Nýir bílar slökkviliðsins komnir til landsins Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. október 2019 11:31 Fjóir nýjir slökkvibílar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eru komnar til landsins. Þeim fylgir ýmis nýr búnaður. Bílarnir verða teknir í notkun, einn af öðrum, fram að áramótum. Vísir/Aðsend Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur fengið til landsins fjórar nýjar slökkvibifreiðar sem teknar verða í notkun á næstu vikum. Ráðist var í útboð á síðasta ári en þetta er í fyrsta skipti sem slökkviliðið fær fjóra nýja dælubíla á einu bretti. Veruleg þörf var orðin fyrir endurnýjun. Bifreiðarnar voru keyptar af fyrirtækinu Ólafi Gíslasyni & co. Bílarnir eru af Scania tegund og voru smíðaðar og breytt hjá Wiss í Póllandi. Bílarnir eru með tvöföldu áhafnarhúsi sem rúmar fimm slökkviliðsmenn.Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.Nýjir bílar bylting fyrir slökkviliðið Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að koma bílanna sé algjör bylting. "Ekki bara nýjar bifreiðar með öllu því sem því fylgir, heldur ýmis nýr búnaður sem á eftir að gefa okkur meiri möguleika á árangursríku og öruggu slökkvi- og björgunarstarfi. Svo eru þetta fjórar eins bifreiðar, eins búnar, en í dag erum við með margar tegundir," segir Birgir. Hefðbundinn slökkvibúnaður er í bílunum. 3000 lítra vatnstankur, dæla, slöngur, stútar og þess háttar. Þá er í bílunum ýmiss björgunarbúnaður sem notast er við vegna umferðarslysa, svo sem klippubúnaður sem nær allur er rafknúinn. Áður hefur verið notast við bensínknúin verkfæri.Elsta bifreiðin 29 ára gömul Bílunum fylgir sú nýjung að í þeim er forðukerfi sem notast í eldsvoðum. Sá búnaður hefur ekki verið til hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hingað til en froðbúnaðurinn byggist upp á blöndu vatns, froðuvökva og þrýstilofts. Þá er í bílunum háþrýstibúnaður með skurðarmöguleika, Cobra, sem hefur verið að aukast notkun á erlendis en þetta eru fyrstu tækin af þessari tegund á Íslandi. Búnaðurinn gefur mikla möguleika í slökkvistarfi, bæði sem öflugur slökkvibúnaður og meira öryggi fyrir slökkviliðsmenn. Elsta slökkvibifreiðin sem nú er í notkun sem fyrsta útkallstæki er frá árinu 1990. Aðrar eru frá árunum 1998, 2002 og 2003. Varabifreiðar slökkviliðsins eru en eldri. Nýju bílarnir munu taka við sem fyrsta útkallstæki á öllum fjórum starfsstöðvum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, það er í Skógarhlíð og Tunguhálsi í Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Elstu bifreiðarnar sem eru í notkun verða teknar út þjónustu, en þær nýrri verða áfram hjá SHS sem varabifreiðar. Slökkvibílarnir hafa ekki verið afhentir formlega en þjálfun leiðbeinenda innan SHS er hafin og eru það starfsmenn WISS sem þjálfa þá. Samhliða þjálfun mun fara fram lokafrágangur á bílunum. Í framhaldi hefst svo innanhúsþjálfun hjá slökkviliðinu, en þjálfa þarf alla slökkviliðsmenn liðsins í notkun á búnað bifreiðanna. Reiknað er með að bifreiðarnar fari í notkun hver af annarri og verði allar komnar í notkun fyrir áramót.Ýmiss nýr búnaður fylgir nýju bílunum.Vísir/Aðsend Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur fengið til landsins fjórar nýjar slökkvibifreiðar sem teknar verða í notkun á næstu vikum. Ráðist var í útboð á síðasta ári en þetta er í fyrsta skipti sem slökkviliðið fær fjóra nýja dælubíla á einu bretti. Veruleg þörf var orðin fyrir endurnýjun. Bifreiðarnar voru keyptar af fyrirtækinu Ólafi Gíslasyni & co. Bílarnir eru af Scania tegund og voru smíðaðar og breytt hjá Wiss í Póllandi. Bílarnir eru með tvöföldu áhafnarhúsi sem rúmar fimm slökkviliðsmenn.Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.Nýjir bílar bylting fyrir slökkviliðið Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að koma bílanna sé algjör bylting. "Ekki bara nýjar bifreiðar með öllu því sem því fylgir, heldur ýmis nýr búnaður sem á eftir að gefa okkur meiri möguleika á árangursríku og öruggu slökkvi- og björgunarstarfi. Svo eru þetta fjórar eins bifreiðar, eins búnar, en í dag erum við með margar tegundir," segir Birgir. Hefðbundinn slökkvibúnaður er í bílunum. 3000 lítra vatnstankur, dæla, slöngur, stútar og þess háttar. Þá er í bílunum ýmiss björgunarbúnaður sem notast er við vegna umferðarslysa, svo sem klippubúnaður sem nær allur er rafknúinn. Áður hefur verið notast við bensínknúin verkfæri.Elsta bifreiðin 29 ára gömul Bílunum fylgir sú nýjung að í þeim er forðukerfi sem notast í eldsvoðum. Sá búnaður hefur ekki verið til hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hingað til en froðbúnaðurinn byggist upp á blöndu vatns, froðuvökva og þrýstilofts. Þá er í bílunum háþrýstibúnaður með skurðarmöguleika, Cobra, sem hefur verið að aukast notkun á erlendis en þetta eru fyrstu tækin af þessari tegund á Íslandi. Búnaðurinn gefur mikla möguleika í slökkvistarfi, bæði sem öflugur slökkvibúnaður og meira öryggi fyrir slökkviliðsmenn. Elsta slökkvibifreiðin sem nú er í notkun sem fyrsta útkallstæki er frá árinu 1990. Aðrar eru frá árunum 1998, 2002 og 2003. Varabifreiðar slökkviliðsins eru en eldri. Nýju bílarnir munu taka við sem fyrsta útkallstæki á öllum fjórum starfsstöðvum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, það er í Skógarhlíð og Tunguhálsi í Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Elstu bifreiðarnar sem eru í notkun verða teknar út þjónustu, en þær nýrri verða áfram hjá SHS sem varabifreiðar. Slökkvibílarnir hafa ekki verið afhentir formlega en þjálfun leiðbeinenda innan SHS er hafin og eru það starfsmenn WISS sem þjálfa þá. Samhliða þjálfun mun fara fram lokafrágangur á bílunum. Í framhaldi hefst svo innanhúsþjálfun hjá slökkviliðinu, en þjálfa þarf alla slökkviliðsmenn liðsins í notkun á búnað bifreiðanna. Reiknað er með að bifreiðarnar fari í notkun hver af annarri og verði allar komnar í notkun fyrir áramót.Ýmiss nýr búnaður fylgir nýju bílunum.Vísir/Aðsend
Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira