Kristinn Guðmundsson: Ég er búinn að segja við dómaranefnd að þetta sé slakasta parið Einar Kárason skrifar 15. október 2019 20:44 Kristinn vandaði dómurum leiksins ekki kveðjurnar í kvöld. Vísir/Bára ,,Þetta er drullufúlt og eitthvað sem við erum mjög ósáttir við,” sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir tapleikinn gegn Aftureldingu. ,,Við erum ekki að gera nógu vel sóknarlega síðasta korterið og lendum í vandræðum. Við erum bara drullufúlir.” Eftir jafnar upphafsmínútur tóku Eyjamenn yfir leikinn og fóru inn í hálfleikinn með fjögurra marka forustu. Hvað fór úrskeiðis í síðari hálfleiknum? ,,Ég veit það ekki. Ég á eftir að skoða það. Erfitt að hoppa í það strax eftir leik og sérstaklega ef maður er í svona vondu skapi en við erum að gera okkur erfitt fyrir og okkur er gert þetta ógeðslega erfitt fyrir líka.” Dómarar leiksins fengu að heyra það frá bæði leikmönnum og stuðningsmönnum ÍBV og Kristinn vandaði þeim ekki kveðjurnar. ,,Sko, ég er kennari. Ég legg ákveðin verkefni fyrir börnin mín og vonast eftir ákveðnum frammistöðum og eitthvað slíkt. Í sambandi við þessa tvo þá vonast ég ekki eftir neinu. Ég er búinn að segja við dómaranefnd að þetta sé slakasta parið, sérstaklega annar dómarinn í þessu pari, slakasta parið sem dæmir í þessari deild. Alveg sama hvern þú tekur. Ég get bara ekki gert meiri kröfur á þá en það sem þeir buðu upp á í dag.” ,,Sóknarleikurinn (spurður hvað fór úrskeiðis í síðari hálfleiknum). Við urðum of staðir í ákveðnum taktíkum og við þurfum að einbeita okkur að því að laga það. Það er mikilvægt fyrir okkur að skoða hvað við erum að gera og hvað við getum gert betur. Við erum að tapa fyrir hörkuliði Aftureldingar. Við unnum þá mjög dramatískt í fyrra þar sem þeir voru brjálaðir eftir leik svo þetta er svolítið sagan þegar þessi lið mætast.” ,,Við eigum hörkuleik eftir pásu svo við höfum tíma núna til að einbeita okkur að því að þróa okkar leik en meira og skapa okkur okkar eigin lukku. Við höfum svolítið verið að henda því frá okkur í síðustu tveimur leikjum og við þurfum að skoða hvað við getum gert betur í því,” sagði Kristinn að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Afturelding 23-24 | Ótrúlegur sigur Aftureldingar í Vestmannaeyjum Afturelding vann ótrúlegan eins marks sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 24-23 Mosfellingum í vil. 15. október 2019 21:15 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
,,Þetta er drullufúlt og eitthvað sem við erum mjög ósáttir við,” sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir tapleikinn gegn Aftureldingu. ,,Við erum ekki að gera nógu vel sóknarlega síðasta korterið og lendum í vandræðum. Við erum bara drullufúlir.” Eftir jafnar upphafsmínútur tóku Eyjamenn yfir leikinn og fóru inn í hálfleikinn með fjögurra marka forustu. Hvað fór úrskeiðis í síðari hálfleiknum? ,,Ég veit það ekki. Ég á eftir að skoða það. Erfitt að hoppa í það strax eftir leik og sérstaklega ef maður er í svona vondu skapi en við erum að gera okkur erfitt fyrir og okkur er gert þetta ógeðslega erfitt fyrir líka.” Dómarar leiksins fengu að heyra það frá bæði leikmönnum og stuðningsmönnum ÍBV og Kristinn vandaði þeim ekki kveðjurnar. ,,Sko, ég er kennari. Ég legg ákveðin verkefni fyrir börnin mín og vonast eftir ákveðnum frammistöðum og eitthvað slíkt. Í sambandi við þessa tvo þá vonast ég ekki eftir neinu. Ég er búinn að segja við dómaranefnd að þetta sé slakasta parið, sérstaklega annar dómarinn í þessu pari, slakasta parið sem dæmir í þessari deild. Alveg sama hvern þú tekur. Ég get bara ekki gert meiri kröfur á þá en það sem þeir buðu upp á í dag.” ,,Sóknarleikurinn (spurður hvað fór úrskeiðis í síðari hálfleiknum). Við urðum of staðir í ákveðnum taktíkum og við þurfum að einbeita okkur að því að laga það. Það er mikilvægt fyrir okkur að skoða hvað við erum að gera og hvað við getum gert betur. Við erum að tapa fyrir hörkuliði Aftureldingar. Við unnum þá mjög dramatískt í fyrra þar sem þeir voru brjálaðir eftir leik svo þetta er svolítið sagan þegar þessi lið mætast.” ,,Við eigum hörkuleik eftir pásu svo við höfum tíma núna til að einbeita okkur að því að þróa okkar leik en meira og skapa okkur okkar eigin lukku. Við höfum svolítið verið að henda því frá okkur í síðustu tveimur leikjum og við þurfum að skoða hvað við getum gert betur í því,” sagði Kristinn að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Afturelding 23-24 | Ótrúlegur sigur Aftureldingar í Vestmannaeyjum Afturelding vann ótrúlegan eins marks sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 24-23 Mosfellingum í vil. 15. október 2019 21:15 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Afturelding 23-24 | Ótrúlegur sigur Aftureldingar í Vestmannaeyjum Afturelding vann ótrúlegan eins marks sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 24-23 Mosfellingum í vil. 15. október 2019 21:15