„Maður er búinn að sækja um fullt af vinnum en fær ekkert“ Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 1. október 2019 22:00 Hátt í fimmtíu starfsmönnum fiskvinnslunnar Ísfisks á Akranesi hefur verið sagt upp eins og kom fram á Vísi í gær. Bæjaryfirvöld hafa leitað á náðir Byggðastofnunar og reyna nú að tryggja fjármögnun til þess að halda megi starfseminni gangandi. Það er mjög þungt hljóð í bæjarbúum og atvinnuhorfur þar ekki góðar. „Í gær var öllu starfsfólki sagt upp frá og með deginum í gær, þá höfum við ákveðinn tíma til þess að vinna að þessu máli og ætlum okkur að klára það á þessum tíma og draga uppsagnir til baka, gangi eftir að fjármagna “ sagði Albert Svavarsson framkvæmdastjóri Ísfisks í samtali við fréttastofu í dag. Hann segir að flutningarnir á Akranes fyrir tveimur árum hafi verið dýrir, þeir hafi þó alls ekki verið mistök. „Maður getur lent í áföllum og þá þarf maður bara að vinna úr því.“Gríðarlegt áfall Eigi fyrirtækið að lifa þarf að endurfjármagna um 150 milljón króna bankaskuld sem fallin er á gjalddaga. Þar sem lánalína frá bankanum er ekki í boði hafa fyrirtækið og bæjaryfirvöld óskað eftir fyrirgreiðslu frá Byggðarstofnun. Málið verður tekið fyrir á fundi eftir tvær vikur. Fyrirtækið sóttist einnig eftir fyrirgreiðslu frá Byggðastofnun fyrr á árinu en þá var því hafnað. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraneskaupstaðar segir að það yrði gríðarlegt áfall ef Byggðastofnun felist ekki á þetta. „Í ástandi eins og er nú, þar sem verið er að kólna í hagkerfinu, þá skiptir hvert einasta starf gríðarlega miklu máli. Við erum þarna með einstaklinga, að lang mestu leiti konur, sem að eru að ganga í gegnum það í annað skipti á tveimur árum að fá þessar sáru fréttir.“Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness.Stöð 2/EgillÓttast aðra eins tölu á næsta ári Ein þessara kvenna er Oddný Garðarsdóttir, starfsmaður Ísfisks. Hún segir að það sé „bara ömurlegt“ að vera komin aftur í þessa stöðu. Hún segir að lítið annað sé í boði. „Maður er búinn að sækja um fullt af vinnum en fær ekkert.“ Starfsfólki grunaði hvað í stefndi enda hafði það ekki verið boðað aftur til vinnu eftir sumarfrí, þar sem fyrirtækið hefur ekki viljað hefja vinnslu fyrr en fjármögnun er tryggð. Bæjarstjóri segir brýnt að fyrirtækið haldist á floti enda vofa fleiri uppsagnir yfir bænum á Grundartangasvæðinu. „Hér erum við að tala um 50 störf sem hafa farið á liðnu ári og ég geri ráð fyrir að það muni halda áfram. Ég óttast að það sé önnur eins tala framundan á næsta ári,“ segir Sævar Freyr.Oddný Garðarsdóttir, starfsmaður ÍsfisksSkjáskot/Stöð 2Mikil varnarbarátta „Þetta er grafalvarleg staða,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Það er alltaf alvarlegt þegar 60 manns missa vinnuna á einum vettvangi. Þetta væri í raun ígildi þess að 1400 manns myndu missa vinnuna á höfuðborgarsvæðinu í einni svipan. Þannig að þetta er gríðarlegt högg.“ Hann segir að eins og staðan er í dag sé alveg ljóst að það sé engin önnur störf að fá fyrir þetta fólk. „Þess vegna leggjum við gríðarlega mikla áherslu á það að þetta leysist og fyrirtækið nái að endurfjármagna sig og Byggðastofnun veiti þessu fyrirtæki lánveitingu. Við erum bara að bíða og vona það besta.“ Vilhjálmur segir að hart sé sótt að atvinnumálum á Akranesi og verja þurfi hvert einasta starf í sveitarfélaginu með kjafti og klóm. Mikil varnarbarátta sé í gangi þessa dagana. „Það munum við gera og stéttarfélagið hefur verið að velta því fyrir sér hvort að það sé að orðið tímabært að boða hér til íbúafundar þar sem að við köllum eftir aðgerðum, til dæmis þingmanna í kjördæminu. Ástandið núna er alvarlegt.“ Akranes Sjávarútvegur Vinnumarkaður Tengdar fréttir HB Grandi segir upp fleiri starfsmönnum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að með uppsögnunum nú sé nánast ekkert eftir af útgerðinni Haraldi Böðvarssyni hf., öðrum forvera HB Granda. 31. október 2018 18:21 Öllum sagt upp hjá Ísfiski á Akranesi Búið er að segja öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi upp. Um er að ræða tæplega 60 starfsmenn og var "afar erfiður“ starfsmannafundur haldinn í dag. 30. september 2019 18:22 Segir græðgi ógna búsetu á Akranesi Fiskvinnslufyrirtækið Ísfiskur á Akranesi sagði upp öllum starfsmönnum sínum í gær. 1. október 2019 08:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Hátt í fimmtíu starfsmönnum fiskvinnslunnar Ísfisks á Akranesi hefur verið sagt upp eins og kom fram á Vísi í gær. Bæjaryfirvöld hafa leitað á náðir Byggðastofnunar og reyna nú að tryggja fjármögnun til þess að halda megi starfseminni gangandi. Það er mjög þungt hljóð í bæjarbúum og atvinnuhorfur þar ekki góðar. „Í gær var öllu starfsfólki sagt upp frá og með deginum í gær, þá höfum við ákveðinn tíma til þess að vinna að þessu máli og ætlum okkur að klára það á þessum tíma og draga uppsagnir til baka, gangi eftir að fjármagna “ sagði Albert Svavarsson framkvæmdastjóri Ísfisks í samtali við fréttastofu í dag. Hann segir að flutningarnir á Akranes fyrir tveimur árum hafi verið dýrir, þeir hafi þó alls ekki verið mistök. „Maður getur lent í áföllum og þá þarf maður bara að vinna úr því.“Gríðarlegt áfall Eigi fyrirtækið að lifa þarf að endurfjármagna um 150 milljón króna bankaskuld sem fallin er á gjalddaga. Þar sem lánalína frá bankanum er ekki í boði hafa fyrirtækið og bæjaryfirvöld óskað eftir fyrirgreiðslu frá Byggðarstofnun. Málið verður tekið fyrir á fundi eftir tvær vikur. Fyrirtækið sóttist einnig eftir fyrirgreiðslu frá Byggðastofnun fyrr á árinu en þá var því hafnað. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraneskaupstaðar segir að það yrði gríðarlegt áfall ef Byggðastofnun felist ekki á þetta. „Í ástandi eins og er nú, þar sem verið er að kólna í hagkerfinu, þá skiptir hvert einasta starf gríðarlega miklu máli. Við erum þarna með einstaklinga, að lang mestu leiti konur, sem að eru að ganga í gegnum það í annað skipti á tveimur árum að fá þessar sáru fréttir.“Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness.Stöð 2/EgillÓttast aðra eins tölu á næsta ári Ein þessara kvenna er Oddný Garðarsdóttir, starfsmaður Ísfisks. Hún segir að það sé „bara ömurlegt“ að vera komin aftur í þessa stöðu. Hún segir að lítið annað sé í boði. „Maður er búinn að sækja um fullt af vinnum en fær ekkert.“ Starfsfólki grunaði hvað í stefndi enda hafði það ekki verið boðað aftur til vinnu eftir sumarfrí, þar sem fyrirtækið hefur ekki viljað hefja vinnslu fyrr en fjármögnun er tryggð. Bæjarstjóri segir brýnt að fyrirtækið haldist á floti enda vofa fleiri uppsagnir yfir bænum á Grundartangasvæðinu. „Hér erum við að tala um 50 störf sem hafa farið á liðnu ári og ég geri ráð fyrir að það muni halda áfram. Ég óttast að það sé önnur eins tala framundan á næsta ári,“ segir Sævar Freyr.Oddný Garðarsdóttir, starfsmaður ÍsfisksSkjáskot/Stöð 2Mikil varnarbarátta „Þetta er grafalvarleg staða,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Það er alltaf alvarlegt þegar 60 manns missa vinnuna á einum vettvangi. Þetta væri í raun ígildi þess að 1400 manns myndu missa vinnuna á höfuðborgarsvæðinu í einni svipan. Þannig að þetta er gríðarlegt högg.“ Hann segir að eins og staðan er í dag sé alveg ljóst að það sé engin önnur störf að fá fyrir þetta fólk. „Þess vegna leggjum við gríðarlega mikla áherslu á það að þetta leysist og fyrirtækið nái að endurfjármagna sig og Byggðastofnun veiti þessu fyrirtæki lánveitingu. Við erum bara að bíða og vona það besta.“ Vilhjálmur segir að hart sé sótt að atvinnumálum á Akranesi og verja þurfi hvert einasta starf í sveitarfélaginu með kjafti og klóm. Mikil varnarbarátta sé í gangi þessa dagana. „Það munum við gera og stéttarfélagið hefur verið að velta því fyrir sér hvort að það sé að orðið tímabært að boða hér til íbúafundar þar sem að við köllum eftir aðgerðum, til dæmis þingmanna í kjördæminu. Ástandið núna er alvarlegt.“
Akranes Sjávarútvegur Vinnumarkaður Tengdar fréttir HB Grandi segir upp fleiri starfsmönnum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að með uppsögnunum nú sé nánast ekkert eftir af útgerðinni Haraldi Böðvarssyni hf., öðrum forvera HB Granda. 31. október 2018 18:21 Öllum sagt upp hjá Ísfiski á Akranesi Búið er að segja öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi upp. Um er að ræða tæplega 60 starfsmenn og var "afar erfiður“ starfsmannafundur haldinn í dag. 30. september 2019 18:22 Segir græðgi ógna búsetu á Akranesi Fiskvinnslufyrirtækið Ísfiskur á Akranesi sagði upp öllum starfsmönnum sínum í gær. 1. október 2019 08:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
HB Grandi segir upp fleiri starfsmönnum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að með uppsögnunum nú sé nánast ekkert eftir af útgerðinni Haraldi Böðvarssyni hf., öðrum forvera HB Granda. 31. október 2018 18:21
Öllum sagt upp hjá Ísfiski á Akranesi Búið er að segja öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi upp. Um er að ræða tæplega 60 starfsmenn og var "afar erfiður“ starfsmannafundur haldinn í dag. 30. september 2019 18:22
Segir græðgi ógna búsetu á Akranesi Fiskvinnslufyrirtækið Ísfiskur á Akranesi sagði upp öllum starfsmönnum sínum í gær. 1. október 2019 08:00