Lögregla greinir frá því á Twitter að lögreglumenn hafi skotið úr byssum eftir að komið var á vettvang. Einn hefur verið handtekinn vegna málsins og hefur lögregla girt af svæðið í kringum miðstöðina.
Árásin átti sér stað í Savolax-starfsmenntamiðstöðinni í verslunarmiðstöðinni Herman. Er hana að finna um fjórum kílómetrum suður af miðborg Kuopio. Hinir slösuðu hafa verið fluttir á háskólasjúkrahúsið í borginni.
Tilkynning barst lögreglu um árásina 12.50 að staðartíma, eða 9:50 að íslenskum tíma.
Kuopio er að finna um 350 kílómetrum norður af Helsinki, höfuðborg Finnlands.