Bankarnir boða breytingar á vöxtum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. október 2019 13:03 Stóru bankarnir þrír hafa 98 prósent hlutdeild hér á landi þegar kemur að bankastarfsemi. Vísir Viðskiptabankarnir þrír bjóða um 100 prósent hærri vexti á verðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum en þrír lífeyrissjóðir hér á landi. Þá eru slíkir vextir frá 18 prósent til 60 prósent lægri í sjö öðrum lífeyrissjóðum en vextir í bönkunum. Von er á nýrri vaxtaákvörðun hjá Íslandsbanka og Landbanka á næstu dögum. Arion banki kannar málið. Hægt er að nálgast greinagóðar upplýsingar um vaxtakjör hjá bönkum og lífeyrissjóðum á húsnæðislánum á heimasíðum á borð við aurbjorg.is og herborg.is. Athygli vekur að þegar vextir á verðtryggðum breytilegum húsnæðislánum eru skoðaðir að lífeyrisjóðirnir bjóða allt að 50 prósent lægri vextir en bankarnir. Slík lán geta breyst út lánstímann en þegar lán eru tekin með föstum vöxtum þá breytast þeir ekki á lánstímanum.Af vefsíðunni Herborg.is.Vilhjálmur Bjarnason varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna benti fólki á að skipta frekar við lífeyrissjóði en banka í fréttum okkar í gær. „Bankarnir eru með t.d. 100 hærri vexti en til dæmis lífeyrissjóðirnir. Ef fólk vill „verðlauna“ einhvern annan sem er að gera eitthvað rétt þá eru það lífeyrissjóðirnir í dag. Miðað við að bankarnir eru með 100 prósent hærri vexti. Þannig að ég hvet alla, ef þið þurfið að endurfjármagna eða kaupa eign, að fara í lífeyrissjóðinn.“Rætt var við ráðherra og Vilhjálm Bjarnason í fréttum Stöðvar 2 í gær.Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur í síðustu viku og hefur vaxtaákvörðunin venjulega bein áhrif á óverðtryggða vexti. Viðskipabankarnir þrír hafa hins vegar ekki enn þá brugðist við vaxtaákvörðuninni. Fréttastofa sendi fyrirspurn á bankana í morgun hver viðbrögð þeirra væru við þessari ábendingu frá Hagsmunasamtökum heimilanna og hvort bankarnir hyggist lækka vexti eftir strýivaxtalækkunina. Í svari frá bönknum kom fram að bankaskattur og ýmis gjöld skekki samkeppnisstöðu banka við lífeyrissjóði. Íslandsbanki kannar vaxtamálin þessa dagana og vænta má frekari upplýsinga þaðan næstu daga. Landsbankinn hefur ekki enn tekið ákvörðun um breytingu á vöxtum sem byggir á nýjustu vaxtaákvörðun Seðlabankans en von er á vaxtaákvörðun fljótlega. Arion banki er að fara yfir viðbögð við síðustu stýrivaxtalækkun og segir að almennt hafi vextir lækkað í kjölfar vaxtalækkunar hjá Seðlabankanum. Húsnæðismál Íslenskir bankar Neytendur Seðlabankinn Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Viðskiptabankarnir þrír bjóða um 100 prósent hærri vexti á verðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum en þrír lífeyrissjóðir hér á landi. Þá eru slíkir vextir frá 18 prósent til 60 prósent lægri í sjö öðrum lífeyrissjóðum en vextir í bönkunum. Von er á nýrri vaxtaákvörðun hjá Íslandsbanka og Landbanka á næstu dögum. Arion banki kannar málið. Hægt er að nálgast greinagóðar upplýsingar um vaxtakjör hjá bönkum og lífeyrissjóðum á húsnæðislánum á heimasíðum á borð við aurbjorg.is og herborg.is. Athygli vekur að þegar vextir á verðtryggðum breytilegum húsnæðislánum eru skoðaðir að lífeyrisjóðirnir bjóða allt að 50 prósent lægri vextir en bankarnir. Slík lán geta breyst út lánstímann en þegar lán eru tekin með föstum vöxtum þá breytast þeir ekki á lánstímanum.Af vefsíðunni Herborg.is.Vilhjálmur Bjarnason varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna benti fólki á að skipta frekar við lífeyrissjóði en banka í fréttum okkar í gær. „Bankarnir eru með t.d. 100 hærri vexti en til dæmis lífeyrissjóðirnir. Ef fólk vill „verðlauna“ einhvern annan sem er að gera eitthvað rétt þá eru það lífeyrissjóðirnir í dag. Miðað við að bankarnir eru með 100 prósent hærri vexti. Þannig að ég hvet alla, ef þið þurfið að endurfjármagna eða kaupa eign, að fara í lífeyrissjóðinn.“Rætt var við ráðherra og Vilhjálm Bjarnason í fréttum Stöðvar 2 í gær.Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur í síðustu viku og hefur vaxtaákvörðunin venjulega bein áhrif á óverðtryggða vexti. Viðskipabankarnir þrír hafa hins vegar ekki enn þá brugðist við vaxtaákvörðuninni. Fréttastofa sendi fyrirspurn á bankana í morgun hver viðbrögð þeirra væru við þessari ábendingu frá Hagsmunasamtökum heimilanna og hvort bankarnir hyggist lækka vexti eftir strýivaxtalækkunina. Í svari frá bönknum kom fram að bankaskattur og ýmis gjöld skekki samkeppnisstöðu banka við lífeyrissjóði. Íslandsbanki kannar vaxtamálin þessa dagana og vænta má frekari upplýsinga þaðan næstu daga. Landsbankinn hefur ekki enn tekið ákvörðun um breytingu á vöxtum sem byggir á nýjustu vaxtaákvörðun Seðlabankans en von er á vaxtaákvörðun fljótlega. Arion banki er að fara yfir viðbögð við síðustu stýrivaxtalækkun og segir að almennt hafi vextir lækkað í kjölfar vaxtalækkunar hjá Seðlabankanum.
Húsnæðismál Íslenskir bankar Neytendur Seðlabankinn Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira