. Hvað sem okkur kann að finnast um það. Það er ekki alltaf sem maður er sammála niðurstöðu dómstóla. En að stjórnmálamenn séu almennt á þeirri vegferð að taka fram fyrir hendur á þeim; ákveða að taka upp mál, ákveða að krefjast sýknu og koma svo og ákveða að greiða þeim bætur umfram allt sem lög gera ráð fyrir og hafa hingað til ekki gert ráð fyrir. Þessi málsmeðferð er fullkomið hneyksli að mínu viti,“ sagði Brynjar.Forsætisráðherra beygði af í lokaræðu Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem einnig er lögmaður tók undir flest það sem Brynjar sagði varðandi lögfræðilega hlið málsins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu flestir málatilbúnað forsætisráðherra en Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar lýsti sig þó sammála forsætisráðherra um að þörf væri á að leggja frumvarpið fram. „Ég er ekki viss um að það sé lögfræðilega nauðsynlegt. En ég held að það sé nauðsynlegt fyrir íslensk stjórnvöld til að bjarga andlitinu,“ sagði Margrét. Hörð gagnrýni margra þingmanna hafði greinilega mikil áhrif á forsætisráðherra sem sagðist vera að fara að ráðleggingum helstu sérfræðinga sem komið hefðu að málinu fyrir hönd stjórnvalda. Katrín klökknaði undir lok síðustu ræðu sinnar og eftir að hún var sest í sæti sitt mátti sjá hana þerra tár af hvarmi og augljóst að málatilbúnaður þingmanna olli henni geðshræringu. „Hér er ekki verið að biðja háttvirta þingmenn að taka þátt í efnislegri umræðu um inntak máls eða fara hér í einhver yfirboð á fjárhæðum. Það er ekki ætlunin með þessu frumvarpi og mér þykir það leitt ef háttvirtir þingmenn gera mér það upp hér,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Dómstólar Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37 „Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 20:30 Forsætisráðherra klökknaði í pontu eftir átök á Alþingi Það er óhætt að segja að umræður hafi orðið tilfinningaríkar á Alþingi í kvöld um frumvarp forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur til sakborninga og aðstandenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 9. október 2019 01:19 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira
„Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37
„Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 20:30
Forsætisráðherra klökknaði í pontu eftir átök á Alþingi Það er óhætt að segja að umræður hafi orðið tilfinningaríkar á Alþingi í kvöld um frumvarp forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur til sakborninga og aðstandenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 9. október 2019 01:19