Að hafa kjark og dug Lára G. Sigurðardóttir skrifar 7. október 2019 07:00 Asbest var lengi álitið afbragðs einangrunar- og byggingarefni. Um 1935 var orðið ljóst að þeim sem vinna við asbest er hættara við lungnasjúkdómum sem koma fram á 10-15 árum. Þrátt fyrir það liðu sjötíu ár þar til allsherjarbann við notkun asbests gekk í gildi árið 2005. Lungun eru í lykilhlutverki. Á hverjum sólarhring andar þú meira en 4.000 lítrum af andrúmslofti. Ummál lungna er á við tennisvöll sem sýnir hversu gríðarlega mikilvægt er fyrir líkamann að fá nægt súrefni. Ef lungnablöðrurnar eyðileggjast þá kafnar viðkomandi. Nú er kominn fram nýr lungnasjúkdómur með þekkta orsök. Rafsígarettur hafa valdið skaða á lungnablöðrum ófárra unglinga. Það vekur óhug þar sem um 15% barna í tíunda bekk reykja rafsígarettur samkvæmt nýrri skýrslu. Þetta hlutfall gæti verið hærra því einhverjir þora ekki að segja rétt frá. Unglingar eru á viðkvæmu þroskaskeiði. Á sama tíma og þeir eru að undirbúa sjálfstæði sitt er þeim hættara við að taka ákvarðanir út frá hvatvísi því framheili þeirra tekur síðast út þroska. Taugafrumur heilans eru ekki fullvíraðar sem gerir þeim auk þess hættara við að ánetjast fíkniefnum. Nú heyrum við að yfirvöld vilji skoða reglur um sölu á rafsígarettum. Erum við að fara í annað asbestferli þar sem málið mun taka áratugi áður en almennilega er tekið á þessu? Í San Francisco er búið að banna sölu á rafsígarettum. Það má fara milliveg og selja einungis rafsígarettur í apótekum sem tól til að hætta sígarettureykingum, enda voru þær upphaflega ætlaðar til þess. Sveitarfélög geta tekið á þessum málum ef Alþingi hefur hvorki kjark né dug til að afstýra þessu lýðheilsuslysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Asbest var lengi álitið afbragðs einangrunar- og byggingarefni. Um 1935 var orðið ljóst að þeim sem vinna við asbest er hættara við lungnasjúkdómum sem koma fram á 10-15 árum. Þrátt fyrir það liðu sjötíu ár þar til allsherjarbann við notkun asbests gekk í gildi árið 2005. Lungun eru í lykilhlutverki. Á hverjum sólarhring andar þú meira en 4.000 lítrum af andrúmslofti. Ummál lungna er á við tennisvöll sem sýnir hversu gríðarlega mikilvægt er fyrir líkamann að fá nægt súrefni. Ef lungnablöðrurnar eyðileggjast þá kafnar viðkomandi. Nú er kominn fram nýr lungnasjúkdómur með þekkta orsök. Rafsígarettur hafa valdið skaða á lungnablöðrum ófárra unglinga. Það vekur óhug þar sem um 15% barna í tíunda bekk reykja rafsígarettur samkvæmt nýrri skýrslu. Þetta hlutfall gæti verið hærra því einhverjir þora ekki að segja rétt frá. Unglingar eru á viðkvæmu þroskaskeiði. Á sama tíma og þeir eru að undirbúa sjálfstæði sitt er þeim hættara við að taka ákvarðanir út frá hvatvísi því framheili þeirra tekur síðast út þroska. Taugafrumur heilans eru ekki fullvíraðar sem gerir þeim auk þess hættara við að ánetjast fíkniefnum. Nú heyrum við að yfirvöld vilji skoða reglur um sölu á rafsígarettum. Erum við að fara í annað asbestferli þar sem málið mun taka áratugi áður en almennilega er tekið á þessu? Í San Francisco er búið að banna sölu á rafsígarettum. Það má fara milliveg og selja einungis rafsígarettur í apótekum sem tól til að hætta sígarettureykingum, enda voru þær upphaflega ætlaðar til þess. Sveitarfélög geta tekið á þessum málum ef Alþingi hefur hvorki kjark né dug til að afstýra þessu lýðheilsuslysi.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar