Patriots er því 6-0 í vetur og hefur þess utan aðeins fengið á sig 48 stig í leikjum vetrarins. Liðið hefur sjaldan litið eins vel út á þessum tímapunkti.
Hinn 42 ára gamli leikstjórnandi liðsins, Tom Brady, kláraði 31 af 41 sendingum sínum í leiknum fyrir 334 jördum. Hann kastaði einu sinni frá sér.
FINAL: The @Patriots keep it rolling on #TNF! #NYGvsNE#GoPats
(by @Lexus) pic.twitter.com/f6KuNcDCYS
— NFL (@NFL) October 11, 2019
Brady náði ekki að kasta fyrir snertimarki en hann hljóp tvisvar með boltann í endamarkið af stuttu færi. Fáir sem gera það betur. Flesta boltana frá honum í nótt fékk Julian Edelman sem endaði með 113 jarda.
Nýliðaleikstjórnandi Giants, Daniel Jones, var að spila sinn fyrsta stóra leik á ferlinum og átti erfitt uppdráttar. Hann kláraði 15 af 31 sendingum sínum fyrir 160 jördum. Hann kastaði fyrir einu snertimarki en kastaði boltanum þrisvar frá sér.