Hugsað í lausnum Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 2. október 2019 07:15 Fyrir skömmu jarðaði ég góðan vin, Vilmund Þorsteinsson, 94 ára að aldri. Ég fylltist alltaf gleði þegar ég mætti honum því hann ljómaði eins og sól í heiði og kankvís svipur bar vitni um þolgæði, jákvæðni og glettni. Ég kynntist honum þegar ég jarðsöng Gunnhildi Friðriksdóttur eiginkonu hans sem hann hlúði að, ekki síst í veikindum hennar. Síðustu árin hef ég oft hugsað til Vilmundar þegar ég leggst í sjálfsvorkunn. Því hann var maður sem aldrei dvaldi við hindranir en fann alltaf leiðir. Það er ótrúleg sagan af honum þegar hann hljóp 17 ára gamall á miðri aðventu yfir fjöll og dali frá Brekknakoti í Þistilfirði til Húsavíkur til þess að taka bílprófið sitt. Þetta voru 140 km sem hann fór og náði á réttum tíma. 88 ára að aldri þurfti hann nauðsynlega að komast í mjaðmaskiptaaðgerð og við ræddum hvort hann fengi slíka þjónustu vegna kennitölunnar hans, enda fæddur 1925. En hann taldi miklu betra fyrir þjóðfélagið að halda honum á fótum en að setja hann inn á einhverja stofnun. Þegar hann hitti lækninn kom enda í ljós að hann var svo vel á sig kominn að hann fékk að fara í aðgerð á báðum mjöðmum með árs millibili. Var lærdómsríkt að fylgjast með því hvernig Vilmundur tók ábyrgð á eigin heilsu. Strax á sjúkrahótelinu eftir aðgerðina hafði hann þann háttinn á að skokka upp og niður stigana frekar en að notast við lyftu til þess að liðka sig. Kominn heim gekk hann um allt hverfið í Garðabænum og þar eð hann bjó á einni hæð fékk hann sér málningartröppur og stillti þeim upp á miðju stofugólfi til þess að geta reynt á sig og æft ganginn. Talandi um fólk sem hugsar í lausnum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu jarðaði ég góðan vin, Vilmund Þorsteinsson, 94 ára að aldri. Ég fylltist alltaf gleði þegar ég mætti honum því hann ljómaði eins og sól í heiði og kankvís svipur bar vitni um þolgæði, jákvæðni og glettni. Ég kynntist honum þegar ég jarðsöng Gunnhildi Friðriksdóttur eiginkonu hans sem hann hlúði að, ekki síst í veikindum hennar. Síðustu árin hef ég oft hugsað til Vilmundar þegar ég leggst í sjálfsvorkunn. Því hann var maður sem aldrei dvaldi við hindranir en fann alltaf leiðir. Það er ótrúleg sagan af honum þegar hann hljóp 17 ára gamall á miðri aðventu yfir fjöll og dali frá Brekknakoti í Þistilfirði til Húsavíkur til þess að taka bílprófið sitt. Þetta voru 140 km sem hann fór og náði á réttum tíma. 88 ára að aldri þurfti hann nauðsynlega að komast í mjaðmaskiptaaðgerð og við ræddum hvort hann fengi slíka þjónustu vegna kennitölunnar hans, enda fæddur 1925. En hann taldi miklu betra fyrir þjóðfélagið að halda honum á fótum en að setja hann inn á einhverja stofnun. Þegar hann hitti lækninn kom enda í ljós að hann var svo vel á sig kominn að hann fékk að fara í aðgerð á báðum mjöðmum með árs millibili. Var lærdómsríkt að fylgjast með því hvernig Vilmundur tók ábyrgð á eigin heilsu. Strax á sjúkrahótelinu eftir aðgerðina hafði hann þann háttinn á að skokka upp og niður stigana frekar en að notast við lyftu til þess að liðka sig. Kominn heim gekk hann um allt hverfið í Garðabænum og þar eð hann bjó á einni hæð fékk hann sér málningartröppur og stillti þeim upp á miðju stofugólfi til þess að geta reynt á sig og æft ganginn. Talandi um fólk sem hugsar í lausnum!
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar