Áskoranir og tækifæri í lánveitingum til fyrirtækja Gunnar Gunnarsson skrifar 9. október 2019 07:30 Fyrir tveimur vikum fjallaði Kári Finnsson, viðskiptastjóri hjá Creditinfo, um muninn á sjálfvirkum lánveitingum til einstaklinga annars vegar og fyrirtækja hins vegar. Í framhaldi af því má skoða hvaða tækifæri og áskoranir felast í sjálfvirkri lánveitingu til fyrirtækja á Íslandi. Helsti markhópur erlendra fjártæknifyrirtækja eru lítil og meðalstór fyrirtæki (e. SMEs, Small and Medium Enterprises eða MSMEs, Micro, Small and Medium Enterprises). Þarfir stórra fyrirtækja eru oft það flóknar að þau þurfa sérstaka þjónustu eða þá að þau hreinlega fjármagna sig sjálf með skuldabréfaútgáfu. Samkvæmt skilgreiningu Evrópusambandsins þá flokkast fyrirtæki sem MSME ef það uppfyllir tvö skilyrði, er með undir 250 starfsmenn annars vegar og er hins vegar með veltu undir 7,5 milljörðum króna eða eignir undir 6,5 milljörðum króna. Í Evrópu eru meira en 24 milljónir SME sem jafngildir meira en 99% allra fyrirtækja. Evrópsk SME standa á bak við rúmlega helming allrar veltu og tæplega 60% rekstrarhagnaðar allra fyrirtækja.Flest fyrirtæki smá og meðalstór Á Íslandi eru hlutföllin svipuð en fjöldinn talsvert minni. Um 35.000 fyrirtæki (ehf. og hf.) skila ársreikningum til RSK á ári hverju og af þeim eru um 20.000 í virkum daglegum rekstri utan fjármálageirans og virk á lánamarkaði. Það jafngildir um 60 fyrirtækjum á hverja 1.000 íbúa sem er mjög nálægt meðaltali innan Evrópusambandsins. Í löndum ESB er fjöldinn á bilinu 30-120 fyrirtæki á hverja 1.000 íbúa. Einungis um 100 fyrirtækja á Íslandi, eða 0,5%, teljast sem stór fyrirtæki svo nánast öll félög á Íslandi teljast sem MSMEs. Erlendis er hugtakið „financial inclusion“ stundum notað þegar talað er um aðgerðir til að bæta aðgengi smárra og meðalstórra fyrirtækja að lánsfé. Þetta hugtak er einnig notað í minna þróuðum ríkjum um einstaklinga sem hafa ekki aðgang að hefðbundinni fjármálaþjónustu. Ástæðan fyrir því er líklega sú að ábatinn af auknu aðgengi að lánsfé er að mörgu leyti svipaður fyrir einstaklinga og fyrirtæki, þ.e. styrking og vöxtur hagkerfisins, nýsköpun, ný störf og annað í þeim dúr. Spyrja má hvort sama eigi við á Íslandi, þ.e. hvort takmarkað aðgengi að lánsfé hamli vexti smárra og meðalstórra fyrirtækja og aftri þar með hagkerfinu sem heild?Fjölbreytileikinn áskorun Eitt af vandamálunum við að veita litlum og meðalstórum fyrirtækjum fyrirgreiðslu, umfram öll fjármálaleg og áhættuleg sjónarmið, er fjölbreytileiki fyrirtækjanna. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru jafnmisjöfn og þau eru mörg og þurfa oft sérsniðna þjónustu sem fer eftir því í hvaða starfsemi þau eru. Á Íslandi er fjölbreytileiki smárra og meðalstórra fyrirtækja ekki mikið minni en erlendis en það eru færri fyrirtæki í hverjum flokki. Í Bretlandi veita bankar um 70.000 lán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á hverjum ársfjórðungi. Ef við myndum varpa þeim fjölda yfir á íslenskan skala myndi það jafngilda í kringum 400 lánum á hverjum ársfjórðungi. Það er ekki mikill fjöldi, sérstaklega ef um er að ræða lán til fyrirtækja í 10-20 mismunandi geirum. Á hinn bóginn stunda fyrirtæki gríðarmikil reikningsviðskipti sín á milli og getur fjöldi útgefinna reikninga oft skipt þúsundum hjá einu fyrirtæki í hverjum mánuði. Heildarfjárhæð útistandandi viðskiptakrafna hjá íslenskum fyrirtækjum er mæld í hundruðum milljarða á hverjum tímapunkti.Mikið af upplýsingum til reiðu Mikil tækifæri eru í fjártæknilausnum til fyrirtækja en vanda þarf til verka og íhuga vel hvaða þarfir á að leysa, sérstaklega á litlum markaði eins og á Íslandi. Ísland býr hins vegar að því að vera vel í stakk búið tæknilega og lagalega til að sjálfvirknivæða ferla í lánveitingu til fyrirtækja. Ólíkt mörgum öðrum löndum þá er hér mikið af miðlægum upplýsingum til reiðu, svo sem rafræn fyrirtækjaskrá, ársreikningar og lánshæfismat fyrir öll fyrirtæki. Einnig er tiltölulega einstakt við Ísland að nánast allar kröfur eru geymdar miðlægt hjá Reiknistofu bankanna sem einfaldar öll samskipti milli fjármálastofnana. Íslensk fjártæknifyrirtæki búa því við miklar áskoranir ef þau ætla sér að auðvelda fyrirtækjum aðgengi að lánsfé en möguleikarnir eru jafnframt miklir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur vikum fjallaði Kári Finnsson, viðskiptastjóri hjá Creditinfo, um muninn á sjálfvirkum lánveitingum til einstaklinga annars vegar og fyrirtækja hins vegar. Í framhaldi af því má skoða hvaða tækifæri og áskoranir felast í sjálfvirkri lánveitingu til fyrirtækja á Íslandi. Helsti markhópur erlendra fjártæknifyrirtækja eru lítil og meðalstór fyrirtæki (e. SMEs, Small and Medium Enterprises eða MSMEs, Micro, Small and Medium Enterprises). Þarfir stórra fyrirtækja eru oft það flóknar að þau þurfa sérstaka þjónustu eða þá að þau hreinlega fjármagna sig sjálf með skuldabréfaútgáfu. Samkvæmt skilgreiningu Evrópusambandsins þá flokkast fyrirtæki sem MSME ef það uppfyllir tvö skilyrði, er með undir 250 starfsmenn annars vegar og er hins vegar með veltu undir 7,5 milljörðum króna eða eignir undir 6,5 milljörðum króna. Í Evrópu eru meira en 24 milljónir SME sem jafngildir meira en 99% allra fyrirtækja. Evrópsk SME standa á bak við rúmlega helming allrar veltu og tæplega 60% rekstrarhagnaðar allra fyrirtækja.Flest fyrirtæki smá og meðalstór Á Íslandi eru hlutföllin svipuð en fjöldinn talsvert minni. Um 35.000 fyrirtæki (ehf. og hf.) skila ársreikningum til RSK á ári hverju og af þeim eru um 20.000 í virkum daglegum rekstri utan fjármálageirans og virk á lánamarkaði. Það jafngildir um 60 fyrirtækjum á hverja 1.000 íbúa sem er mjög nálægt meðaltali innan Evrópusambandsins. Í löndum ESB er fjöldinn á bilinu 30-120 fyrirtæki á hverja 1.000 íbúa. Einungis um 100 fyrirtækja á Íslandi, eða 0,5%, teljast sem stór fyrirtæki svo nánast öll félög á Íslandi teljast sem MSMEs. Erlendis er hugtakið „financial inclusion“ stundum notað þegar talað er um aðgerðir til að bæta aðgengi smárra og meðalstórra fyrirtækja að lánsfé. Þetta hugtak er einnig notað í minna þróuðum ríkjum um einstaklinga sem hafa ekki aðgang að hefðbundinni fjármálaþjónustu. Ástæðan fyrir því er líklega sú að ábatinn af auknu aðgengi að lánsfé er að mörgu leyti svipaður fyrir einstaklinga og fyrirtæki, þ.e. styrking og vöxtur hagkerfisins, nýsköpun, ný störf og annað í þeim dúr. Spyrja má hvort sama eigi við á Íslandi, þ.e. hvort takmarkað aðgengi að lánsfé hamli vexti smárra og meðalstórra fyrirtækja og aftri þar með hagkerfinu sem heild?Fjölbreytileikinn áskorun Eitt af vandamálunum við að veita litlum og meðalstórum fyrirtækjum fyrirgreiðslu, umfram öll fjármálaleg og áhættuleg sjónarmið, er fjölbreytileiki fyrirtækjanna. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru jafnmisjöfn og þau eru mörg og þurfa oft sérsniðna þjónustu sem fer eftir því í hvaða starfsemi þau eru. Á Íslandi er fjölbreytileiki smárra og meðalstórra fyrirtækja ekki mikið minni en erlendis en það eru færri fyrirtæki í hverjum flokki. Í Bretlandi veita bankar um 70.000 lán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á hverjum ársfjórðungi. Ef við myndum varpa þeim fjölda yfir á íslenskan skala myndi það jafngilda í kringum 400 lánum á hverjum ársfjórðungi. Það er ekki mikill fjöldi, sérstaklega ef um er að ræða lán til fyrirtækja í 10-20 mismunandi geirum. Á hinn bóginn stunda fyrirtæki gríðarmikil reikningsviðskipti sín á milli og getur fjöldi útgefinna reikninga oft skipt þúsundum hjá einu fyrirtæki í hverjum mánuði. Heildarfjárhæð útistandandi viðskiptakrafna hjá íslenskum fyrirtækjum er mæld í hundruðum milljarða á hverjum tímapunkti.Mikið af upplýsingum til reiðu Mikil tækifæri eru í fjártæknilausnum til fyrirtækja en vanda þarf til verka og íhuga vel hvaða þarfir á að leysa, sérstaklega á litlum markaði eins og á Íslandi. Ísland býr hins vegar að því að vera vel í stakk búið tæknilega og lagalega til að sjálfvirknivæða ferla í lánveitingu til fyrirtækja. Ólíkt mörgum öðrum löndum þá er hér mikið af miðlægum upplýsingum til reiðu, svo sem rafræn fyrirtækjaskrá, ársreikningar og lánshæfismat fyrir öll fyrirtæki. Einnig er tiltölulega einstakt við Ísland að nánast allar kröfur eru geymdar miðlægt hjá Reiknistofu bankanna sem einfaldar öll samskipti milli fjármálastofnana. Íslensk fjártæknifyrirtæki búa því við miklar áskoranir ef þau ætla sér að auðvelda fyrirtækjum aðgengi að lánsfé en möguleikarnir eru jafnframt miklir.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun