Lögbann sett á þungunarrofslögin í Georgíu Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2019 23:54 Frá mótmælum gegn hjartsláttarfrumvarpinu í Atlanta í Georgíu í maí. Vísir/Getty Bandarískur alríkisdómari lagði í dag tímabundið lögbann við því að umdeild og ströng þungunarrofslög taki gildi í Georgíu. Lögin eiga að taka gildi við upphaf nýs árs og myndu banna þungunarrof, jafnvel þegar í sjöttu viku meðgöngu. Hópur mannréttindasamtaka, lækna og heilsugæslustöðva höfðuðu mál gegn ríkinu í sumar til að fá lögunum sem voru undirrituð í maí hnekkt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fram og samþykkt í fleiri ríkjum þar sem repúblikanar fara með völd. Þau hafa verið nefnd hjartsláttarfrumvörp þar sem þau kveða á um að þungunarrof sé óheimilt þegar hægt er að greina hjartslátt í fóstri. Á þeim tíma vita margar konur ekki af því að þeir séu þungaðar. Undanþágur eru þó frá lögunum í Georgíu í sumum tilfellum eins og þegar kona verður þunguð eftir nauðgun eða sifjaspell, líf móður er í hættu eða fóstrið er með alvarlega galla. Málsvarar frumvarpa af þessu tagi hafa sums staðar talað opinskátt um að þeir hafi samþykkt lögin gagngert til þess að þau yrðu felld úr gildi fyrir dómstólum. Markmið þeirra er að fá Hæstarétt Bandaríkjanna, sem nú er skipaður öruggum meirihluta íhaldsmanna, til að taka upp lögmæti laganna. Fyrir þeim vakir að hæstiréttur snúi við dómafordæminu sem lögleiddi þungunarrof í Bandaríkjunum. Lögin í Georgíu vöktu mikla athygli en þau yrðu ein þau ströngustu í Bandaríkjunum tækju þau gildi. Stórfyrirtæki hafa hótað að sniðganga Georgíu vegna þeirra og fjöldi Hollywood-stjarna hefur deilt á yfirvöld vegna þeirra. Bandaríkin Tengdar fréttir Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53 Disney íhugar að sniðganga Georgíuríki vegna þungunarrofslöggjafar Bob Iger, forstjóri Disney, segir það erfitt fyrir fyrirtækið að halda áfram framleiðslu í Georgíu í ljósi aðstæðna. 30. maí 2019 13:21 Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi. 7. maí 2019 15:07 Mest lesið Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Bandarískur alríkisdómari lagði í dag tímabundið lögbann við því að umdeild og ströng þungunarrofslög taki gildi í Georgíu. Lögin eiga að taka gildi við upphaf nýs árs og myndu banna þungunarrof, jafnvel þegar í sjöttu viku meðgöngu. Hópur mannréttindasamtaka, lækna og heilsugæslustöðva höfðuðu mál gegn ríkinu í sumar til að fá lögunum sem voru undirrituð í maí hnekkt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fram og samþykkt í fleiri ríkjum þar sem repúblikanar fara með völd. Þau hafa verið nefnd hjartsláttarfrumvörp þar sem þau kveða á um að þungunarrof sé óheimilt þegar hægt er að greina hjartslátt í fóstri. Á þeim tíma vita margar konur ekki af því að þeir séu þungaðar. Undanþágur eru þó frá lögunum í Georgíu í sumum tilfellum eins og þegar kona verður þunguð eftir nauðgun eða sifjaspell, líf móður er í hættu eða fóstrið er með alvarlega galla. Málsvarar frumvarpa af þessu tagi hafa sums staðar talað opinskátt um að þeir hafi samþykkt lögin gagngert til þess að þau yrðu felld úr gildi fyrir dómstólum. Markmið þeirra er að fá Hæstarétt Bandaríkjanna, sem nú er skipaður öruggum meirihluta íhaldsmanna, til að taka upp lögmæti laganna. Fyrir þeim vakir að hæstiréttur snúi við dómafordæminu sem lögleiddi þungunarrof í Bandaríkjunum. Lögin í Georgíu vöktu mikla athygli en þau yrðu ein þau ströngustu í Bandaríkjunum tækju þau gildi. Stórfyrirtæki hafa hótað að sniðganga Georgíu vegna þeirra og fjöldi Hollywood-stjarna hefur deilt á yfirvöld vegna þeirra.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53 Disney íhugar að sniðganga Georgíuríki vegna þungunarrofslöggjafar Bob Iger, forstjóri Disney, segir það erfitt fyrir fyrirtækið að halda áfram framleiðslu í Georgíu í ljósi aðstæðna. 30. maí 2019 13:21 Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi. 7. maí 2019 15:07 Mest lesið Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53
Disney íhugar að sniðganga Georgíuríki vegna þungunarrofslöggjafar Bob Iger, forstjóri Disney, segir það erfitt fyrir fyrirtækið að halda áfram framleiðslu í Georgíu í ljósi aðstæðna. 30. maí 2019 13:21
Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi. 7. maí 2019 15:07