Blöskrar framkoma við „flekklaus andlit íslenskrar endurhæfingar“ Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 10. október 2019 14:04 Magðalena Ásgeirsdóttir, læknir á Reykjalundi. Vísir/Arnar Yfirlæknir á Reykjalundi telur framtíð Reykjalundar ónýta og starfsemin muni hverfa grípi ráðherra ekki inn í atburðarásina á endurhæfingarstöðinni. Starfsmenn hafa lýst yfir vantrausti á stjórn SÍBS, sem rekur Reykjalund. Þeir séu engu upplýstari eftir starfsmannafund með formanni SÍBS í hádeginu í dag. Á síðustu tíu dögum hafa verið gerðar stórar breytingar hjá yfirmönnum á Reykjalundi. Birgi Gunnarssyni forstjóra var sagt upp 30. september og Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga, í gær. Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, var sagt upp síðdegis í gær eftir 40 ára starf.FBL/VALLIStarfsmenn funduðu með lögfræðingi í morgun og ákváðu að senda sjúklinga í dagdeildarþjónustu heim í dag. Magðalena Ásgeirsdóttir, læknir á Reykjalundi, segir að aðgerðir stjórnar SÍBS, þar af uppsagnir án nokkurra skýringa, séu ástæða þess að starfsmenn hafi lýst yfir vantrausti á stjórnina. Starfsfólk, sem telur um 200 manns, hafi verið skilið eftir í tóminu. „Fólk vill ekki vinna undir svona ógnarstjórn sem ber fólk út eftir áratuga starf, flekklausan feril, í raun og veru andlit íslenskrar endurhæfingar er borið út hér á nokkrum mínútum í gær.“Viðtalið við Magðalenu má sjá hér að neðan.Birgir og Magnús hafi svo gott sem verið bornir út úr húsi og slökkt á tölvuaðgangi þeirra. „Sem er sérstaklega alvarlegt í tilfelli framkvæmdastjóra lækninga. Sjúklingagögnum er læst í hálfri vinnslu, hann er með skjólstæðinga sem hann ber ábyrgð á og hefur ekki nokkra möguleika á að klára sína vinnu þar.“ Hún segist engu upplýstari eftir fund með Sveini formanni SÍBS í hádeginu. Hann hafi aðeins lesið upp bréf frá Landlækni sem hnykki á ábyrgð starfsmanna sem fagfólks að sinna sjúklingum.Veðrið var fallegt á Reykjalundi í morgun en stöðunni er lýst af starfsmönnum sem neyðarástandi.Vísir/Arnar„Andrúmsloftið var slæmt 30. september þegar forstjórinn var rekinn en það er óbærilegt núna. Fólk er í angist, við erum höfuðlaus her. Það er enginn sem stýrir okkur. Við vitum ekki réttarstöðu okkar, gagnvart okkar skjólstæðingum eða skjólstæðinga gagnvart okkur,“ segir Magðalena. „Við sendum sjúklinga heim í dag því við erum ekki í andlegu ástandi til að veita bestu mögulegu meðferð. Þeir sjúklingar sem fóru heim eru þeir sem eru á dagdeildarþjónustu. Veikara fólk á sólarhringseiningunni er hér og fær sína hjúkrun. Við erum á vaktinni og sinnum bráðatilfellum en hefðbundin endurhæfing hefur ekki farið fram.“ Þau biðli til ráðherra að grípa inn í. Ef ekki er ljóst í hennar huga hvernig framtíð Reykjalundar líti út. „Hún er ónýt, hún hverfur.“Sveinn Guðmundsson, formaður SÍBS, gekk fram á hóp fréttamanna.Vísir/arnarEkki rétt að upplýsa starfsfólk Stjórn Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) taldi nauðsynlegt að ráðast í uppsagnirnar í efstu lögum Reykjalundar, sem valdið hafa ólgu í endurhæfingarstöðinni. Sveinn Guðmundsson, formaður sambandsins, segir þrátt fyrir það að viðstöddum hafi brugðið vegna stöðunnar sem upp sé komin. „Okkur er auðvitað órótt um það að fara í þessar aðgerðir sem við fórum í en stjórnin taldi það nauðsynlegt og það raðast bara svona upp,“ segir Sveinn. Aðspurður um hvort ekki hefði verið ráðlegt að upplýsa starfsmenn um fyrirhugaðar breytingar áður en í þær var ráðist segir Sveinn: „Ekki hvernig málin þróuðust, nei.“Nánar er rætt við Svein hér. Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Yfirlæknir á Reykjalundi telur framtíð Reykjalundar ónýta og starfsemin muni hverfa grípi ráðherra ekki inn í atburðarásina á endurhæfingarstöðinni. Starfsmenn hafa lýst yfir vantrausti á stjórn SÍBS, sem rekur Reykjalund. Þeir séu engu upplýstari eftir starfsmannafund með formanni SÍBS í hádeginu í dag. Á síðustu tíu dögum hafa verið gerðar stórar breytingar hjá yfirmönnum á Reykjalundi. Birgi Gunnarssyni forstjóra var sagt upp 30. september og Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga, í gær. Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, var sagt upp síðdegis í gær eftir 40 ára starf.FBL/VALLIStarfsmenn funduðu með lögfræðingi í morgun og ákváðu að senda sjúklinga í dagdeildarþjónustu heim í dag. Magðalena Ásgeirsdóttir, læknir á Reykjalundi, segir að aðgerðir stjórnar SÍBS, þar af uppsagnir án nokkurra skýringa, séu ástæða þess að starfsmenn hafi lýst yfir vantrausti á stjórnina. Starfsfólk, sem telur um 200 manns, hafi verið skilið eftir í tóminu. „Fólk vill ekki vinna undir svona ógnarstjórn sem ber fólk út eftir áratuga starf, flekklausan feril, í raun og veru andlit íslenskrar endurhæfingar er borið út hér á nokkrum mínútum í gær.“Viðtalið við Magðalenu má sjá hér að neðan.Birgir og Magnús hafi svo gott sem verið bornir út úr húsi og slökkt á tölvuaðgangi þeirra. „Sem er sérstaklega alvarlegt í tilfelli framkvæmdastjóra lækninga. Sjúklingagögnum er læst í hálfri vinnslu, hann er með skjólstæðinga sem hann ber ábyrgð á og hefur ekki nokkra möguleika á að klára sína vinnu þar.“ Hún segist engu upplýstari eftir fund með Sveini formanni SÍBS í hádeginu. Hann hafi aðeins lesið upp bréf frá Landlækni sem hnykki á ábyrgð starfsmanna sem fagfólks að sinna sjúklingum.Veðrið var fallegt á Reykjalundi í morgun en stöðunni er lýst af starfsmönnum sem neyðarástandi.Vísir/Arnar„Andrúmsloftið var slæmt 30. september þegar forstjórinn var rekinn en það er óbærilegt núna. Fólk er í angist, við erum höfuðlaus her. Það er enginn sem stýrir okkur. Við vitum ekki réttarstöðu okkar, gagnvart okkar skjólstæðingum eða skjólstæðinga gagnvart okkur,“ segir Magðalena. „Við sendum sjúklinga heim í dag því við erum ekki í andlegu ástandi til að veita bestu mögulegu meðferð. Þeir sjúklingar sem fóru heim eru þeir sem eru á dagdeildarþjónustu. Veikara fólk á sólarhringseiningunni er hér og fær sína hjúkrun. Við erum á vaktinni og sinnum bráðatilfellum en hefðbundin endurhæfing hefur ekki farið fram.“ Þau biðli til ráðherra að grípa inn í. Ef ekki er ljóst í hennar huga hvernig framtíð Reykjalundar líti út. „Hún er ónýt, hún hverfur.“Sveinn Guðmundsson, formaður SÍBS, gekk fram á hóp fréttamanna.Vísir/arnarEkki rétt að upplýsa starfsfólk Stjórn Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) taldi nauðsynlegt að ráðast í uppsagnirnar í efstu lögum Reykjalundar, sem valdið hafa ólgu í endurhæfingarstöðinni. Sveinn Guðmundsson, formaður sambandsins, segir þrátt fyrir það að viðstöddum hafi brugðið vegna stöðunnar sem upp sé komin. „Okkur er auðvitað órótt um það að fara í þessar aðgerðir sem við fórum í en stjórnin taldi það nauðsynlegt og það raðast bara svona upp,“ segir Sveinn. Aðspurður um hvort ekki hefði verið ráðlegt að upplýsa starfsmenn um fyrirhugaðar breytingar áður en í þær var ráðist segir Sveinn: „Ekki hvernig málin þróuðust, nei.“Nánar er rætt við Svein hér.
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira