Hópuppsagnir! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 3. október 2019 09:45 Það er alltaf erfitt að heyra þegar hópuppsagnir verða í okkar litla samfélagi. Nú síðast var öllu starfsfólki Ísfisks á Akranesi sagt upp störfum. Þær uppsagnir bætast svo ofan á uppsagnir fjármálafyrirtækja í lok síðasta mánaðar ásamt uppsögnum hjá Íslandspósti og Icelandair. Ég var viðstödd þegar fiskvinnslan á Akranesi hóf rekstur fyrir rúmum tveimur árum þar sem bjartsýni ríkti með framhaldið og eru miklar vonir bundnar við að hægt verði að koma vinnslu þar aftur í gang. Hópuppsagnir eru núna orðnar fleiri á þessu ári en á öllu síðasta ári og samkvæmt könnun sem Samtök atvinnulífsins létu framkvæma er það mat stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins að starfsmönnum þeirra gæti fækkað um 0,5 prósent næsta hálfa árið. Flestir þeirra sem misstu vinnuna á Akranesi í byrjun vikunnar höfðu áður misst vinnuna þegar HB Grandi hætti allri starfsemi í plássinu fyrir tveimur árum síðan. Þegar þetta er allt tekið saman þá er útlitið ekki gott. En stjórnendur hjá Ísfiski vonast enn til að uppsagnirnar geti gengið til baka og það er einnig von mín að það gangi eftir. Til að tryggja megi byggð alls staðar á landinu verður að tryggja atvinnu alls staðar á landinu. Akranes er steinsnar frá höfuðborginni og margir sækja atvinnu þangað, en það hlýtur að vera markmiðið að fólk geti unnið í sinni heimabyggð. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða starfsmenn fjármálafyrirtækja eða í fiskvinnslu. Það eru þó jákvæð merki annars staðar frá. Hið opinbera vinnur gegn niðursveiflunni með því auka fjárfestingar, þær hafa ekki verið hærri sem hlutfall af verðmætasköpun í landinu frá því fyrir hrun. Þá mun tryggingagjaldið lækka um áramót sem og tekjuskattur einstaklinga. Á miðvikudagsmorgun lækkaði svo Seðlabankinn stýrivexti í þriðja sinn á árinu og hafa þeir aldrei verið lægri. Þessi atriði auk annarra aðgerða munu leiða til þess að þessi tímabundni samdráttur mun vonandi verða stuttur. Þó eru enn margir óvissuþættir. Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína gæti leitt til samdráttar í helstu viðskiptalöndum Íslands, útganga Breta úr Evrópusambandinu gæti haft slæmar afleiðingar hér á landi sem og áframhaldandi óvissa er með loðnuveiðar á næsta ári. Góðar fregnir eru hins vegar víða, á næsta ári gæti fiskeldi skilað álíka miklum tekjum og loðnuvertíð í þjóðarbúið. Þó að samdráttur hafi verið í komum ferðamanna þá hefur nýting á hótelum ekki versnað frá því í fyrra auk þess sem hver ferðamaður skilur eftir fleiri krónur árið 2019 en hann gerði 2018. Efnahagsleg staða landsins er sterk og einstaklingar, fyrirtæki og þjóðarbúið hafa verið að greiða niður skuldir. Það er því full ástæða til að vera bjartsýn á fjölbreytt tækifæri á vinnumarkaði þó uppsagnir slái hvern einstakling hart sem fyrir þeim verður og því brýnt að styðja það fólk með vinnumarkaðsaðgerðum eins og endurmenntun til að takast á við örar breytingar á vinnumarkaði.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akranes Lilja Rafney Magnúsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Það er alltaf erfitt að heyra þegar hópuppsagnir verða í okkar litla samfélagi. Nú síðast var öllu starfsfólki Ísfisks á Akranesi sagt upp störfum. Þær uppsagnir bætast svo ofan á uppsagnir fjármálafyrirtækja í lok síðasta mánaðar ásamt uppsögnum hjá Íslandspósti og Icelandair. Ég var viðstödd þegar fiskvinnslan á Akranesi hóf rekstur fyrir rúmum tveimur árum þar sem bjartsýni ríkti með framhaldið og eru miklar vonir bundnar við að hægt verði að koma vinnslu þar aftur í gang. Hópuppsagnir eru núna orðnar fleiri á þessu ári en á öllu síðasta ári og samkvæmt könnun sem Samtök atvinnulífsins létu framkvæma er það mat stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins að starfsmönnum þeirra gæti fækkað um 0,5 prósent næsta hálfa árið. Flestir þeirra sem misstu vinnuna á Akranesi í byrjun vikunnar höfðu áður misst vinnuna þegar HB Grandi hætti allri starfsemi í plássinu fyrir tveimur árum síðan. Þegar þetta er allt tekið saman þá er útlitið ekki gott. En stjórnendur hjá Ísfiski vonast enn til að uppsagnirnar geti gengið til baka og það er einnig von mín að það gangi eftir. Til að tryggja megi byggð alls staðar á landinu verður að tryggja atvinnu alls staðar á landinu. Akranes er steinsnar frá höfuðborginni og margir sækja atvinnu þangað, en það hlýtur að vera markmiðið að fólk geti unnið í sinni heimabyggð. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða starfsmenn fjármálafyrirtækja eða í fiskvinnslu. Það eru þó jákvæð merki annars staðar frá. Hið opinbera vinnur gegn niðursveiflunni með því auka fjárfestingar, þær hafa ekki verið hærri sem hlutfall af verðmætasköpun í landinu frá því fyrir hrun. Þá mun tryggingagjaldið lækka um áramót sem og tekjuskattur einstaklinga. Á miðvikudagsmorgun lækkaði svo Seðlabankinn stýrivexti í þriðja sinn á árinu og hafa þeir aldrei verið lægri. Þessi atriði auk annarra aðgerða munu leiða til þess að þessi tímabundni samdráttur mun vonandi verða stuttur. Þó eru enn margir óvissuþættir. Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína gæti leitt til samdráttar í helstu viðskiptalöndum Íslands, útganga Breta úr Evrópusambandinu gæti haft slæmar afleiðingar hér á landi sem og áframhaldandi óvissa er með loðnuveiðar á næsta ári. Góðar fregnir eru hins vegar víða, á næsta ári gæti fiskeldi skilað álíka miklum tekjum og loðnuvertíð í þjóðarbúið. Þó að samdráttur hafi verið í komum ferðamanna þá hefur nýting á hótelum ekki versnað frá því í fyrra auk þess sem hver ferðamaður skilur eftir fleiri krónur árið 2019 en hann gerði 2018. Efnahagsleg staða landsins er sterk og einstaklingar, fyrirtæki og þjóðarbúið hafa verið að greiða niður skuldir. Það er því full ástæða til að vera bjartsýn á fjölbreytt tækifæri á vinnumarkaði þó uppsagnir slái hvern einstakling hart sem fyrir þeim verður og því brýnt að styðja það fólk með vinnumarkaðsaðgerðum eins og endurmenntun til að takast á við örar breytingar á vinnumarkaði.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar Alþingis.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun