Evrópuríki takmarka vopnasölu til Tyrklands Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2019 14:06 Innrás Tyrkja hófst með sprengjuregni í norðanverðu Sýrlandi í síðustu viku. Vísir/EPA Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu í dag að takmarka útflutning á vopnum til Tyrklands vegna innrásar þess í norðanvert Sýrland. Nokkur ríki hafa ákveðið að hætta að selja Tyrkjum vopn en sambandið var ekki tilbúið að ganga svo langt að setja Tyrki á bannlista með löndum eins og Rússlandi og Venesúela. Tyrkir létu til skarar skríða gegn Kúrdum í norðaustanverðu Sýrlandi í síðustu viku eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að láta bandarískt herlið víkja úr vegi fyrir innrásarhernum. Ákvörðun Trump hefur verið harðlega gagnrýnd á alþjóðavettvangi og heima fyrir enda hafa hersveitir Kúrdar færst mestu fórnirnar í áralöngu stríði við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams (ISIS). Ítalir, sem seldu mest af vopnum til Tyrklands í fyrra, Frakkar og Þjóðverjar hafa allir heitið því að hætta vopnasölu og Spánverjar hafa gefið til kynna að þeir ætli að gera það sama. Áður hafa ríki eins og Holland, Finnland og Svíþjóð ákveðið að hætta að selja Tyrkjum vopn.Reuters-fréttastofan segir að aðildarríkin hafi aftur á móti hikað við að samþykkja fullgilt og lagalega bindandi vopnasölubann til Tyrklands. Með því hefðu Tyrkir farið í sama flokk og stjórnvöld í Kreml og Caracas sem Evrópusambandið lítur á sem óvinveitt ríki. Bandarískir þingmenn úr báðum flokkum vinna nú að refsiaðgerðum gegn Tyrklandi vegna innrásarinnar. Trump forseti hefur gefið til kynna að hann muni styðja þær.Saka Kúrda um að sleppa ISIS-liðum Eftir að Bandaríkjastjórn sneri bakinu við Kúrdum í Sýrlandi gerðu þeir samkomulag við ríkisstjórn Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, svarinn óvin Bandaríkjastjórnar, með milligöngu Rússa. Stjórnarher Assad hefur verið studdur Rússum og hefur verið sakaður um voðaverk, þar á meðal að beita efnavopnum gegn óbreyttum borgurum. Sýrlenski stjórnarherinn er nú kominn til Norður-Sýrlands til að hrinda innrás Tyrkja. Reuters hefur eftir embættismönnum sýrlenskra Kúrda að samkomulag þeirra við Assad og Rússa feli aðeins í sér samstöðu gegn innrásinni. Í kjölfarið bíði viðræður um ágreiningsmál á milli þeirra. Tyrkir sökuðu kúrdískar hersveitir um að tæma fangelsi þar sem þeir hafa haldið liðsmönnum Ríkis íslams. Stjórnvöld í Ankara hafa áður gert lítið úr áhyggjum vestrænna ríkja af því að ISIS-liðar gætu sloppið úr haldi Kúrda í innrásinni. Trump Bandaríkjaforseti gaf í skyn á Twitter í morgun án nokkurra sannana að Kúrdar gætu sleppt ISIS-liðum lausum til að reyna að „draga bandaríska hermenn aftur inn á svæðið“. Fullyrti forsetinn að Tyrkir eða Evrópuþjóðir gætu „auðveldlega“ handsamað þá aftur. Forsetinn hefur áður sagt að hann hafi litlar áhyggjur af flótta ISIS-liða þar sem þeir séu fjarri Bandaríkjunum og þeir myndu leita inn í Evrópu. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Formaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin með afdráttarlausum hætti fyrir þátt þeirra í því að Tyrkir réðust inn í Norður-Sýrland. 14. október 2019 12:17 Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífi Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. 13. október 2019 09:03 Þjóðarleiðtogar beina gagnrýni að Erdogan – tjá sig ekki um Trump Forseti Frakklands og kanslari Þýskalands fordæmdu í gær hernað Tyrkja í norðurhluta Sýrlands. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að senda herlið sitt heim mætir því helst gagnrýni heima fyrir. Átökin fara enn harðnandi. 14. október 2019 06:30 Assad-liðar mættir á átakasvæði Hermenn og vopnaðar sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, eru komnir á yfirráðasvæði sýrlenskra Kúrda í norðausturhluta Sýrlands. 14. október 2019 07:45 Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48 Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu í dag að takmarka útflutning á vopnum til Tyrklands vegna innrásar þess í norðanvert Sýrland. Nokkur ríki hafa ákveðið að hætta að selja Tyrkjum vopn en sambandið var ekki tilbúið að ganga svo langt að setja Tyrki á bannlista með löndum eins og Rússlandi og Venesúela. Tyrkir létu til skarar skríða gegn Kúrdum í norðaustanverðu Sýrlandi í síðustu viku eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að láta bandarískt herlið víkja úr vegi fyrir innrásarhernum. Ákvörðun Trump hefur verið harðlega gagnrýnd á alþjóðavettvangi og heima fyrir enda hafa hersveitir Kúrdar færst mestu fórnirnar í áralöngu stríði við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams (ISIS). Ítalir, sem seldu mest af vopnum til Tyrklands í fyrra, Frakkar og Þjóðverjar hafa allir heitið því að hætta vopnasölu og Spánverjar hafa gefið til kynna að þeir ætli að gera það sama. Áður hafa ríki eins og Holland, Finnland og Svíþjóð ákveðið að hætta að selja Tyrkjum vopn.Reuters-fréttastofan segir að aðildarríkin hafi aftur á móti hikað við að samþykkja fullgilt og lagalega bindandi vopnasölubann til Tyrklands. Með því hefðu Tyrkir farið í sama flokk og stjórnvöld í Kreml og Caracas sem Evrópusambandið lítur á sem óvinveitt ríki. Bandarískir þingmenn úr báðum flokkum vinna nú að refsiaðgerðum gegn Tyrklandi vegna innrásarinnar. Trump forseti hefur gefið til kynna að hann muni styðja þær.Saka Kúrda um að sleppa ISIS-liðum Eftir að Bandaríkjastjórn sneri bakinu við Kúrdum í Sýrlandi gerðu þeir samkomulag við ríkisstjórn Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, svarinn óvin Bandaríkjastjórnar, með milligöngu Rússa. Stjórnarher Assad hefur verið studdur Rússum og hefur verið sakaður um voðaverk, þar á meðal að beita efnavopnum gegn óbreyttum borgurum. Sýrlenski stjórnarherinn er nú kominn til Norður-Sýrlands til að hrinda innrás Tyrkja. Reuters hefur eftir embættismönnum sýrlenskra Kúrda að samkomulag þeirra við Assad og Rússa feli aðeins í sér samstöðu gegn innrásinni. Í kjölfarið bíði viðræður um ágreiningsmál á milli þeirra. Tyrkir sökuðu kúrdískar hersveitir um að tæma fangelsi þar sem þeir hafa haldið liðsmönnum Ríkis íslams. Stjórnvöld í Ankara hafa áður gert lítið úr áhyggjum vestrænna ríkja af því að ISIS-liðar gætu sloppið úr haldi Kúrda í innrásinni. Trump Bandaríkjaforseti gaf í skyn á Twitter í morgun án nokkurra sannana að Kúrdar gætu sleppt ISIS-liðum lausum til að reyna að „draga bandaríska hermenn aftur inn á svæðið“. Fullyrti forsetinn að Tyrkir eða Evrópuþjóðir gætu „auðveldlega“ handsamað þá aftur. Forsetinn hefur áður sagt að hann hafi litlar áhyggjur af flótta ISIS-liða þar sem þeir séu fjarri Bandaríkjunum og þeir myndu leita inn í Evrópu.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Formaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin með afdráttarlausum hætti fyrir þátt þeirra í því að Tyrkir réðust inn í Norður-Sýrland. 14. október 2019 12:17 Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífi Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. 13. október 2019 09:03 Þjóðarleiðtogar beina gagnrýni að Erdogan – tjá sig ekki um Trump Forseti Frakklands og kanslari Þýskalands fordæmdu í gær hernað Tyrkja í norðurhluta Sýrlands. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að senda herlið sitt heim mætir því helst gagnrýni heima fyrir. Átökin fara enn harðnandi. 14. október 2019 06:30 Assad-liðar mættir á átakasvæði Hermenn og vopnaðar sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, eru komnir á yfirráðasvæði sýrlenskra Kúrda í norðausturhluta Sýrlands. 14. október 2019 07:45 Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48 Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Formaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin með afdráttarlausum hætti fyrir þátt þeirra í því að Tyrkir réðust inn í Norður-Sýrland. 14. október 2019 12:17
Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífi Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. 13. október 2019 09:03
Þjóðarleiðtogar beina gagnrýni að Erdogan – tjá sig ekki um Trump Forseti Frakklands og kanslari Þýskalands fordæmdu í gær hernað Tyrkja í norðurhluta Sýrlands. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að senda herlið sitt heim mætir því helst gagnrýni heima fyrir. Átökin fara enn harðnandi. 14. október 2019 06:30
Assad-liðar mættir á átakasvæði Hermenn og vopnaðar sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, eru komnir á yfirráðasvæði sýrlenskra Kúrda í norðausturhluta Sýrlands. 14. október 2019 07:45
Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48
Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11