Staðan á Reykjalundi kom ráðherra í opna skjöldu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2019 16:57 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra Vísir/Vilhelm Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. Áralangur stöðugleiki hafi ríkt á stofnuninni og hún hafi notið faglegs trausts. Hún hafi bæði rætt við starfsfólk og stjórnarfólk hjá SÍBS sem og við fyrrverandi stjórnarfólk. Þetta kom fram í svari Svandísar við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. Bryndís segist hafa upplifað beint í æð að þar ríki mikil óánægja og hræðsla.Sjá einnig: Nýir stjórnendur taka við á morgun Í fyrirspurn Bryndísar kom fram að Reykjalundur sé ein stærsta endurhæfingarmiðstöð landsins þar sem árlega komi um tólfhundruð manns í endurhæfingu og þar starfi á annað hundrað manns. Þá hafi stofnunin verið valin stofnun ársins árið 2017.Upplifði óánægju og hræðslu „Því miður benda fréttir síðustu daga til þess að ánægja starfsmanna hafi farið minnkandi í kjölfar uppsagnar forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga. Í heimsókn minni og háttvirts þingmanns Ólafs Þórs Gunnarssonar á Reykjalundi á föstudaginn síðastliðinn upplifðum við beint í æð þá miklu óánægju og hræðslu sem nú er allsráðandi meðal starfsmanna Reykjalundar,“ sagði Bryndís um leið og hún kallaði eftir afstöðu heilbrigðisráðherra til þeirrar stöðu sem upp er komin.Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.„Hyggst ráðherra bregðast við áskorun starfsmanna og hefur ráðherra átt í samskiptum við stjórn SÍBS og starfsmenn Reykjalundar?“ spurði Bryndís. Svandís kvaðst í svari sínu deila áhyggjum Bryndísar af þeirri stöðu sem uppi er. „Það er hins vegar svo að með lögum um opinber innkaup og lögum um sjúkratryggingar var settur ákveðinn rammi um það hvernig hið opinbera kaupir þjónustu af einkaaðilum og í raun og veru er aðkoma mín einungis í gegnum embætti landlæknis annars vegar, sem með að gera faglegt eftirlit með þjónustu, og hins vegar Sjúkratryggingar Íslands sem annast kaupin,“ sagði Svandís. Hún hafi engu að síður fylgst vel með umræðunni og sjálf átt samtöl við starfsfólk og aðra hlutaðeigandi „með það að leiðarljósi að reyna að skilja málið betur og hvetja til þess að ró komist á starfsemina fyrir þá sem þjónustunnar njóta,“ sagði Svandís. Alþingi Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fleiri fréttir Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Sjá meira
Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. Áralangur stöðugleiki hafi ríkt á stofnuninni og hún hafi notið faglegs trausts. Hún hafi bæði rætt við starfsfólk og stjórnarfólk hjá SÍBS sem og við fyrrverandi stjórnarfólk. Þetta kom fram í svari Svandísar við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. Bryndís segist hafa upplifað beint í æð að þar ríki mikil óánægja og hræðsla.Sjá einnig: Nýir stjórnendur taka við á morgun Í fyrirspurn Bryndísar kom fram að Reykjalundur sé ein stærsta endurhæfingarmiðstöð landsins þar sem árlega komi um tólfhundruð manns í endurhæfingu og þar starfi á annað hundrað manns. Þá hafi stofnunin verið valin stofnun ársins árið 2017.Upplifði óánægju og hræðslu „Því miður benda fréttir síðustu daga til þess að ánægja starfsmanna hafi farið minnkandi í kjölfar uppsagnar forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga. Í heimsókn minni og háttvirts þingmanns Ólafs Þórs Gunnarssonar á Reykjalundi á föstudaginn síðastliðinn upplifðum við beint í æð þá miklu óánægju og hræðslu sem nú er allsráðandi meðal starfsmanna Reykjalundar,“ sagði Bryndís um leið og hún kallaði eftir afstöðu heilbrigðisráðherra til þeirrar stöðu sem upp er komin.Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.„Hyggst ráðherra bregðast við áskorun starfsmanna og hefur ráðherra átt í samskiptum við stjórn SÍBS og starfsmenn Reykjalundar?“ spurði Bryndís. Svandís kvaðst í svari sínu deila áhyggjum Bryndísar af þeirri stöðu sem uppi er. „Það er hins vegar svo að með lögum um opinber innkaup og lögum um sjúkratryggingar var settur ákveðinn rammi um það hvernig hið opinbera kaupir þjónustu af einkaaðilum og í raun og veru er aðkoma mín einungis í gegnum embætti landlæknis annars vegar, sem með að gera faglegt eftirlit með þjónustu, og hins vegar Sjúkratryggingar Íslands sem annast kaupin,“ sagði Svandís. Hún hafi engu að síður fylgst vel með umræðunni og sjálf átt samtöl við starfsfólk og aðra hlutaðeigandi „með það að leiðarljósi að reyna að skilja málið betur og hvetja til þess að ró komist á starfsemina fyrir þá sem þjónustunnar njóta,“ sagði Svandís.
Alþingi Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fleiri fréttir Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Sjá meira