Auðlindagjald hamlar þekkingariðnaði Helgi Vífill Júlíusson skrifar 9. október 2019 07:30 Mikilvægt skref fyrir nýsköpunarstefnu Íslands, sem kynnt var á föstudag, væri að afnema auðlindagjald á sjávarútveg. Tæknifyrirtækjum hér á landi ætti að vera hægara um vik að ná fótfestu á þeim vettvangi vegna aðstæðna í atvinnulífinu. Tæknifyrirtæki í sjávarútvegi geta stigið sín fyrstu skref í að þjónusta öflugan heimamarkað. Því er ekki að heilsa í öðrum atvinnugreinum; í ferðaþjónustu eru of mörg lítil fyrirtæki og álfyrirtækin eru fá. Fyrir örþjóð á eyju sem er fjarri öðrum mörkuðum er dýrmætt að tæknifyrirtæki geti þróað tæki og tól fyrir sjávarútveg. Takist það er auðveldara að selja erlendis. Nú munu margir ærast. Íslenskur sjávarútvegur greiðir meira í opinber gjöld en gerist með öðrum þjóðum. Þeir sem tala fyrir auðlindagjaldi, helst ríkulegu, á sjávarútveg átta sig ekki á að þeir vega að íslenskum þekkingariðnaði og góðum störfum fyrir komandi kynslóðir. Það þarf nefnilega að átta sig á samhengi hlutanna. Kvótakerfið varð undirstaða hagvaxtar á Íslandi. Án þess væru lífsgæði hér mun minni. Það þarf að horfa á málið í stærra samhengi en ekki einblína sífellt á auknar skatttekjur og ríkidæmi einstakra kvótakónga sem hafa keypt nær allan sinn kvóta. Sú þröngsýni er skaðleg. Misráðið var að leggja auðlindagjald á greinina. Aukin skattheimta dregur úr getu fyrirtækjanna til að fjárfesta í tækni, sem er þeim nauðsynleg til að skara fram úr, og það hamlar aftur framgangi þekkingarfyrirtækja, einkum þeirra sem hafa ekki enn burði til að sækja á erlenda markaði. Auk þess getur skattheimtan leitt til þess að sjávarútvegur missi stöðu sína sem hefur keðjuverkandi áhrif. Það var skynsamlegt af Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur nýsköpunarráðherra að kalla eftir nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Mistakist okkur að byggja upp þekkingariðnað munu lífsgæði hér dragast aftur úr nágrönnum okkar og störfin verða einhæfari. Æskilegt er að reyna að byggja upp klasa tæknifyrirtækja í sjávarútvegi, eins og þekkist með hugbúnaðarfyrirtæki í Kísildalnum. Innan klasa verða fyrirtæki öflugri en ella í ljósi aukinnar samkeppni, ríkara samstarfs og jarðvegurinn fyrir reksturinn er frjórri. Það er meðal annars vegna heppilegra samstarfsfyrirtækja, fjölda starfsfólks með viðeigandi þekkingu og hið opinbera leitast við að styðja við starfsemina til dæmis með réttu námsframboði og skynsamlegri skattheimtu. Ísland þarf að byggja á sínum styrkleikum þegar kemur að uppbyggingu klasa. Rökrétt er að horfa til sjávarútvegs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Nýsköpun Sjávarútvegur Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægt skref fyrir nýsköpunarstefnu Íslands, sem kynnt var á föstudag, væri að afnema auðlindagjald á sjávarútveg. Tæknifyrirtækjum hér á landi ætti að vera hægara um vik að ná fótfestu á þeim vettvangi vegna aðstæðna í atvinnulífinu. Tæknifyrirtæki í sjávarútvegi geta stigið sín fyrstu skref í að þjónusta öflugan heimamarkað. Því er ekki að heilsa í öðrum atvinnugreinum; í ferðaþjónustu eru of mörg lítil fyrirtæki og álfyrirtækin eru fá. Fyrir örþjóð á eyju sem er fjarri öðrum mörkuðum er dýrmætt að tæknifyrirtæki geti þróað tæki og tól fyrir sjávarútveg. Takist það er auðveldara að selja erlendis. Nú munu margir ærast. Íslenskur sjávarútvegur greiðir meira í opinber gjöld en gerist með öðrum þjóðum. Þeir sem tala fyrir auðlindagjaldi, helst ríkulegu, á sjávarútveg átta sig ekki á að þeir vega að íslenskum þekkingariðnaði og góðum störfum fyrir komandi kynslóðir. Það þarf nefnilega að átta sig á samhengi hlutanna. Kvótakerfið varð undirstaða hagvaxtar á Íslandi. Án þess væru lífsgæði hér mun minni. Það þarf að horfa á málið í stærra samhengi en ekki einblína sífellt á auknar skatttekjur og ríkidæmi einstakra kvótakónga sem hafa keypt nær allan sinn kvóta. Sú þröngsýni er skaðleg. Misráðið var að leggja auðlindagjald á greinina. Aukin skattheimta dregur úr getu fyrirtækjanna til að fjárfesta í tækni, sem er þeim nauðsynleg til að skara fram úr, og það hamlar aftur framgangi þekkingarfyrirtækja, einkum þeirra sem hafa ekki enn burði til að sækja á erlenda markaði. Auk þess getur skattheimtan leitt til þess að sjávarútvegur missi stöðu sína sem hefur keðjuverkandi áhrif. Það var skynsamlegt af Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur nýsköpunarráðherra að kalla eftir nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Mistakist okkur að byggja upp þekkingariðnað munu lífsgæði hér dragast aftur úr nágrönnum okkar og störfin verða einhæfari. Æskilegt er að reyna að byggja upp klasa tæknifyrirtækja í sjávarútvegi, eins og þekkist með hugbúnaðarfyrirtæki í Kísildalnum. Innan klasa verða fyrirtæki öflugri en ella í ljósi aukinnar samkeppni, ríkara samstarfs og jarðvegurinn fyrir reksturinn er frjórri. Það er meðal annars vegna heppilegra samstarfsfyrirtækja, fjölda starfsfólks með viðeigandi þekkingu og hið opinbera leitast við að styðja við starfsemina til dæmis með réttu námsframboði og skynsamlegri skattheimtu. Ísland þarf að byggja á sínum styrkleikum þegar kemur að uppbyggingu klasa. Rökrétt er að horfa til sjávarútvegs.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar