Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2019 11:31 Frá starfsmannafundinum á Reykjalundi í dag. Vísir/Arnar Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. Embætti landlæknis hefur enga aðkomu að deilunum í Reykjalundi en svaraði fyrirspurn Sveins Guðmundsson, stjórnarformanns SÍBS, vegna ákvörðunar starfsfólksins að senda sjúklinga af daglegudeild heim í gær. Í svörum landlæknis kom fram að samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu sé ljóst að á Reykjalundi skuli vera framkvæmdastjóri lækninga. Af samningi Reykjalundar og Sjúkratrygginga Íslands yrði þó ekki séð að forsenda fyrir starfshæfni stofnunarinnar dag frá degi standi og falli með framkvæmdastjóra lækninga. Þjónusta Reykjalundar byggi á þverfaglegri teymisvinnu heilbrigðisstarfsfólks en tekið var fram í svarinu til Sveins að embætti landlæknis gangi út frá því að verið sé að ganga frá afleysingu í stöðuna eða ráðningu. Sveinn las þetta svar frá embætti landlæknis á fundi með starfsmönnum Reykjalundar í gær. Þar tók Sveinn fram að hann búist við að tilkynna um nýjan framkvæmdastjóra lækninga í byrjun nýrrar viku og ráðningarferli nýs forstjóra standi yfir. Er starfsemi Reykjalundar því með eðlilegum hætti í dag eftir róstugan gærdag. Starfsmennirnir fóru með vantraustsyfirlýsingu á stjórn SÍBS, sem á Reykjalund, til heilbrigðisráðherra í gær. Var það gert vegna uppsagnar forstjóra Reykjalundar til tólf ára og framkvæmdastjóra lækninga. Yfirlæknir á Reykjalundi sagði forstjórann og framkvæmdastjórann nánast hafa verið borna út með ómanneskjulegum hætti. Starfsfólkið væri í angist, margir hugsuðu sér til hreyfings og framtíð Reykjalundar væri í mikilli óvissu með þessu áframhaldi. Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. Embætti landlæknis hefur enga aðkomu að deilunum í Reykjalundi en svaraði fyrirspurn Sveins Guðmundsson, stjórnarformanns SÍBS, vegna ákvörðunar starfsfólksins að senda sjúklinga af daglegudeild heim í gær. Í svörum landlæknis kom fram að samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu sé ljóst að á Reykjalundi skuli vera framkvæmdastjóri lækninga. Af samningi Reykjalundar og Sjúkratrygginga Íslands yrði þó ekki séð að forsenda fyrir starfshæfni stofnunarinnar dag frá degi standi og falli með framkvæmdastjóra lækninga. Þjónusta Reykjalundar byggi á þverfaglegri teymisvinnu heilbrigðisstarfsfólks en tekið var fram í svarinu til Sveins að embætti landlæknis gangi út frá því að verið sé að ganga frá afleysingu í stöðuna eða ráðningu. Sveinn las þetta svar frá embætti landlæknis á fundi með starfsmönnum Reykjalundar í gær. Þar tók Sveinn fram að hann búist við að tilkynna um nýjan framkvæmdastjóra lækninga í byrjun nýrrar viku og ráðningarferli nýs forstjóra standi yfir. Er starfsemi Reykjalundar því með eðlilegum hætti í dag eftir róstugan gærdag. Starfsmennirnir fóru með vantraustsyfirlýsingu á stjórn SÍBS, sem á Reykjalund, til heilbrigðisráðherra í gær. Var það gert vegna uppsagnar forstjóra Reykjalundar til tólf ára og framkvæmdastjóra lækninga. Yfirlæknir á Reykjalundi sagði forstjórann og framkvæmdastjórann nánast hafa verið borna út með ómanneskjulegum hætti. Starfsfólkið væri í angist, margir hugsuðu sér til hreyfings og framtíð Reykjalundar væri í mikilli óvissu með þessu áframhaldi.
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira