Segir ábyrgðarleysi að afgreiða þingmál of hratt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. október 2019 13:51 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. vísir/vilhelm Alþingi afgreiddi í vikunni tvö lagafrumvörp með miklu hraði til að bregðast við athugasemdum varðandi varnir Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Dómsmálaráðherra segist líta málið alvarlegum augum en þingmaður Pírata gagnrýnir harðlega hvernig staðið var að afgreiðslu málsins í þinginu. Málið snýr annars vegar að frumvarpi ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra sem fjallar um skráningu almannaheillasamtaka sem starfa þvert á landamæri. Með hinu frumvarpinu, sem kemur frá dómsmálaráðherra, var verið að bregðast við athugasemdum sem alþjóðlegur fjármála-aðgerðahópur, FATF, gerði varðandi skort á reglum hér á landi um hvernig eigi að meðhöndla muni og eignir sem hafa verið haldlagðar eða kyrrsettar. Mælt var fyrir báðum frumvörpum á þriðjudag og þau samþykkt í gær, en þessi stutti tími gerði það af verkum að þeim félögum eða öðrum sem málið varðar gafst ekki kostur á senda inn umsagnir um málið. Það gagnrýnir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata harðlega, en hann gerði athugasemd við þetta í minnihlutaáliti í allsherjar- og menntamálanefnd.Telur að bregðast hefði átt við fyrr „Það er mikið ábyrgðarleysi að samþykkja lög með þessum ofboðslega hraði og án þess að það sé hægt að fara í fullnægjandi þinglega meðferð,“ segir Helgi. „Það geta alveg komið upp aðstæður þar sem að það bara þarf að gera það, það hefur komið fyrir áður, en það kemur fyrir í greinagerð frumvarpsins sem við vorum að fjalla um í allsherjar- og menntamálanefnd að þetta vandamál sem að við vorum að fara að laga og var víst lagað, það er búið að liggja fyrir frá því í apríl 2018.“ Hann telji þar af leiðandi ekki vera sannfærandi rök fyrir því að málið hafi verið afgreitt með svo miklum hraði. Ein af ástæðunum fyrir því að það lá mikið á að afgreiða málið er sögð vera hættan á því að Ísland myndi mögulega lenda á lista yfir ósamvinnuþýð ríki. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, segist líta málið alvarlegum augum og segir það hafa verið þess eðlis að það þoldi enga bið. „Það kom skýrsla í fyrra þar sem bent var á ýmsa ágalla í íslensku kerfi og það hefur verið lögð mikil vinna í það að vinna í þeim málum og nú í september kom í ljós að það stæðu einungis örfá atriði eftir og þetta var eitt af þeim málum og þess vegna var brugðist svona hratt við,“ segir Áslaug Arna.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.Fréttablaðið/Anton Brink Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Alþingi afgreiddi í vikunni tvö lagafrumvörp með miklu hraði til að bregðast við athugasemdum varðandi varnir Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Dómsmálaráðherra segist líta málið alvarlegum augum en þingmaður Pírata gagnrýnir harðlega hvernig staðið var að afgreiðslu málsins í þinginu. Málið snýr annars vegar að frumvarpi ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra sem fjallar um skráningu almannaheillasamtaka sem starfa þvert á landamæri. Með hinu frumvarpinu, sem kemur frá dómsmálaráðherra, var verið að bregðast við athugasemdum sem alþjóðlegur fjármála-aðgerðahópur, FATF, gerði varðandi skort á reglum hér á landi um hvernig eigi að meðhöndla muni og eignir sem hafa verið haldlagðar eða kyrrsettar. Mælt var fyrir báðum frumvörpum á þriðjudag og þau samþykkt í gær, en þessi stutti tími gerði það af verkum að þeim félögum eða öðrum sem málið varðar gafst ekki kostur á senda inn umsagnir um málið. Það gagnrýnir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata harðlega, en hann gerði athugasemd við þetta í minnihlutaáliti í allsherjar- og menntamálanefnd.Telur að bregðast hefði átt við fyrr „Það er mikið ábyrgðarleysi að samþykkja lög með þessum ofboðslega hraði og án þess að það sé hægt að fara í fullnægjandi þinglega meðferð,“ segir Helgi. „Það geta alveg komið upp aðstæður þar sem að það bara þarf að gera það, það hefur komið fyrir áður, en það kemur fyrir í greinagerð frumvarpsins sem við vorum að fjalla um í allsherjar- og menntamálanefnd að þetta vandamál sem að við vorum að fara að laga og var víst lagað, það er búið að liggja fyrir frá því í apríl 2018.“ Hann telji þar af leiðandi ekki vera sannfærandi rök fyrir því að málið hafi verið afgreitt með svo miklum hraði. Ein af ástæðunum fyrir því að það lá mikið á að afgreiða málið er sögð vera hættan á því að Ísland myndi mögulega lenda á lista yfir ósamvinnuþýð ríki. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, segist líta málið alvarlegum augum og segir það hafa verið þess eðlis að það þoldi enga bið. „Það kom skýrsla í fyrra þar sem bent var á ýmsa ágalla í íslensku kerfi og það hefur verið lögð mikil vinna í það að vinna í þeim málum og nú í september kom í ljós að það stæðu einungis örfá atriði eftir og þetta var eitt af þeim málum og þess vegna var brugðist svona hratt við,“ segir Áslaug Arna.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.Fréttablaðið/Anton Brink
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira