Foreldrar verði á varðbergi gagnvart illkvitnum hrekkjum Birgir Olgeirsson skrifar 14. október 2019 22:15 Foreldrar eru áhyggjufullir vegna illkvittins hrekks sem gengur út á að losa hjól undan reiðhjólum barna. Alvarleg slys hafa orðið vegna þessa og lítur lögregla málið alvarlegum augum. Eru foreldrar hvattir til að brýna fyrir börnum að athuga vel með hjól sín. Þórunn Lárusdóttir leikkona greindi frá því í september að sonur hennar hefði tvíhandabrotnað eftir þennan hrekk. Faðir í Garðabæ greindi sömuleiðis frá því að átt hefði verið við hjól sonar hans sem slasaðist sem betur fer ekki.Á þriðjudag slasaðist drengur á tólfta ári alvarlega í Þorlákshöfn þegar eftir að hjólin höfðu verið losuð á reiðhjóli hans. Féll drengurinn af hjólinu með þeim afleiðingum að tönn brotnaði og hlaut hann stóran skurð á hökuna. Lögreglan hefur málið til rannsóknar og lítur það mjög alvarlegum augum. Heimili og skóli, landssamtök foreldra, hafa ályktað um þessi illvirki og hvatt foreldra til að vera á varðbergi. „Við vitum um þrjú alvarleg slys sem hafa orðið vegna þess að það hefur verið átt við reiðhjól, bæði fyrir utan skóla og íþróttahús. Við viljum endilega beina því til foreldra að tala við börnin sín. Bæði ekki að vera að fikta í hjólum og eins að fara með börnum yfir grundvallaratriði á hjólunum þeirra áður en þau fara af stað. Toga í bremsur, sjá að þær virki. Og horfa á „quick release-in á reiðhjólunum, að þau séu sett alltaf á sama máta og athuga hvort þau séu laus, segir Þröstur Jónasson, varaformaður Heimilis og skóla. Hann segir foreldra áhyggjufulla og vonar að þeir sem þetta gera hugsi sinn gang. „Ég vona að þetta sé meira óvitaskapur og fikt. En þetta er mjög alvarlegt mál, ég held að flestir sem einhvern tímann stíga upp á reiðhjól átti sig á því að þig langar ekkert að missa hjólið undan.“ Garðabær Lögreglumál Ölfus Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Foreldrar eru áhyggjufullir vegna illkvittins hrekks sem gengur út á að losa hjól undan reiðhjólum barna. Alvarleg slys hafa orðið vegna þessa og lítur lögregla málið alvarlegum augum. Eru foreldrar hvattir til að brýna fyrir börnum að athuga vel með hjól sín. Þórunn Lárusdóttir leikkona greindi frá því í september að sonur hennar hefði tvíhandabrotnað eftir þennan hrekk. Faðir í Garðabæ greindi sömuleiðis frá því að átt hefði verið við hjól sonar hans sem slasaðist sem betur fer ekki.Á þriðjudag slasaðist drengur á tólfta ári alvarlega í Þorlákshöfn þegar eftir að hjólin höfðu verið losuð á reiðhjóli hans. Féll drengurinn af hjólinu með þeim afleiðingum að tönn brotnaði og hlaut hann stóran skurð á hökuna. Lögreglan hefur málið til rannsóknar og lítur það mjög alvarlegum augum. Heimili og skóli, landssamtök foreldra, hafa ályktað um þessi illvirki og hvatt foreldra til að vera á varðbergi. „Við vitum um þrjú alvarleg slys sem hafa orðið vegna þess að það hefur verið átt við reiðhjól, bæði fyrir utan skóla og íþróttahús. Við viljum endilega beina því til foreldra að tala við börnin sín. Bæði ekki að vera að fikta í hjólum og eins að fara með börnum yfir grundvallaratriði á hjólunum þeirra áður en þau fara af stað. Toga í bremsur, sjá að þær virki. Og horfa á „quick release-in á reiðhjólunum, að þau séu sett alltaf á sama máta og athuga hvort þau séu laus, segir Þröstur Jónasson, varaformaður Heimilis og skóla. Hann segir foreldra áhyggjufulla og vonar að þeir sem þetta gera hugsi sinn gang. „Ég vona að þetta sé meira óvitaskapur og fikt. En þetta er mjög alvarlegt mál, ég held að flestir sem einhvern tímann stíga upp á reiðhjól átti sig á því að þig langar ekkert að missa hjólið undan.“
Garðabær Lögreglumál Ölfus Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira