Trump lýsir yfir stríði við þingið Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2019 22:01 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Ríkisstjórn Donald Trump ætlar ekki á nokkurn hátt að starfa með þingmönnum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og lögmaður forsetans segir ákæruferlið gegn forsetanum vera ólögmætt. Enginn starfsmaður ríkisstjórnarinnar muni svara spurningum þingmanna og engin skjöl verði afhent. Útlit er fyrir stjónarskrárkrísu og fjölmiðlar ytra segja bréfið til jafns við stríðsyfirlýsingu til þingsins. Demókratar eru að rannsaka Trump fyrir embættisbrot vegna símtals hans við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem hann þrýsti á Zelensky að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. Biden þykir líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna 2020 og auk Úkraínu hefur Trump einnig kallað eftir því að yfirvöld Kína rannsaki fjölskyldu Biden. Samkvæmt lögum Bandaríkjanna er ólöglegt að þiggja hjálp erlends ríkis í kosningabaráttu.Sjá einnig: Úkraínumenn ætla að rannsaka son BidenPat Cipollone, yfirlögmaður Hvíta hússins, hefur sent bréf til forsvarsmanna Demókrataflokksins fyrir hönd Trump þar sem hann segir rannsókn þingmanna á mögulegum embættisbrotum Trump meðal annars vera gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og ósanngjarna. Bréfið inniheldur fjölmarga innihaldslausa sleggjudóma um rannsókn Demókrata og sannleikurinn er afbakaður víða í því. Cipollone segir þar að auki að með rannsókninni sé verið að brjóta á réttindum forsetans. Hann segir markmið rannsóknar Demókrata vera að snúa við sigri Trump í forsetakosningunum 2016. Fyrr í dag kom Trump í veg fyrir að sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu svaraði spurningum þingmanna. Gordon D. Sondland, auðugur hótelrekandi og fjárhagslegur bakhjarl Repúblikanaflokksins sem varð sendiherra Bandaríkjastjórnar gagnvart Evrópusambandinu, átti að koma fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til að bera vitni í rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump í morgun. Demókratar, sem fara með meirihluta í fulltrúadeildinni, hafa ítrekað sagt að reyni Hvíta húsið að leggja stein í götu rannsóknarinnar jafngildi það því að það hindri framgang hennar, nokkuð sem gæti verið sérstök ástæða til að kæra Trump fyrir embættisbrot. Þingmaðurinn Adam Schiff sagði í dag að það að Sondland hafi verið meinað að mæta á fund þingmanna væri í raun sterk vísbending um hindrun ríkisstjórnar Trump á stjórnarskrárbundnu hlutverki þingsins, sem eigi að standa jafnfætis framkvæmdavaldinu. Demókratar hafa nú stefnt sendiherranum og er honum gert að afhenda þinginu þau gögn sem sóst er eftir fyrir 14. október og mæta á fund þingmanna tveimur dögum seinna.New York Times segir ráðgjafa og lögmenn Trump hafa varið síðustu dögum í að skoða það hvernig best sé að verjast rannsókn þingmanna og bréf Cipollone gefi til kynna að þeir eigi betri líkur á að verjast kæru með því að hindra aðgang þingmanna að gögnum. Fjölmiðillinn hefur þó heimildir fyrir því að þingmenn Repúblikanaflokksins hafi ráðlagt Trump að leyfa vitnum að svara spurningum þingmanna í stað þess að gefa Demókrötum færi á því að halda fram að Hvíta húsið sé að hindra störf þingsins. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Annar uppljóstrari stígur fram Mark Zaid, lögmaður uppljóstrarans sem greindi frá samskiptum Donald Trump Bandaríkjaforseta og erlends þjóðarleiðtoga segir annan uppljóstrara hafa stigið fram í málinu. 6. október 2019 13:31 Fulltrúar Bandaríkjastjórnar skrifuðu yfirlýsingu fyrir Úkraínuforseta um rannsókn á Biden Fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu bar vitni fyrir þingnefnd í dag. Hann segist hafa varað við því að ásakanir gegn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, ættu ekki við rök að styðjast. 3. október 2019 23:45 Trump kallar eftir því að yfirvöld Kína rannsaki Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði eftir því í dag að yfirvöld Kína rannsaki Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans, Hunter Biden. 3. október 2019 15:45 Óvissa um eftirrit af símtali Trump og Zelensky Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, segja eftirrit af símtali Donald Trump og Volodymir Zelensky, forsetum Bandaríkjanna og Úkraínu, bera ummerki þess að hluti samskipta þeirra hafi verið fjarlægður. 3. október 2019 11:00 Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins kölluðu eftir endurbótum á embætti ríkissaksóknara Úkraínu, um svipað leyti og Joe Biden gerði hið sama. 3. október 2019 14:59 Krefja Pence varaforseta um gögn vegna þrýstings á Úkraínu Rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump forseta er hafin af fullum þunga. 4. október 2019 23:47 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump ætlar ekki á nokkurn hátt að starfa með þingmönnum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og lögmaður forsetans segir ákæruferlið gegn forsetanum vera ólögmætt. Enginn starfsmaður ríkisstjórnarinnar muni svara spurningum þingmanna og engin skjöl verði afhent. Útlit er fyrir stjónarskrárkrísu og fjölmiðlar ytra segja bréfið til jafns við stríðsyfirlýsingu til þingsins. Demókratar eru að rannsaka Trump fyrir embættisbrot vegna símtals hans við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem hann þrýsti á Zelensky að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. Biden þykir líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna 2020 og auk Úkraínu hefur Trump einnig kallað eftir því að yfirvöld Kína rannsaki fjölskyldu Biden. Samkvæmt lögum Bandaríkjanna er ólöglegt að þiggja hjálp erlends ríkis í kosningabaráttu.Sjá einnig: Úkraínumenn ætla að rannsaka son BidenPat Cipollone, yfirlögmaður Hvíta hússins, hefur sent bréf til forsvarsmanna Demókrataflokksins fyrir hönd Trump þar sem hann segir rannsókn þingmanna á mögulegum embættisbrotum Trump meðal annars vera gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og ósanngjarna. Bréfið inniheldur fjölmarga innihaldslausa sleggjudóma um rannsókn Demókrata og sannleikurinn er afbakaður víða í því. Cipollone segir þar að auki að með rannsókninni sé verið að brjóta á réttindum forsetans. Hann segir markmið rannsóknar Demókrata vera að snúa við sigri Trump í forsetakosningunum 2016. Fyrr í dag kom Trump í veg fyrir að sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu svaraði spurningum þingmanna. Gordon D. Sondland, auðugur hótelrekandi og fjárhagslegur bakhjarl Repúblikanaflokksins sem varð sendiherra Bandaríkjastjórnar gagnvart Evrópusambandinu, átti að koma fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til að bera vitni í rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump í morgun. Demókratar, sem fara með meirihluta í fulltrúadeildinni, hafa ítrekað sagt að reyni Hvíta húsið að leggja stein í götu rannsóknarinnar jafngildi það því að það hindri framgang hennar, nokkuð sem gæti verið sérstök ástæða til að kæra Trump fyrir embættisbrot. Þingmaðurinn Adam Schiff sagði í dag að það að Sondland hafi verið meinað að mæta á fund þingmanna væri í raun sterk vísbending um hindrun ríkisstjórnar Trump á stjórnarskrárbundnu hlutverki þingsins, sem eigi að standa jafnfætis framkvæmdavaldinu. Demókratar hafa nú stefnt sendiherranum og er honum gert að afhenda þinginu þau gögn sem sóst er eftir fyrir 14. október og mæta á fund þingmanna tveimur dögum seinna.New York Times segir ráðgjafa og lögmenn Trump hafa varið síðustu dögum í að skoða það hvernig best sé að verjast rannsókn þingmanna og bréf Cipollone gefi til kynna að þeir eigi betri líkur á að verjast kæru með því að hindra aðgang þingmanna að gögnum. Fjölmiðillinn hefur þó heimildir fyrir því að þingmenn Repúblikanaflokksins hafi ráðlagt Trump að leyfa vitnum að svara spurningum þingmanna í stað þess að gefa Demókrötum færi á því að halda fram að Hvíta húsið sé að hindra störf þingsins.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Annar uppljóstrari stígur fram Mark Zaid, lögmaður uppljóstrarans sem greindi frá samskiptum Donald Trump Bandaríkjaforseta og erlends þjóðarleiðtoga segir annan uppljóstrara hafa stigið fram í málinu. 6. október 2019 13:31 Fulltrúar Bandaríkjastjórnar skrifuðu yfirlýsingu fyrir Úkraínuforseta um rannsókn á Biden Fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu bar vitni fyrir þingnefnd í dag. Hann segist hafa varað við því að ásakanir gegn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, ættu ekki við rök að styðjast. 3. október 2019 23:45 Trump kallar eftir því að yfirvöld Kína rannsaki Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði eftir því í dag að yfirvöld Kína rannsaki Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans, Hunter Biden. 3. október 2019 15:45 Óvissa um eftirrit af símtali Trump og Zelensky Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, segja eftirrit af símtali Donald Trump og Volodymir Zelensky, forsetum Bandaríkjanna og Úkraínu, bera ummerki þess að hluti samskipta þeirra hafi verið fjarlægður. 3. október 2019 11:00 Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins kölluðu eftir endurbótum á embætti ríkissaksóknara Úkraínu, um svipað leyti og Joe Biden gerði hið sama. 3. október 2019 14:59 Krefja Pence varaforseta um gögn vegna þrýstings á Úkraínu Rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump forseta er hafin af fullum þunga. 4. október 2019 23:47 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58
Annar uppljóstrari stígur fram Mark Zaid, lögmaður uppljóstrarans sem greindi frá samskiptum Donald Trump Bandaríkjaforseta og erlends þjóðarleiðtoga segir annan uppljóstrara hafa stigið fram í málinu. 6. október 2019 13:31
Fulltrúar Bandaríkjastjórnar skrifuðu yfirlýsingu fyrir Úkraínuforseta um rannsókn á Biden Fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu bar vitni fyrir þingnefnd í dag. Hann segist hafa varað við því að ásakanir gegn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, ættu ekki við rök að styðjast. 3. október 2019 23:45
Trump kallar eftir því að yfirvöld Kína rannsaki Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði eftir því í dag að yfirvöld Kína rannsaki Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans, Hunter Biden. 3. október 2019 15:45
Óvissa um eftirrit af símtali Trump og Zelensky Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, segja eftirrit af símtali Donald Trump og Volodymir Zelensky, forsetum Bandaríkjanna og Úkraínu, bera ummerki þess að hluti samskipta þeirra hafi verið fjarlægður. 3. október 2019 11:00
Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins kölluðu eftir endurbótum á embætti ríkissaksóknara Úkraínu, um svipað leyti og Joe Biden gerði hið sama. 3. október 2019 14:59
Krefja Pence varaforseta um gögn vegna þrýstings á Úkraínu Rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump forseta er hafin af fullum þunga. 4. október 2019 23:47
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent