Gefur lítið fyrir hugmyndir um umhverfisskatt á flugmiða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. október 2019 15:47 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. FBL/Anton brink Ísland á að vera í fararbroddi í nýum lausnum, ekki í nýjum álögum,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem gefur lítið fyrir hugmyndir um að leggja sérstakt umhverfisgjald á flugmiða. Danska ríkisútvarpið greindi frá því í gær að dönsk flugfélög og flugvellir skoði þann möguleika að leggja auka gjald á alla flugfarþega, eins konar loftslagsgjald, í þeim tilgangi að draga úr þeirri mengun sem flugsamgöngur hafa í för með sér. Gjaldið á að renna í sjóð sem nýtist í rannsóknir á grænum lausnum í flugsamgöngum. Tillagan hefur verið send samgönguráðherra og umhverfisráðherra Danmerkur en stjórnmálaflokkar hafa einnig lagt tillögur af svipuðum toga fyrir þingið. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sagði í kvöldfréttum Rúv í gær að honum þætti þetta góð og áhugaverð hugmynd sem hann telji tilefni til að skoða. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur aftur á móti lítið fyrir þessa hugmynd í færslu á Facebook-síðu sinni. „Nei það er ekki góð hugmynd,“ skrifar Vilhjálmur í færslu með frétt um málið. „Það eru til aðrar lausnir en skattlagning og minna flug gæti þýtt aukna einangrun á Íslandi.“ Í samtali við Vísi segir Vilhjálmur að með því eigi hann meðal annars við að auknar álögur geti haft þveröfug áhrif en lagt er upp með þar sem slíkt geti dregið úr samkeppnishæfni. „Það sem ég er líka að benda á er að með því að hækka alltaf álögurnar á atvinnulífið þá hefur atvinnulífið minna svigrum til nýsköpunar og til að þróa nýjar umhverfisvænar lausnir,“ segir Vilhjálmur. Þá telji hann ástæðu til að ráðast af fullum krafti í orkuskiptin og það á stærri skala en oft hafi verið í umræðunni. Alltaf sé verið að tala um orkuskipti hvað varðar einkabílinn en minna um orkuskipti þegar kemur að flutninga- og frystiskipum eða flutningabílum. „Nýta græna orku á stærri skala,“ segir Vilhjálmur. Spurður hvort honum þyki ekki eðlilegt að þeir sem ferðist með flugi greiði vægt gjald til að mæta menguninni sem því fylgir segist Vilhjálmur ekki sammála því að það sé rétta leiðin. Íslensku flugfélögin þurfi að vera samkeppnishæf á alþjóðavettvangi og lítið svigrúm sé til að hækka gjöld miðað við þá stöðu sem sé uppi nú á alþjóðlegum samkeppnismarkaði í flugrekstri. Fréttir af flugi Umhverfismál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Ísland á að vera í fararbroddi í nýum lausnum, ekki í nýjum álögum,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem gefur lítið fyrir hugmyndir um að leggja sérstakt umhverfisgjald á flugmiða. Danska ríkisútvarpið greindi frá því í gær að dönsk flugfélög og flugvellir skoði þann möguleika að leggja auka gjald á alla flugfarþega, eins konar loftslagsgjald, í þeim tilgangi að draga úr þeirri mengun sem flugsamgöngur hafa í för með sér. Gjaldið á að renna í sjóð sem nýtist í rannsóknir á grænum lausnum í flugsamgöngum. Tillagan hefur verið send samgönguráðherra og umhverfisráðherra Danmerkur en stjórnmálaflokkar hafa einnig lagt tillögur af svipuðum toga fyrir þingið. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sagði í kvöldfréttum Rúv í gær að honum þætti þetta góð og áhugaverð hugmynd sem hann telji tilefni til að skoða. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur aftur á móti lítið fyrir þessa hugmynd í færslu á Facebook-síðu sinni. „Nei það er ekki góð hugmynd,“ skrifar Vilhjálmur í færslu með frétt um málið. „Það eru til aðrar lausnir en skattlagning og minna flug gæti þýtt aukna einangrun á Íslandi.“ Í samtali við Vísi segir Vilhjálmur að með því eigi hann meðal annars við að auknar álögur geti haft þveröfug áhrif en lagt er upp með þar sem slíkt geti dregið úr samkeppnishæfni. „Það sem ég er líka að benda á er að með því að hækka alltaf álögurnar á atvinnulífið þá hefur atvinnulífið minna svigrum til nýsköpunar og til að þróa nýjar umhverfisvænar lausnir,“ segir Vilhjálmur. Þá telji hann ástæðu til að ráðast af fullum krafti í orkuskiptin og það á stærri skala en oft hafi verið í umræðunni. Alltaf sé verið að tala um orkuskipti hvað varðar einkabílinn en minna um orkuskipti þegar kemur að flutninga- og frystiskipum eða flutningabílum. „Nýta græna orku á stærri skala,“ segir Vilhjálmur. Spurður hvort honum þyki ekki eðlilegt að þeir sem ferðist með flugi greiði vægt gjald til að mæta menguninni sem því fylgir segist Vilhjálmur ekki sammála því að það sé rétta leiðin. Íslensku flugfélögin þurfi að vera samkeppnishæf á alþjóðavettvangi og lítið svigrúm sé til að hækka gjöld miðað við þá stöðu sem sé uppi nú á alþjóðlegum samkeppnismarkaði í flugrekstri.
Fréttir af flugi Umhverfismál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira