Rauðir, gulir og grænir útúrsnúningar Dags Vigdís Hauksdóttir skrifar 16. október 2019 14:02 Það er hreint með ólíkindum hvernig Dagur B. Eggertsson er að snúa út úr fyrir kjörnum fulltrúum og blaðamönnum!!! Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Dagur reynir að gera lítið úr samstarfsfélögum sínum með því að blanda inn í umræðuna einhverju sem tengist málinu bara hreint ekki neitt. Umræðan snerist nefnilega um útboð vegna rammasamnings um stýribúnað umferðarljósa. Ekki um liti á umferðarljósum! Borgarstjóri dettur alltaf í sandkassanum! Málið snýst um að borgarstjóri er að fara fram úr sér, enda er hann búinn að sníða rammasamninginn um bættar ljósastýringar með búnaði í huga frá fyrirtækinu sem sér um búnaðinn nú þegar. Við vitum öll hvernig sá búnaður hefur virkað, eða ekki virkað. Öllu alvarlegra er að rammasamningurinn er eingöngu á vegum Reykjavíkurborgar en ekki á vegum allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eins og lagt var upp með í samgöngusamningi sveitarfélaganna. Þarna er borgarstjóri að taka fram fyrir hendurnar á Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Mér leikur forvitni á að vita hvað Rósa Guðbjartsdóttir, formaður SSH, og Vegagerðin segir um þetta mál?Í öllu falli ósiðlegt Með öðrum orðum er meirihlutinn að stýra því hvaða fyrirtæki fær verkefnið - sem er í öllu falli ósiðlegt enda verkefni upp á marga milljarða, en Reykjavíkurborg ber að gæta þess að jafnræðis sé gætt þegar farið er í útboð. Verkefnið er sameiginlegt og Reykjavíkurborg á ekki að standa í þessu einhliða en ég tel að þetta sé brot á samgöngusamningum. Samningsaðilar hljóta að setja spurningarmerki við þessi vinnubrögð, þ.e. sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið. Athygli vekur að þetta er sami meirihluti og hingað til hefur verið á móti bættri ljósastýringu, en meirihlutinn sagði ítrekað með borgarstjóra í forsvari að ljósastýringar í Reykjavík væru í fínu lagi og ekki væri hægt að bæta umferðarflæðið með bættum ljósastýringum. Þetta sagði meirihlutinn á fundum fyrir kosningar, m.a. við kjósendur. Nú virðist sem annað hljóð sé komið í strokkinn hjá þessum viðreista borgarstjóra!!!Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Það er hreint með ólíkindum hvernig Dagur B. Eggertsson er að snúa út úr fyrir kjörnum fulltrúum og blaðamönnum!!! Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Dagur reynir að gera lítið úr samstarfsfélögum sínum með því að blanda inn í umræðuna einhverju sem tengist málinu bara hreint ekki neitt. Umræðan snerist nefnilega um útboð vegna rammasamnings um stýribúnað umferðarljósa. Ekki um liti á umferðarljósum! Borgarstjóri dettur alltaf í sandkassanum! Málið snýst um að borgarstjóri er að fara fram úr sér, enda er hann búinn að sníða rammasamninginn um bættar ljósastýringar með búnaði í huga frá fyrirtækinu sem sér um búnaðinn nú þegar. Við vitum öll hvernig sá búnaður hefur virkað, eða ekki virkað. Öllu alvarlegra er að rammasamningurinn er eingöngu á vegum Reykjavíkurborgar en ekki á vegum allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eins og lagt var upp með í samgöngusamningi sveitarfélaganna. Þarna er borgarstjóri að taka fram fyrir hendurnar á Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Mér leikur forvitni á að vita hvað Rósa Guðbjartsdóttir, formaður SSH, og Vegagerðin segir um þetta mál?Í öllu falli ósiðlegt Með öðrum orðum er meirihlutinn að stýra því hvaða fyrirtæki fær verkefnið - sem er í öllu falli ósiðlegt enda verkefni upp á marga milljarða, en Reykjavíkurborg ber að gæta þess að jafnræðis sé gætt þegar farið er í útboð. Verkefnið er sameiginlegt og Reykjavíkurborg á ekki að standa í þessu einhliða en ég tel að þetta sé brot á samgöngusamningum. Samningsaðilar hljóta að setja spurningarmerki við þessi vinnubrögð, þ.e. sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið. Athygli vekur að þetta er sami meirihluti og hingað til hefur verið á móti bættri ljósastýringu, en meirihlutinn sagði ítrekað með borgarstjóra í forsvari að ljósastýringar í Reykjavík væru í fínu lagi og ekki væri hægt að bæta umferðarflæðið með bættum ljósastýringum. Þetta sagði meirihlutinn á fundum fyrir kosningar, m.a. við kjósendur. Nú virðist sem annað hljóð sé komið í strokkinn hjá þessum viðreista borgarstjóra!!!Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar