Gagnrýnir stjórnlausa útgjaldaaukningu Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. október 2019 08:00 segir Þorsteinn Víglundsson, fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd. „Ríkisstjórnin segist vera að forgangsraða í mennta- og velferðarmálum. Auðvitað er mesta aukningin í milljörðum talið í þessum málaflokkum, enda eru þetta langstærstu útgjaldaliðirnir. En þegar við horfum á hlutfallslega aukningu eru þessir liðir langt undir meðaltali,“ segir Þorsteinn Víglundsson, fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd. Þorsteinn segir það sláandi hversu mikil hlutfallsleg útgjaldaaukning sé til opinbera kerfisins og opinbers reksturs. Hann birtir í dag aðsenda grein á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is, þar sem hann gagnrýnir hið vaxandi ríkisbákn. „Þetta er bara stjórnlaus útgjaldaaukning. Áhyggjuefnið er tvíþætt. Afkoma ríkissjóðs mun versna verulega nú þegar tekið er að hægja mjög á í hagkerfinu. Þá er bara spurning hvort við séum búin að ganga of langt í útgjaldaaukningunni. Mun ríkissjóður standa undir þessu með góðu móti á næstu árum án þess að hallinn verði verulegur?“ Með þessari útgjaldaaukningu sé búið að festa í sessi skattahækkanirnar sem urðu í tíð vinstristjórnarinnar. „Þær voru rökstuddar með því að skattstofnar hefðu dregist mikið saman. Nú er skattheimta 120 milljörðum meiri á ári hverju en hún hefði verið ef skattprósentur væru þær sömu og fyrir hrun.“ Atvinnulíf og heimili hefðu gott af innspýtingu sem fælist í skattalækkunum. Vegna útgjaldaaukningar sé hins vegar ekkert svigrúm til slíks. „Hér voru tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, sem gagnrýndu mjög harkalega þessar skattahækkanir á sínum tíma. Þeir eru búnir að vera nær óslitið við völd síðan og hafa ekki gert annað heldur en í raun og veru hækkað skatta frekar.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Sjá meira
„Ríkisstjórnin segist vera að forgangsraða í mennta- og velferðarmálum. Auðvitað er mesta aukningin í milljörðum talið í þessum málaflokkum, enda eru þetta langstærstu útgjaldaliðirnir. En þegar við horfum á hlutfallslega aukningu eru þessir liðir langt undir meðaltali,“ segir Þorsteinn Víglundsson, fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd. Þorsteinn segir það sláandi hversu mikil hlutfallsleg útgjaldaaukning sé til opinbera kerfisins og opinbers reksturs. Hann birtir í dag aðsenda grein á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is, þar sem hann gagnrýnir hið vaxandi ríkisbákn. „Þetta er bara stjórnlaus útgjaldaaukning. Áhyggjuefnið er tvíþætt. Afkoma ríkissjóðs mun versna verulega nú þegar tekið er að hægja mjög á í hagkerfinu. Þá er bara spurning hvort við séum búin að ganga of langt í útgjaldaaukningunni. Mun ríkissjóður standa undir þessu með góðu móti á næstu árum án þess að hallinn verði verulegur?“ Með þessari útgjaldaaukningu sé búið að festa í sessi skattahækkanirnar sem urðu í tíð vinstristjórnarinnar. „Þær voru rökstuddar með því að skattstofnar hefðu dregist mikið saman. Nú er skattheimta 120 milljörðum meiri á ári hverju en hún hefði verið ef skattprósentur væru þær sömu og fyrir hrun.“ Atvinnulíf og heimili hefðu gott af innspýtingu sem fælist í skattalækkunum. Vegna útgjaldaaukningar sé hins vegar ekkert svigrúm til slíks. „Hér voru tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, sem gagnrýndu mjög harkalega þessar skattahækkanir á sínum tíma. Þeir eru búnir að vera nær óslitið við völd síðan og hafa ekki gert annað heldur en í raun og veru hækkað skatta frekar.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Sjá meira