Íslensku stjörnurnar á fullu að gefa eiginhandaáritanir á rauða dreglinum Stefán Árni Pálsson skrifar 8. október 2019 16:00 Donna Cruz og Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Silja Hauks á rauða dreglinum. Íslenska kvikmyndin Agnes Joy eftir leikstjórann Silju Hauksdóttur var heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni BUSAN í Suður Kóreu í gær. Þær Silja Hauksdóttir og aðalleikonurnar Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Donna Cruz ásamt framleiðendum myndarinnar, Gagga Jónsdóttir og Birgitta Björnsdótir, eru mættar til Suður Kóreu og voru viðstaddar heimsfrumsýninguna sem var fyrir troðfullum sal og hlaut myndin dynjandi lófaklapp í lokin. Þess má geta aðalleikkonurnar og leikstjórinn voru umsetnar í lok sýningar fyrir eiginhandaáritanir og myndatökur með áhorfendum. Myndin verður sýnd nokkrum sinnum í viðbót á kvikmyndahátíðinni. Agnes Joy er ný mynd í leikstjórn Silju Hauksdóttur sem skrifar einnig handritið ásamt Göggu Jónsdóttur og Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur. Með aðalhlutverk fara auk Kötlu og Donnau Cruz þeir Þorsteinn Bachmann, Björn Hlynur Haraldsson og Kristinn Óli Haraldsson. Agnes Joy er þroskasaga mæðgna af Skaganum. Rannveig, leikin af Kötlu Margréti, upplifir kulnun í lífi og starfi. Það er ekki nóg með að hún sé einmana, hjónabandið á leið í hundana og föst í starfi sem hún hatar, heldur á hún í stöðugum útistöðum við dóttur sína, Agnesi, leikin af Donnu Cruz sem er að stíga sín fyrstu skref á hvíta tjaldinu. Framleiðendur eru Birgitta Björnsdóttir og Gagga Jónsdóttir fyrir Vintage Pictures. Handritið er byggt á hugmynd Mikaels Torfasonar sem er meðframleiðandi ásamt Guðbjörgu Sigurðardóttur. Myndin verður frumsýnd hér á landi þann 17. október næstkomandi. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í Suður Kóreu í gær. Katla Margrét gaf eiginhandaáritun fyrir sýningu.Donna Cruz var einnig með pennann á lofti.Auðvitað varð að taka nokkrar sjálfur.Þær Silja, Katla og Donna Cruz voru glæsilegar í gær. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta stiklan úr Agnesi Joy frumsýnd á Vísi Kvikmyndin Agnes Joy er þroskasaga mæðgna frá Skaganum þar sem húmorinn er aldrei langt undan. 12. september 2019 10:30 Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Íslenska kvikmyndin Agnes Joy eftir leikstjórann Silju Hauksdóttur var heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni BUSAN í Suður Kóreu í gær. Þær Silja Hauksdóttir og aðalleikonurnar Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Donna Cruz ásamt framleiðendum myndarinnar, Gagga Jónsdóttir og Birgitta Björnsdótir, eru mættar til Suður Kóreu og voru viðstaddar heimsfrumsýninguna sem var fyrir troðfullum sal og hlaut myndin dynjandi lófaklapp í lokin. Þess má geta aðalleikkonurnar og leikstjórinn voru umsetnar í lok sýningar fyrir eiginhandaáritanir og myndatökur með áhorfendum. Myndin verður sýnd nokkrum sinnum í viðbót á kvikmyndahátíðinni. Agnes Joy er ný mynd í leikstjórn Silju Hauksdóttur sem skrifar einnig handritið ásamt Göggu Jónsdóttur og Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur. Með aðalhlutverk fara auk Kötlu og Donnau Cruz þeir Þorsteinn Bachmann, Björn Hlynur Haraldsson og Kristinn Óli Haraldsson. Agnes Joy er þroskasaga mæðgna af Skaganum. Rannveig, leikin af Kötlu Margréti, upplifir kulnun í lífi og starfi. Það er ekki nóg með að hún sé einmana, hjónabandið á leið í hundana og föst í starfi sem hún hatar, heldur á hún í stöðugum útistöðum við dóttur sína, Agnesi, leikin af Donnu Cruz sem er að stíga sín fyrstu skref á hvíta tjaldinu. Framleiðendur eru Birgitta Björnsdóttir og Gagga Jónsdóttir fyrir Vintage Pictures. Handritið er byggt á hugmynd Mikaels Torfasonar sem er meðframleiðandi ásamt Guðbjörgu Sigurðardóttur. Myndin verður frumsýnd hér á landi þann 17. október næstkomandi. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í Suður Kóreu í gær. Katla Margrét gaf eiginhandaáritun fyrir sýningu.Donna Cruz var einnig með pennann á lofti.Auðvitað varð að taka nokkrar sjálfur.Þær Silja, Katla og Donna Cruz voru glæsilegar í gær.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta stiklan úr Agnesi Joy frumsýnd á Vísi Kvikmyndin Agnes Joy er þroskasaga mæðgna frá Skaganum þar sem húmorinn er aldrei langt undan. 12. september 2019 10:30 Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Fyrsta stiklan úr Agnesi Joy frumsýnd á Vísi Kvikmyndin Agnes Joy er þroskasaga mæðgna frá Skaganum þar sem húmorinn er aldrei langt undan. 12. september 2019 10:30