Lífið er of stutt Sveinn Arnarsson skrifar 11. október 2019 07:14 Lífið er of stutt fyrir vont kaffi, of stutt fyrir rauðvínssull úr neðstu hillu og of stutt fyrir bíómyndaáhorf undir 6,0 á IMDb. Það er einnig of stutt til þess að háma í sig vondan mat eða festa sig í aðstæðum sem valda ekki ánægju. Lífið er of stutt fyrir leiðinlega knattspyrnuleiki, tuð um stjórnmál og almenn leiðindi. Sýknt og heilagt er básúnað að lífið felist í því að finna gleðina og eyða ekki tíma sínum í aðstæðum eða við daglegar gjörðir sem gera ekkert fyrir mann; sóa hinum dýrmæta tíma sem almættið hefur útdeilt til okkar. Það er nefnilega þannig að lífið er of stutt til að tileinka sér hluti sem valda ekki ánægju. Og mörlandinn er að mestu sammála þessum samt sem áður margþreytta frasa. Merking frasans er hins vegar að einhverju leyti dýpri því í gangverki okkar vestræna samfélags er skorturinn það sem öllu máli skiptir. Við erum aðeins grunlausir og nautheimskir neytendur í leit að betra kaffi, betri mat, betra rauðvíni og skemmtilegri afþreyingu. Þennan frasa virðast íbúar höfuðborgarsvæðisins kirja ómeðvitað innra með sér um tuttugu klukkustundir á ári. Hins vegar slokknar allhressilega á möntrunni um að lífið sé of stutt í tvær klukkustundir að morgni og aftur í tvo tíma síðdegis. Þá er í lagi að hætta lífsgæðakapphlaupinu og forheimskast í íslenskri umferðarmenningu. Leitina að betra kaffi og betra rauðvíni má líka heimfæra á umferðarmenningu okkar Íslendinga. Lífið er of stutt fyrir einkabílinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sveinn Arnarsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Lífið er of stutt fyrir vont kaffi, of stutt fyrir rauðvínssull úr neðstu hillu og of stutt fyrir bíómyndaáhorf undir 6,0 á IMDb. Það er einnig of stutt til þess að háma í sig vondan mat eða festa sig í aðstæðum sem valda ekki ánægju. Lífið er of stutt fyrir leiðinlega knattspyrnuleiki, tuð um stjórnmál og almenn leiðindi. Sýknt og heilagt er básúnað að lífið felist í því að finna gleðina og eyða ekki tíma sínum í aðstæðum eða við daglegar gjörðir sem gera ekkert fyrir mann; sóa hinum dýrmæta tíma sem almættið hefur útdeilt til okkar. Það er nefnilega þannig að lífið er of stutt til að tileinka sér hluti sem valda ekki ánægju. Og mörlandinn er að mestu sammála þessum samt sem áður margþreytta frasa. Merking frasans er hins vegar að einhverju leyti dýpri því í gangverki okkar vestræna samfélags er skorturinn það sem öllu máli skiptir. Við erum aðeins grunlausir og nautheimskir neytendur í leit að betra kaffi, betri mat, betra rauðvíni og skemmtilegri afþreyingu. Þennan frasa virðast íbúar höfuðborgarsvæðisins kirja ómeðvitað innra með sér um tuttugu klukkustundir á ári. Hins vegar slokknar allhressilega á möntrunni um að lífið sé of stutt í tvær klukkustundir að morgni og aftur í tvo tíma síðdegis. Þá er í lagi að hætta lífsgæðakapphlaupinu og forheimskast í íslenskri umferðarmenningu. Leitina að betra kaffi og betra rauðvíni má líka heimfæra á umferðarmenningu okkar Íslendinga. Lífið er of stutt fyrir einkabílinn.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun