Gefur orðum Klausturdólganna nýja vídd Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. október 2019 20:30 Forsætisráðherra segir sláandi hversu margar þingkonur hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi líkt og ný rannsókn sýnir. Ráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi taki málið til skoðunar. Stjórnsýslufræðingur sem vann rannsóknina segir hana gefa orðum Klausturdólganna alveg nýja vídd og sýni að konur hafi virkilega veikari stöðu en karlar í þinginu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í nýrri bók sem gefin var út í dag og heitir Um Alþingi - Hver kennir kennaranum en höfundur hennar er Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Rannsóknin var gerð meðal starfandi þingkvenna og þeirra sem nýlega hafa hætt störfum á Alþingi. Um 80% þingkvenna sögðust hafa hafa orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi, 28% fyrir kynferðislegu ofbeldi, 24% fyrir líkamlegu ofbeldi og 21% sögðust hafa orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi. „Það sem slær mig náttúrulega er að líkamlegt ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi og efnahagslegt skuli vera ívið meira en í Evrópu og það setur orð Klaustursdólgana, um að þeir veiti málum kvenna ekki framgöngu nema þeir fái þetta og þetta í staðin, það gefur þeim alveg nýja vídd. Vegna þess að mál kvenna verða síður að lögum en mál karla og þetta setur konur í það ljós að þær hafi virkilega veikari stöðu í þinginu en karlarnir,“ segir Haukur.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum í dag.Vísir/EinarKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að beita sér fyrir því að málið verði tekið upp á Alþingi. „Þetta eru auðvitað sláandi tölur og háar tölur. Ég held að það sé náttúrulega algjörlega nauðsynlegt að taka þetta til umræðu á vettvangi Alþingis,“ segir Katrín. Aðspurð um sína reynslu og annarra kvenna í kringum hana á þinginu segir Katrín kynbundna orðræðu vart fara fram hjá neinum. „Ég held að allar konur á Alþingi hafi upplifað þessa kynbundu orðræðu sem er svo áberandi. Að það er öðruvísi talað um karla og konur. Mjög margar hafi upplifað áreitni og síðan þessi háa tala um ofbeldi. Að sjálfsögðu hef ég orðið vör við þetta en eigi að síður finnst mér þessar tölur mjög háar,“ segir Katrín. Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Sjá meira
Forsætisráðherra segir sláandi hversu margar þingkonur hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi líkt og ný rannsókn sýnir. Ráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi taki málið til skoðunar. Stjórnsýslufræðingur sem vann rannsóknina segir hana gefa orðum Klausturdólganna alveg nýja vídd og sýni að konur hafi virkilega veikari stöðu en karlar í þinginu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í nýrri bók sem gefin var út í dag og heitir Um Alþingi - Hver kennir kennaranum en höfundur hennar er Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Rannsóknin var gerð meðal starfandi þingkvenna og þeirra sem nýlega hafa hætt störfum á Alþingi. Um 80% þingkvenna sögðust hafa hafa orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi, 28% fyrir kynferðislegu ofbeldi, 24% fyrir líkamlegu ofbeldi og 21% sögðust hafa orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi. „Það sem slær mig náttúrulega er að líkamlegt ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi og efnahagslegt skuli vera ívið meira en í Evrópu og það setur orð Klaustursdólgana, um að þeir veiti málum kvenna ekki framgöngu nema þeir fái þetta og þetta í staðin, það gefur þeim alveg nýja vídd. Vegna þess að mál kvenna verða síður að lögum en mál karla og þetta setur konur í það ljós að þær hafi virkilega veikari stöðu í þinginu en karlarnir,“ segir Haukur.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum í dag.Vísir/EinarKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að beita sér fyrir því að málið verði tekið upp á Alþingi. „Þetta eru auðvitað sláandi tölur og háar tölur. Ég held að það sé náttúrulega algjörlega nauðsynlegt að taka þetta til umræðu á vettvangi Alþingis,“ segir Katrín. Aðspurð um sína reynslu og annarra kvenna í kringum hana á þinginu segir Katrín kynbundna orðræðu vart fara fram hjá neinum. „Ég held að allar konur á Alþingi hafi upplifað þessa kynbundu orðræðu sem er svo áberandi. Að það er öðruvísi talað um karla og konur. Mjög margar hafi upplifað áreitni og síðan þessi háa tala um ofbeldi. Að sjálfsögðu hef ég orðið vör við þetta en eigi að síður finnst mér þessar tölur mjög háar,“ segir Katrín.
Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Sjá meira