Innlent

Byggðastofnun svarar lánabeiðni Ísfisks innan nokkurra vikna

Heimir Már Pétursson skrifar
Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar staðfestir að ósk um fyrirgreiðslu frá Ísfiski hafi borist hinn 11. september.
Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar staðfestir að ósk um fyrirgreiðslu frá Ísfiski hafi borist hinn 11. september.
Byggðastofnun reiknar með að afgreiða lánabeiðni Ísfisks á Akranesi innan nokkurra vikna en öllu starfsfólki fyrirtækisins var sagt upp í vikunni vegna rekstrarerfiðleika.

Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar staðfestir að ósk um fyrirgreiðslu frá Ísfiski hafi borist hinn 11. september. Hvort orðið verði við beiðni fyrirtækisins ráðist af fjárhagsstöðu þess, veðum og byggðasjónarmiðum.

Fram hefur komið í fjölmiðlum að fyrirtækið þurfi að endurfjármagna eldri lán. Um fimmtíu starfsmönnum var sagt upp hjá Ísfiski á mánudag og er ekki um auðugan garð að gresja á vinnumarkaðnum þar fyrir fólkið sem missti vinnuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×