Einfaldar kenningar Sif Sigmarsdóttir skrifar 5. október 2019 09:30 Tíu ár eru síðan kenning blaðamannsins Malcolm Gladwell tröllreið popp-vísindaheiminum og breytti því hvaða augum við lítum velgengni. Í bókinni Outliers: The story of success fjallaði Gladwell um rannsókn sem átti að sýna fram á hina einu réttu leið til að ná árangri. Formúlan var einföld. Til að slá í gegn þurfti maður aðeins að æfa sig í tíu þúsund klukkustundir. Hvort sem um var að ræða viðskiptajöfra, íþróttafólk, listamenn, vísindamenn eða glæpamenn tók það viðkomandi tíu þúsund klukkustundir að komast til metorða á sínu sviði. Máli sínu til stuðnings nefndi Gladwell ýmis dæmi. Bítlarnir urðu ekki heimsfræg hljómsveit fyrr en þeir höfðu spilað á 1.200 tónleikum í tíu þúsund klukkustundir í Hamborg í Þýskalandi. Mozart varð ekki almennilegt tónskáld fyrr en hann hafði æft tónsmíðar í tíu þúsund klukkustundir. Bill Gates eyddi tíu þúsund klukkustundum af unglingsárum sínum í að forrita á frumstæða tölvu sem hann fékk aðgang að í gagnfræðaskólanum sínum. Rannsóknin sem fullyrðing Gladwells er byggð á var gerð árið 1993 í Tónlistarakademíunni í Berlín. Hópi nemenda var skipt í þrennt eftir getu: 1) Þeir sem talið var að yrðu fremstir á sínu sviði. 2) Þeir sem gætu orðið góðir. 3) Þeir sem myndu aldrei starfa sem tónlistarmenn. Niðurstaða rannsóknarinnar var skýr: Æfingin skapar meistarann. Niðurstöðurnar sýndu að þeir í fyrsta flokknum höfðu þegar æft sig í tíu þúsund klukkustundir, þeir í öðrum flokknum átta þúsund og þeir í þeim þriðja fjögur þúsund. Enginn var svo náttúrulega góður að komast í flokk eitt án æfingar. Enginn var svo hæfileikalaus að enda í flokki tvö eða þrjú þrátt fyrir að hafa æft í tíu þúsund klukkustundir. En rannsóknin var fúsk. Í grein í nýjasta hefti vísindaritsins Royal Society Open Science hrekur sálfræðiprófessor við Case Western Reserve háskólann í Bandaríkjunum niðurstöðurnar. Brooke Macnamara segir aðferðafræðina hafa verið meingallaða. Ekki nóg með það. Þegar Macnamara og samstarfsfólk hennar endurtóku upphaflegu rannsóknina kom í ljós að þeir sem sköruðu fram úr æfðu sig í færri klukkustundir en eftirbátar þeirra. Kenning Malcolm Gladwell er fallin. Heimsbyggðin hefur orðið af grípandi sjálfsræktar-heilræði sem grópa má í segul og hengja á ísskápinn. En úr ösku lífsreglunnar um 10.000 klukkustundirnar rís annað hollráð. Ertu á ketó? Ertu að íhuga að kaupa þér rafmagnsbíl? Stærra hús? Bók um núvitund? Ertu að spá í sparnaðarráð áhrifavalda Landsbankans? Eða að hætta að borða brauð? Lastu grein í dag sem hófst á orðunum „tíu ráð til að…“? Ertu að fasta? Íhuga að flytja til útlanda? Hvers vegna vorum við svona móttækileg fyrir kenningu Gladwell um velgengni? Hvað útskýrir vinsældir hugmyndarinnar um klukkustundirnar 10.000? Brooke Macnamara segir einfaldleika hennar hafa legið vinsældunum til grundvallar. „Ef maður æfir sig í einhverju verður maður betri í því en maður var í gær,“ segir Macnamara. „En maður verður ekki sjálfkrafa betri en nágranninn eða hinir nemendurnir í fiðlutímanum.“ Macnamara segir Gladwell „falla í þá gryfju að leita að einni orsök fyrir flókinni mannlegri hegðun“ sem sé rökvilla. „Mannleg hæfni er flókin og fjöldi þátta spilar inn í, bæði umhverfisþættir og erfðir. Hvernig þessir þættir spila saman stýrir því hvernig ólíkum einstaklingum reiðir af.“ Stærra hús er ekki lykillinn að hamingjunni; ekki heldur bók um núvitund. Rafmagnsbíllinn er ekki lausnin á loftslagsvandandanum og það er engin einföld uppskrift að velgengni. Af misheppnaðri kenningu Gladwell um velgengni má þó kannski einmitt læra mikilvæga lexíu um velgengni á öllum sviðum: Varast ber einfaldar, algildar kenningar. Það er einföld og algild kenning sem passar vel á ísskápssegul. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Tíu ár eru síðan kenning blaðamannsins Malcolm Gladwell tröllreið popp-vísindaheiminum og breytti því hvaða augum við lítum velgengni. Í bókinni Outliers: The story of success fjallaði Gladwell um rannsókn sem átti að sýna fram á hina einu réttu leið til að ná árangri. Formúlan var einföld. Til að slá í gegn þurfti maður aðeins að æfa sig í tíu þúsund klukkustundir. Hvort sem um var að ræða viðskiptajöfra, íþróttafólk, listamenn, vísindamenn eða glæpamenn tók það viðkomandi tíu þúsund klukkustundir að komast til metorða á sínu sviði. Máli sínu til stuðnings nefndi Gladwell ýmis dæmi. Bítlarnir urðu ekki heimsfræg hljómsveit fyrr en þeir höfðu spilað á 1.200 tónleikum í tíu þúsund klukkustundir í Hamborg í Þýskalandi. Mozart varð ekki almennilegt tónskáld fyrr en hann hafði æft tónsmíðar í tíu þúsund klukkustundir. Bill Gates eyddi tíu þúsund klukkustundum af unglingsárum sínum í að forrita á frumstæða tölvu sem hann fékk aðgang að í gagnfræðaskólanum sínum. Rannsóknin sem fullyrðing Gladwells er byggð á var gerð árið 1993 í Tónlistarakademíunni í Berlín. Hópi nemenda var skipt í þrennt eftir getu: 1) Þeir sem talið var að yrðu fremstir á sínu sviði. 2) Þeir sem gætu orðið góðir. 3) Þeir sem myndu aldrei starfa sem tónlistarmenn. Niðurstaða rannsóknarinnar var skýr: Æfingin skapar meistarann. Niðurstöðurnar sýndu að þeir í fyrsta flokknum höfðu þegar æft sig í tíu þúsund klukkustundir, þeir í öðrum flokknum átta þúsund og þeir í þeim þriðja fjögur þúsund. Enginn var svo náttúrulega góður að komast í flokk eitt án æfingar. Enginn var svo hæfileikalaus að enda í flokki tvö eða þrjú þrátt fyrir að hafa æft í tíu þúsund klukkustundir. En rannsóknin var fúsk. Í grein í nýjasta hefti vísindaritsins Royal Society Open Science hrekur sálfræðiprófessor við Case Western Reserve háskólann í Bandaríkjunum niðurstöðurnar. Brooke Macnamara segir aðferðafræðina hafa verið meingallaða. Ekki nóg með það. Þegar Macnamara og samstarfsfólk hennar endurtóku upphaflegu rannsóknina kom í ljós að þeir sem sköruðu fram úr æfðu sig í færri klukkustundir en eftirbátar þeirra. Kenning Malcolm Gladwell er fallin. Heimsbyggðin hefur orðið af grípandi sjálfsræktar-heilræði sem grópa má í segul og hengja á ísskápinn. En úr ösku lífsreglunnar um 10.000 klukkustundirnar rís annað hollráð. Ertu á ketó? Ertu að íhuga að kaupa þér rafmagnsbíl? Stærra hús? Bók um núvitund? Ertu að spá í sparnaðarráð áhrifavalda Landsbankans? Eða að hætta að borða brauð? Lastu grein í dag sem hófst á orðunum „tíu ráð til að…“? Ertu að fasta? Íhuga að flytja til útlanda? Hvers vegna vorum við svona móttækileg fyrir kenningu Gladwell um velgengni? Hvað útskýrir vinsældir hugmyndarinnar um klukkustundirnar 10.000? Brooke Macnamara segir einfaldleika hennar hafa legið vinsældunum til grundvallar. „Ef maður æfir sig í einhverju verður maður betri í því en maður var í gær,“ segir Macnamara. „En maður verður ekki sjálfkrafa betri en nágranninn eða hinir nemendurnir í fiðlutímanum.“ Macnamara segir Gladwell „falla í þá gryfju að leita að einni orsök fyrir flókinni mannlegri hegðun“ sem sé rökvilla. „Mannleg hæfni er flókin og fjöldi þátta spilar inn í, bæði umhverfisþættir og erfðir. Hvernig þessir þættir spila saman stýrir því hvernig ólíkum einstaklingum reiðir af.“ Stærra hús er ekki lykillinn að hamingjunni; ekki heldur bók um núvitund. Rafmagnsbíllinn er ekki lausnin á loftslagsvandandanum og það er engin einföld uppskrift að velgengni. Af misheppnaðri kenningu Gladwell um velgengni má þó kannski einmitt læra mikilvæga lexíu um velgengni á öllum sviðum: Varast ber einfaldar, algildar kenningar. Það er einföld og algild kenning sem passar vel á ísskápssegul.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun