Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2019 10:48 Trump og Erdogan ræða saman í júlí. Bandaríkjastjórn tilkynnti um meiriháttar stefnubreytingu í Sýrlandi eftir símtal þeirra í gær. AP/Pablo Martinez Monsivais Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leyfa Tyrkjum að láta til skarar skríða gegn Kúrdum í Sýrlandi var tekin þvert á ráðleggingar varnarmála- og utanríkisráðuneytisins og kom eftir símtal Trump og Receps Erdogan, forseta Tyrklands. Sameinuðu þjóðirnar segjast búast við því versta í aðgerðum Tyrkja. Kúrdar hafa tekið þátt í Sýrlenska lýðræðishernum (SDF) og hafa verið áreiðanlegustu bandamenn Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams í norðanverðu Sýrland. Stjórnvöld í Tyrklandi líta aftur á móti á hersveitir Kúrda sem hryðjuverkasamtök aðskilnaðarsinna þar í landi. Bandaríkjastjórn tilkynnti skyndilega um kúvendingu í stefnu sinni í Sýrlandi í gærkvöldi í kjölfar símtals Trump og Erdogan. Trump ákvað að draga til baka starfsmenn Bandaríkjahers sem hafa unnið með Kúrdum og í reynd leyfa Tyrkjum að ráðast gegn Kúrdum.New York Times segir að varnarmála- og utanríkisráðuneytin hafi mælt með því að draga ekki allt herlið frá Norðaustur-Sýrlandi svo hægt verði að halda áfram aðgerðum gegn Ríki íslams og til að vega á móti áhrifum Írana og Rússa í landinu. Trump virti þær ráðleggingar að vettugi. Viðsnúninginn ber brátt að. New York Times segir að svo seint sem í síðustu viku hafi háttsettir bandarískir embættismenn sagt að eining væri innan Bandaríkjastjórnar, Trump forseti þar með talinn, um að tryggja velferð kúrdískra hersveita og að halda Tyrkjum í skefjum. Bandaríkjastjórn hefur varið undanförnum mánuðum í að lægja öldurnar og meðal annars fengið Kúrda til að draga sig til baka og taka niður virki sín nærri landamærunum að Tyrklandi til að friða Tyrki. Þannig eru varnir Kúrda nú veikari gagnvart innrás Tyrkja en fyrir.Þrátt fyrir að Bandaríkjastjórn hafi ekki formlega staðfest það hafa fréttir borist af því að bandarískt herlið sé þegar byrjað að hafa sig burt frá norðanverðu Sýrlandi fyrir innrás Tyrkja.AP/ANHAÓttast mannfall óbreyttra borgara Bandarískt herlið er því þegar byrjað að draga sig frá svæðum Kúrda. Í yfirlýsingu Hvíta hússins í gærkvöldi sagði að Tyrkir ætluðu brátt að hefja herferð sína í norðanverðu Sýrlandi. „Bandaríkjaher ætlar ekki að styðja eða taka þátt í aðgerðinni og bandarískt herlið, sem lagði landsvæði „kalífaveldis“ ISIS að velli, verður ekki lengur á þessu svæði,“ sagði í yfirlýsingunni. Ekkert kom fram um hvað yrði um Kúrda í norðanverðu Sýrlandi í innrásinni yfirvofandi. SDF sakar Bandaríkjastjórn um að snúa baki við bandamanni sínum og varar við því að það muni hafa „mikil neikvæð áhrif“ á stríðið gegn íslömskum hryðjuverkamönnum, að því er segir í frétt Reuters. Mustafa Bali, forsvarsmaður SDF segir að Bandaríkjaher „yfirgefi svæðið til að láta það verða að stríðsvelli“. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna óttast mannfall á meðal óbreyttra borgara í aðgerðum Tyrkja gegn Kúrdum. Sögðust þeir vonast til þess að hægt yrði að koma í veg fyrir voðaverk og að fólk yrði rekið á flótta. „Við vonumst eftir því besta en búum okkur undir það versta,“ segir Panos Moumtzis, yfirmaður mannréttindamála vegna Sýrlandsstríðsins hjá Sameinuðu þjóðunum.Svipuð áform leiddu til afsagna í desember Erdogan hefur krafist þess að fá að búa til svonefnt „öryggissvæði“ í norðanverðu Sýrlandi þar sem hann vill koma fyrir milljónum sýrlenskra flóttamanna. Washington Post segir að málsvarar flóttamanna hafi mótmælt þeim fyrirætlunum og sýrlenskir Kúrdar sömuleiðis þar sem slíkir fólksflutningar gætu rutt þeim úr vegi. Trump ætlaði að leyfa Erdogan að fara að eigin geðþótta í desember og tilkynnti að hann ætlaði að draga allt bandarískt herlið frá Sýrlandi. Hætt var við þau áform vegna andstöðu innan bandaríska varnarmálaráðuneytisins, utanríkis- og leyniþjónustunnar. Ágreiningurinn leiddi til afsagnar Jims Mattis sem varnarmálaráðherra í lok síðasta árs. Brett McGurk, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna gagnvart bandalagshernum gegn Ríki íslams, sagði af sér tveimur dögum á eftir Mattis. „Þetta lítur út fyrir að vera önnur glæfraleg ákvörðun tekin án yfirlegu eða ráðagerðar eftir símtal við erlendan þjóðarleiðtoga. Yfirlýsing Hvíta hússins á sér enga stoð í raunveruleikanum á svæðinu. Verði farið eftir henni eykur það verulega hættuna fyrir herlið okkar auk þess að hraða endurreisn ISIS,“ sagði McGurk um ákvörðun Trump í gær.Donald Trump is not a Commander-in-Chief. He makes impulsive decisions with no knowledge or deliberation. He sends military personnel into harm's way with no backing. He blusters and then leaves our allies exposed when adversaries call his bluff or he confronts a hard phone call.— Brett McGurk (@brett_mcgurk) October 7, 2019 Margar „hörmulegar“ afleiðingar mögulegar Óljóst er hvað verður um þúsundir liðsmanna Ríkis íslams sem Kúrdar hafa handsamað og haldið. Í yfirlýsingu Hvíta hússins í gær sagði að Tyrkir tækju nú við ábyrgð á þeim. Bandaríkin ætli ekki að taka við þeim og „halda í það sem gætu orðið mörg ár við mikinn tilkostnað bandarískra skattgreiðenda“. SDF hefur varað við því að vígamenn Ríkis íslams muni brjótast út úr fangelsum sem herinn rekur í Sýrlandi þegar Tyrkir ráðast inn. Háttsettur bandarískur embættismaður sem Washington Post ræddi við varaði við hvað gæti orðið um fangelsi þar sem liðsmönnum Ríkis íslams er haldið ef Tyrkir ráðast djúpt inn í Sýrland. „Það eru margar mögulega hörmulegar afleiðingar af þessu,“ segir embættismaðurinn. Hvað sem fullyrðingum Trump og Hvíta hússins um að Ríki íslams hafi verið sigrað segir New York Times að Ríki íslams vaxi nú þegar ásmegin aftur í Sýrlandi. Samtökin hafi staðið fyrir skæruárásum í Írak og Sýrlandi, endurskipulagt fjármál sín og safnað liði í tjaldbúðum sem bandalagsherinn rekur. Bandaríska varnarmálaráðuneytið sé meðvitað um að leifar hryðjuverkasamtakanna sé ekki á förum í nánd. Jonathan Marcus, fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC, segir ákvörðun Trump meiriháttar stefnubreytingu Bandaríkjastjórnar. Hún geti leitt til þess að ný bandalög myndist. Þannig gæti Kúrdum reynst nauðugur einn kostur að leita á náðir ríkisstjórnar Bashars al-Assad Sýrlandsforseta. Í ringulreiðinni geti myndast svigrúm fyrir Ríki íslams að rísa upp úr öskunni. „Það markar svik Washington við kúrdíska bandamenn, svik sem mörg önnur lönd í heimshlutanum taka eftir með áhyggjum,“ segir Marcus. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Vilja hermenn Tyrklands og Bandaríkjanna burt frá Sýrlandi Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, krefst þess að hermenn Bandaríkjanna og Tyrklands yfirgefi landið hið snarasta. 28. september 2019 22:34 Tyrkir áforma innrás í Sýrland Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar. 7. október 2019 07:48 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leyfa Tyrkjum að láta til skarar skríða gegn Kúrdum í Sýrlandi var tekin þvert á ráðleggingar varnarmála- og utanríkisráðuneytisins og kom eftir símtal Trump og Receps Erdogan, forseta Tyrklands. Sameinuðu þjóðirnar segjast búast við því versta í aðgerðum Tyrkja. Kúrdar hafa tekið þátt í Sýrlenska lýðræðishernum (SDF) og hafa verið áreiðanlegustu bandamenn Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams í norðanverðu Sýrland. Stjórnvöld í Tyrklandi líta aftur á móti á hersveitir Kúrda sem hryðjuverkasamtök aðskilnaðarsinna þar í landi. Bandaríkjastjórn tilkynnti skyndilega um kúvendingu í stefnu sinni í Sýrlandi í gærkvöldi í kjölfar símtals Trump og Erdogan. Trump ákvað að draga til baka starfsmenn Bandaríkjahers sem hafa unnið með Kúrdum og í reynd leyfa Tyrkjum að ráðast gegn Kúrdum.New York Times segir að varnarmála- og utanríkisráðuneytin hafi mælt með því að draga ekki allt herlið frá Norðaustur-Sýrlandi svo hægt verði að halda áfram aðgerðum gegn Ríki íslams og til að vega á móti áhrifum Írana og Rússa í landinu. Trump virti þær ráðleggingar að vettugi. Viðsnúninginn ber brátt að. New York Times segir að svo seint sem í síðustu viku hafi háttsettir bandarískir embættismenn sagt að eining væri innan Bandaríkjastjórnar, Trump forseti þar með talinn, um að tryggja velferð kúrdískra hersveita og að halda Tyrkjum í skefjum. Bandaríkjastjórn hefur varið undanförnum mánuðum í að lægja öldurnar og meðal annars fengið Kúrda til að draga sig til baka og taka niður virki sín nærri landamærunum að Tyrklandi til að friða Tyrki. Þannig eru varnir Kúrda nú veikari gagnvart innrás Tyrkja en fyrir.Þrátt fyrir að Bandaríkjastjórn hafi ekki formlega staðfest það hafa fréttir borist af því að bandarískt herlið sé þegar byrjað að hafa sig burt frá norðanverðu Sýrlandi fyrir innrás Tyrkja.AP/ANHAÓttast mannfall óbreyttra borgara Bandarískt herlið er því þegar byrjað að draga sig frá svæðum Kúrda. Í yfirlýsingu Hvíta hússins í gærkvöldi sagði að Tyrkir ætluðu brátt að hefja herferð sína í norðanverðu Sýrlandi. „Bandaríkjaher ætlar ekki að styðja eða taka þátt í aðgerðinni og bandarískt herlið, sem lagði landsvæði „kalífaveldis“ ISIS að velli, verður ekki lengur á þessu svæði,“ sagði í yfirlýsingunni. Ekkert kom fram um hvað yrði um Kúrda í norðanverðu Sýrlandi í innrásinni yfirvofandi. SDF sakar Bandaríkjastjórn um að snúa baki við bandamanni sínum og varar við því að það muni hafa „mikil neikvæð áhrif“ á stríðið gegn íslömskum hryðjuverkamönnum, að því er segir í frétt Reuters. Mustafa Bali, forsvarsmaður SDF segir að Bandaríkjaher „yfirgefi svæðið til að láta það verða að stríðsvelli“. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna óttast mannfall á meðal óbreyttra borgara í aðgerðum Tyrkja gegn Kúrdum. Sögðust þeir vonast til þess að hægt yrði að koma í veg fyrir voðaverk og að fólk yrði rekið á flótta. „Við vonumst eftir því besta en búum okkur undir það versta,“ segir Panos Moumtzis, yfirmaður mannréttindamála vegna Sýrlandsstríðsins hjá Sameinuðu þjóðunum.Svipuð áform leiddu til afsagna í desember Erdogan hefur krafist þess að fá að búa til svonefnt „öryggissvæði“ í norðanverðu Sýrlandi þar sem hann vill koma fyrir milljónum sýrlenskra flóttamanna. Washington Post segir að málsvarar flóttamanna hafi mótmælt þeim fyrirætlunum og sýrlenskir Kúrdar sömuleiðis þar sem slíkir fólksflutningar gætu rutt þeim úr vegi. Trump ætlaði að leyfa Erdogan að fara að eigin geðþótta í desember og tilkynnti að hann ætlaði að draga allt bandarískt herlið frá Sýrlandi. Hætt var við þau áform vegna andstöðu innan bandaríska varnarmálaráðuneytisins, utanríkis- og leyniþjónustunnar. Ágreiningurinn leiddi til afsagnar Jims Mattis sem varnarmálaráðherra í lok síðasta árs. Brett McGurk, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna gagnvart bandalagshernum gegn Ríki íslams, sagði af sér tveimur dögum á eftir Mattis. „Þetta lítur út fyrir að vera önnur glæfraleg ákvörðun tekin án yfirlegu eða ráðagerðar eftir símtal við erlendan þjóðarleiðtoga. Yfirlýsing Hvíta hússins á sér enga stoð í raunveruleikanum á svæðinu. Verði farið eftir henni eykur það verulega hættuna fyrir herlið okkar auk þess að hraða endurreisn ISIS,“ sagði McGurk um ákvörðun Trump í gær.Donald Trump is not a Commander-in-Chief. He makes impulsive decisions with no knowledge or deliberation. He sends military personnel into harm's way with no backing. He blusters and then leaves our allies exposed when adversaries call his bluff or he confronts a hard phone call.— Brett McGurk (@brett_mcgurk) October 7, 2019 Margar „hörmulegar“ afleiðingar mögulegar Óljóst er hvað verður um þúsundir liðsmanna Ríkis íslams sem Kúrdar hafa handsamað og haldið. Í yfirlýsingu Hvíta hússins í gær sagði að Tyrkir tækju nú við ábyrgð á þeim. Bandaríkin ætli ekki að taka við þeim og „halda í það sem gætu orðið mörg ár við mikinn tilkostnað bandarískra skattgreiðenda“. SDF hefur varað við því að vígamenn Ríkis íslams muni brjótast út úr fangelsum sem herinn rekur í Sýrlandi þegar Tyrkir ráðast inn. Háttsettur bandarískur embættismaður sem Washington Post ræddi við varaði við hvað gæti orðið um fangelsi þar sem liðsmönnum Ríkis íslams er haldið ef Tyrkir ráðast djúpt inn í Sýrland. „Það eru margar mögulega hörmulegar afleiðingar af þessu,“ segir embættismaðurinn. Hvað sem fullyrðingum Trump og Hvíta hússins um að Ríki íslams hafi verið sigrað segir New York Times að Ríki íslams vaxi nú þegar ásmegin aftur í Sýrlandi. Samtökin hafi staðið fyrir skæruárásum í Írak og Sýrlandi, endurskipulagt fjármál sín og safnað liði í tjaldbúðum sem bandalagsherinn rekur. Bandaríska varnarmálaráðuneytið sé meðvitað um að leifar hryðjuverkasamtakanna sé ekki á förum í nánd. Jonathan Marcus, fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC, segir ákvörðun Trump meiriháttar stefnubreytingu Bandaríkjastjórnar. Hún geti leitt til þess að ný bandalög myndist. Þannig gæti Kúrdum reynst nauðugur einn kostur að leita á náðir ríkisstjórnar Bashars al-Assad Sýrlandsforseta. Í ringulreiðinni geti myndast svigrúm fyrir Ríki íslams að rísa upp úr öskunni. „Það markar svik Washington við kúrdíska bandamenn, svik sem mörg önnur lönd í heimshlutanum taka eftir með áhyggjum,“ segir Marcus.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Vilja hermenn Tyrklands og Bandaríkjanna burt frá Sýrlandi Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, krefst þess að hermenn Bandaríkjanna og Tyrklands yfirgefi landið hið snarasta. 28. september 2019 22:34 Tyrkir áforma innrás í Sýrland Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar. 7. október 2019 07:48 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Vilja hermenn Tyrklands og Bandaríkjanna burt frá Sýrlandi Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, krefst þess að hermenn Bandaríkjanna og Tyrklands yfirgefi landið hið snarasta. 28. september 2019 22:34
Tyrkir áforma innrás í Sýrland Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar. 7. október 2019 07:48