Einfaldar kenningar Sif Sigmarsdóttir skrifar 5. október 2019 09:30 Tíu ár eru síðan kenning blaðamannsins Malcolm Gladwell tröllreið popp-vísindaheiminum og breytti því hvaða augum við lítum velgengni. Í bókinni Outliers: The story of success fjallaði Gladwell um rannsókn sem átti að sýna fram á hina einu réttu leið til að ná árangri. Formúlan var einföld. Til að slá í gegn þurfti maður aðeins að æfa sig í tíu þúsund klukkustundir. Hvort sem um var að ræða viðskiptajöfra, íþróttafólk, listamenn, vísindamenn eða glæpamenn tók það viðkomandi tíu þúsund klukkustundir að komast til metorða á sínu sviði. Máli sínu til stuðnings nefndi Gladwell ýmis dæmi. Bítlarnir urðu ekki heimsfræg hljómsveit fyrr en þeir höfðu spilað á 1.200 tónleikum í tíu þúsund klukkustundir í Hamborg í Þýskalandi. Mozart varð ekki almennilegt tónskáld fyrr en hann hafði æft tónsmíðar í tíu þúsund klukkustundir. Bill Gates eyddi tíu þúsund klukkustundum af unglingsárum sínum í að forrita á frumstæða tölvu sem hann fékk aðgang að í gagnfræðaskólanum sínum. Rannsóknin sem fullyrðing Gladwells er byggð á var gerð árið 1993 í Tónlistarakademíunni í Berlín. Hópi nemenda var skipt í þrennt eftir getu: 1) Þeir sem talið var að yrðu fremstir á sínu sviði. 2) Þeir sem gætu orðið góðir. 3) Þeir sem myndu aldrei starfa sem tónlistarmenn. Niðurstaða rannsóknarinnar var skýr: Æfingin skapar meistarann. Niðurstöðurnar sýndu að þeir í fyrsta flokknum höfðu þegar æft sig í tíu þúsund klukkustundir, þeir í öðrum flokknum átta þúsund og þeir í þeim þriðja fjögur þúsund. Enginn var svo náttúrulega góður að komast í flokk eitt án æfingar. Enginn var svo hæfileikalaus að enda í flokki tvö eða þrjú þrátt fyrir að hafa æft í tíu þúsund klukkustundir. En rannsóknin var fúsk. Í grein í nýjasta hefti vísindaritsins Royal Society Open Science hrekur sálfræðiprófessor við Case Western Reserve háskólann í Bandaríkjunum niðurstöðurnar. Brooke Macnamara segir aðferðafræðina hafa verið meingallaða. Ekki nóg með það. Þegar Macnamara og samstarfsfólk hennar endurtóku upphaflegu rannsóknina kom í ljós að þeir sem sköruðu fram úr æfðu sig í færri klukkustundir en eftirbátar þeirra. Kenning Malcolm Gladwell er fallin. Heimsbyggðin hefur orðið af grípandi sjálfsræktar-heilræði sem grópa má í segul og hengja á ísskápinn. En úr ösku lífsreglunnar um 10.000 klukkustundirnar rís annað hollráð. Ertu á ketó? Ertu að íhuga að kaupa þér rafmagnsbíl? Stærra hús? Bók um núvitund? Ertu að spá í sparnaðarráð áhrifavalda Landsbankans? Eða að hætta að borða brauð? Lastu grein í dag sem hófst á orðunum „tíu ráð til að…“? Ertu að fasta? Íhuga að flytja til útlanda? Hvers vegna vorum við svona móttækileg fyrir kenningu Gladwell um velgengni? Hvað útskýrir vinsældir hugmyndarinnar um klukkustundirnar 10.000? Brooke Macnamara segir einfaldleika hennar hafa legið vinsældunum til grundvallar. „Ef maður æfir sig í einhverju verður maður betri í því en maður var í gær,“ segir Macnamara. „En maður verður ekki sjálfkrafa betri en nágranninn eða hinir nemendurnir í fiðlutímanum.“ Macnamara segir Gladwell „falla í þá gryfju að leita að einni orsök fyrir flókinni mannlegri hegðun“ sem sé rökvilla. „Mannleg hæfni er flókin og fjöldi þátta spilar inn í, bæði umhverfisþættir og erfðir. Hvernig þessir þættir spila saman stýrir því hvernig ólíkum einstaklingum reiðir af.“ Stærra hús er ekki lykillinn að hamingjunni; ekki heldur bók um núvitund. Rafmagnsbíllinn er ekki lausnin á loftslagsvandandanum og það er engin einföld uppskrift að velgengni. Af misheppnaðri kenningu Gladwell um velgengni má þó kannski einmitt læra mikilvæga lexíu um velgengni á öllum sviðum: Varast ber einfaldar, algildar kenningar. Það er einföld og algild kenning sem passar vel á ísskápssegul. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Tíu ár eru síðan kenning blaðamannsins Malcolm Gladwell tröllreið popp-vísindaheiminum og breytti því hvaða augum við lítum velgengni. Í bókinni Outliers: The story of success fjallaði Gladwell um rannsókn sem átti að sýna fram á hina einu réttu leið til að ná árangri. Formúlan var einföld. Til að slá í gegn þurfti maður aðeins að æfa sig í tíu þúsund klukkustundir. Hvort sem um var að ræða viðskiptajöfra, íþróttafólk, listamenn, vísindamenn eða glæpamenn tók það viðkomandi tíu þúsund klukkustundir að komast til metorða á sínu sviði. Máli sínu til stuðnings nefndi Gladwell ýmis dæmi. Bítlarnir urðu ekki heimsfræg hljómsveit fyrr en þeir höfðu spilað á 1.200 tónleikum í tíu þúsund klukkustundir í Hamborg í Þýskalandi. Mozart varð ekki almennilegt tónskáld fyrr en hann hafði æft tónsmíðar í tíu þúsund klukkustundir. Bill Gates eyddi tíu þúsund klukkustundum af unglingsárum sínum í að forrita á frumstæða tölvu sem hann fékk aðgang að í gagnfræðaskólanum sínum. Rannsóknin sem fullyrðing Gladwells er byggð á var gerð árið 1993 í Tónlistarakademíunni í Berlín. Hópi nemenda var skipt í þrennt eftir getu: 1) Þeir sem talið var að yrðu fremstir á sínu sviði. 2) Þeir sem gætu orðið góðir. 3) Þeir sem myndu aldrei starfa sem tónlistarmenn. Niðurstaða rannsóknarinnar var skýr: Æfingin skapar meistarann. Niðurstöðurnar sýndu að þeir í fyrsta flokknum höfðu þegar æft sig í tíu þúsund klukkustundir, þeir í öðrum flokknum átta þúsund og þeir í þeim þriðja fjögur þúsund. Enginn var svo náttúrulega góður að komast í flokk eitt án æfingar. Enginn var svo hæfileikalaus að enda í flokki tvö eða þrjú þrátt fyrir að hafa æft í tíu þúsund klukkustundir. En rannsóknin var fúsk. Í grein í nýjasta hefti vísindaritsins Royal Society Open Science hrekur sálfræðiprófessor við Case Western Reserve háskólann í Bandaríkjunum niðurstöðurnar. Brooke Macnamara segir aðferðafræðina hafa verið meingallaða. Ekki nóg með það. Þegar Macnamara og samstarfsfólk hennar endurtóku upphaflegu rannsóknina kom í ljós að þeir sem sköruðu fram úr æfðu sig í færri klukkustundir en eftirbátar þeirra. Kenning Malcolm Gladwell er fallin. Heimsbyggðin hefur orðið af grípandi sjálfsræktar-heilræði sem grópa má í segul og hengja á ísskápinn. En úr ösku lífsreglunnar um 10.000 klukkustundirnar rís annað hollráð. Ertu á ketó? Ertu að íhuga að kaupa þér rafmagnsbíl? Stærra hús? Bók um núvitund? Ertu að spá í sparnaðarráð áhrifavalda Landsbankans? Eða að hætta að borða brauð? Lastu grein í dag sem hófst á orðunum „tíu ráð til að…“? Ertu að fasta? Íhuga að flytja til útlanda? Hvers vegna vorum við svona móttækileg fyrir kenningu Gladwell um velgengni? Hvað útskýrir vinsældir hugmyndarinnar um klukkustundirnar 10.000? Brooke Macnamara segir einfaldleika hennar hafa legið vinsældunum til grundvallar. „Ef maður æfir sig í einhverju verður maður betri í því en maður var í gær,“ segir Macnamara. „En maður verður ekki sjálfkrafa betri en nágranninn eða hinir nemendurnir í fiðlutímanum.“ Macnamara segir Gladwell „falla í þá gryfju að leita að einni orsök fyrir flókinni mannlegri hegðun“ sem sé rökvilla. „Mannleg hæfni er flókin og fjöldi þátta spilar inn í, bæði umhverfisþættir og erfðir. Hvernig þessir þættir spila saman stýrir því hvernig ólíkum einstaklingum reiðir af.“ Stærra hús er ekki lykillinn að hamingjunni; ekki heldur bók um núvitund. Rafmagnsbíllinn er ekki lausnin á loftslagsvandandanum og það er engin einföld uppskrift að velgengni. Af misheppnaðri kenningu Gladwell um velgengni má þó kannski einmitt læra mikilvæga lexíu um velgengni á öllum sviðum: Varast ber einfaldar, algildar kenningar. Það er einföld og algild kenning sem passar vel á ísskápssegul.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun