Þúsundir kröfðust sjálfstæðis Skotlands í Edinborg Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2019 23:30 Skoskir fánar voru áberandi í göngunni í dag. Þar mátti líka sjá einstaka ESB-fána. AP Þúsundir manna komu saman á götum Edinborgar í Skotlandi fyrr í dag til að krefjast þess að Skotland lýsi yfir sjálfstæði. Nú þegar örfáar vikur eru að óbreyttu þar til að Bretland gengur úr Evrópusambandinu virðist sem að sjálfstæðissinnar í Skotlandi hafi sett í næsta gír í baráttunni. Mótmælendur voru margir klæddir skotapilsi og gengu með skoska fánann. Sagði Peter Johnston, einn skipuleggjenda göngunnar í dag, að Skotland verði ávallt í aftursætinu hjá Stóra-Bretlandi. Landið myndi fyrst ná að blómstra almennilega sem sjálfstætt ríki.pic.twitter.com/CRQHIE9l0x — Derrick Farnell (@derrickfarnell) October 5, 2019Skipuleggjendur göngunnar segja að 200 þúsund manns hafi tekið þátt í göngunni í dag, þó að lögregla hafi ekki endilega reiknað svo marga. Var gengið frá Holyrood Part og að The Meadows þar sem kröfufundur fór fram. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2014 greiddu 55 prósent Skota gegn því að lýsa yfir sjálfstæði. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og forsætisráðherra Skotlands, segir að fyrirhuguð útganga Bretlands úr ESB breyti hins vegar forsendunum, enda sé stuðningur við ESB-aðild mikill í Skotlandi. Hefur Sturgeon krafist nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Sturgeon sagðist vera með mótmælendum „í anda“ og að ekki velkjast í nokkrum vafa. Sjálfstæði væri í nánd.Good luck to everyone marching for independence in Edinburgh later. I’m not able to be there in person today, but I will be with you in spirit. Have a great day. And be in no doubt - independence is coming. #indyref — Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) October 5, 2019 Bretland Skotland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Þúsundir manna komu saman á götum Edinborgar í Skotlandi fyrr í dag til að krefjast þess að Skotland lýsi yfir sjálfstæði. Nú þegar örfáar vikur eru að óbreyttu þar til að Bretland gengur úr Evrópusambandinu virðist sem að sjálfstæðissinnar í Skotlandi hafi sett í næsta gír í baráttunni. Mótmælendur voru margir klæddir skotapilsi og gengu með skoska fánann. Sagði Peter Johnston, einn skipuleggjenda göngunnar í dag, að Skotland verði ávallt í aftursætinu hjá Stóra-Bretlandi. Landið myndi fyrst ná að blómstra almennilega sem sjálfstætt ríki.pic.twitter.com/CRQHIE9l0x — Derrick Farnell (@derrickfarnell) October 5, 2019Skipuleggjendur göngunnar segja að 200 þúsund manns hafi tekið þátt í göngunni í dag, þó að lögregla hafi ekki endilega reiknað svo marga. Var gengið frá Holyrood Part og að The Meadows þar sem kröfufundur fór fram. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2014 greiddu 55 prósent Skota gegn því að lýsa yfir sjálfstæði. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og forsætisráðherra Skotlands, segir að fyrirhuguð útganga Bretlands úr ESB breyti hins vegar forsendunum, enda sé stuðningur við ESB-aðild mikill í Skotlandi. Hefur Sturgeon krafist nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Sturgeon sagðist vera með mótmælendum „í anda“ og að ekki velkjast í nokkrum vafa. Sjálfstæði væri í nánd.Good luck to everyone marching for independence in Edinburgh later. I’m not able to be there in person today, but I will be with you in spirit. Have a great day. And be in no doubt - independence is coming. #indyref — Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) October 5, 2019
Bretland Skotland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira