Bandaríkjamenn gera loftárásir á Írani Rafn Ágúst Ragnarsson og Samúel Karl Ólason skrifa 22. júní 2025 00:01 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Þeirra á meðal neðanjarðarmiðstöðina til í Fordó til auðgunar úrans sem er grafin áttatíu metrum undir fjalli. Trump greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlinum sínum rétt í þessu. Þar segir hann Bandaríkin hafa varpað sprengjum á Fordó, Natanz og Esfahan. Allar flugvélarnar sem notaðar voru til árásanna séu komnar út fyrir íranska lofthelgi. „Fullur farmur af SPRENGJUM var varpað á aðalstöðina, Fordó. Allar flugvélarnar eru heilar á húfi og á leiðinni heim. Hamingjuóskir til hinna miklu bandarísku stríðsmanna okkar. Það er enginn annar her í heimi sem gæti hafa gert þetta. NÚ ER KOMINN TÍMI Á FRIÐ! Ég þakka athygli ykkar varðandi þetta,“ skrifar Bandaríkjaforseti. Blaðamaður fréttaveitunnar Reuters hefur eftir heimilidarmanni sínum í bandaríska hernum að B-2 Spirit sprengjuflugvélum hafi verið beitt við árásirnar. Óljóst er hve margar voru notaðar við árásirnar en Bandaríkin búa yfir nítján slíkum vélum en þær eru þær einu sem eru útbúnar til að geta varpað sprengjum af gerðinni GBU-57 eða svokölluðum byrgjabrestum. Orð Trumps í færslunni um að tími sé kominn á frið gefa til kynna að hann hafi ekki áhuga á frekari árásum á Íran. Það gæti þó breyst, svari Íranar fyrir sig með eldflauga- og drónaárásum á bandarískar herstöðvar í Mið-Austurlöndum. Ráðamenn í Íran höfðu hótað slíkum árásum, ef Bandaríkjamenn gerðu árásir á Íran. Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa þjóð sína klukkan tvö í nótt á íslenskum tíma. Í tilkynningu sinni segir hann árásina marka sögulega stund fyrir Bandaríkin, Ísrael og heiminn allan og segir Írani hljóta að gangast við því að ljúka þessu stríði að svo komnu máli. New York Times hefur eftir þremur nafnlausum írönskum embættismönnum að árásirnar á Fordó og Natanz hafi verið gerðar um klukkan ellefu á íslenskum tíma. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Íran Hernaður Donald Trump Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Trump greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlinum sínum rétt í þessu. Þar segir hann Bandaríkin hafa varpað sprengjum á Fordó, Natanz og Esfahan. Allar flugvélarnar sem notaðar voru til árásanna séu komnar út fyrir íranska lofthelgi. „Fullur farmur af SPRENGJUM var varpað á aðalstöðina, Fordó. Allar flugvélarnar eru heilar á húfi og á leiðinni heim. Hamingjuóskir til hinna miklu bandarísku stríðsmanna okkar. Það er enginn annar her í heimi sem gæti hafa gert þetta. NÚ ER KOMINN TÍMI Á FRIÐ! Ég þakka athygli ykkar varðandi þetta,“ skrifar Bandaríkjaforseti. Blaðamaður fréttaveitunnar Reuters hefur eftir heimilidarmanni sínum í bandaríska hernum að B-2 Spirit sprengjuflugvélum hafi verið beitt við árásirnar. Óljóst er hve margar voru notaðar við árásirnar en Bandaríkin búa yfir nítján slíkum vélum en þær eru þær einu sem eru útbúnar til að geta varpað sprengjum af gerðinni GBU-57 eða svokölluðum byrgjabrestum. Orð Trumps í færslunni um að tími sé kominn á frið gefa til kynna að hann hafi ekki áhuga á frekari árásum á Íran. Það gæti þó breyst, svari Íranar fyrir sig með eldflauga- og drónaárásum á bandarískar herstöðvar í Mið-Austurlöndum. Ráðamenn í Íran höfðu hótað slíkum árásum, ef Bandaríkjamenn gerðu árásir á Íran. Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa þjóð sína klukkan tvö í nótt á íslenskum tíma. Í tilkynningu sinni segir hann árásina marka sögulega stund fyrir Bandaríkin, Ísrael og heiminn allan og segir Írani hljóta að gangast við því að ljúka þessu stríði að svo komnu máli. New York Times hefur eftir þremur nafnlausum írönskum embættismönnum að árásirnar á Fordó og Natanz hafi verið gerðar um klukkan ellefu á íslenskum tíma. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Íran Hernaður Donald Trump Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira