Mig langaði til að deyja Anna Claessen skrifar 10. október 2019 11:19 Mig langaði að deyja! Mig langaði ekki að drepa mig en mig langaði til að deyja Ég var í kulnun. Ég missti minnið og alla orku. Ég hafði ekki löngun til að gera neitt. Ég hef fengið þunglyndiskast en aldrei svona slæmt áður. Ég gat ekki hætt að gráta. Ég sá ekki tilganginn. Ég fann ekki fyrir væntumþykju. Ég reyndi og reyndi en ekkert gekk. Það var allt svo erfitt! Ég var með heimili, starf, fjölskyldu og vini en ég var dauðþreytt á líkama og sál. Ég fór til sálfræðings sem benti mér á að leita til heimilislæknis, fékk lyf og beiðni a Virk og fékk þar greiningu að það þurfti að senda mig á hvíta bandið. 12 mánaða bið. Þau útskrifuðu mig samt. Engin ráð, enginn bæklingur með lausnum, ekkert! Það á aldrei að senda fólk tómhent heim!!!!! Ég er þrautseig svo ég leitaði ráða. Ég fór í Geðhjálp, Stígamót, Hlutverkasetur, o.s.frv. Þá fann ég Hugarafl. Hugarafl bjargaði lífi mínu Enginn biðtími, ekki leyfi eða tilvísun til að komast inn. Ég fékk lánaða von. Ég fékk að vera mannvera, finna til og það var í lagi. Við getum náð bata. Við erum ekki á þessum stað að eilífu. Kulnun var þess vegna það besta sem kom fyrir mig. Ég fann lausnir. Ég fann fólk eins og mig. Ég fékk vonina og trúna, ást og umhyggju. Ég fékk orku. Í kulnun var ég bara með x mikla orku og ég þurfti að líta á líf mitt og sjá hvað gaf og tók frá mér orku og fór loksins að lifa lífinu út frá mér og búa mér til mitt draumalíf. Í dag er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Við fögnum í Salnum kl. 17:00 í dag með fyrirlestrum og skemmtiatriðum. Ég vil þakka öllum þeim sem vinna við geðheilbrigðismál og sérstaklega öll samtökin sem eru að bjarga mannslífum með að vera til. Þau skipta höfuðmáli! Ef þér líður illa, mundu Þú ert ekki einn / Þú ert ekki ein Þú ert elskaður / Þú ert elskuð Það koma betri tímar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Claessen Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Mig langaði að deyja! Mig langaði ekki að drepa mig en mig langaði til að deyja Ég var í kulnun. Ég missti minnið og alla orku. Ég hafði ekki löngun til að gera neitt. Ég hef fengið þunglyndiskast en aldrei svona slæmt áður. Ég gat ekki hætt að gráta. Ég sá ekki tilganginn. Ég fann ekki fyrir væntumþykju. Ég reyndi og reyndi en ekkert gekk. Það var allt svo erfitt! Ég var með heimili, starf, fjölskyldu og vini en ég var dauðþreytt á líkama og sál. Ég fór til sálfræðings sem benti mér á að leita til heimilislæknis, fékk lyf og beiðni a Virk og fékk þar greiningu að það þurfti að senda mig á hvíta bandið. 12 mánaða bið. Þau útskrifuðu mig samt. Engin ráð, enginn bæklingur með lausnum, ekkert! Það á aldrei að senda fólk tómhent heim!!!!! Ég er þrautseig svo ég leitaði ráða. Ég fór í Geðhjálp, Stígamót, Hlutverkasetur, o.s.frv. Þá fann ég Hugarafl. Hugarafl bjargaði lífi mínu Enginn biðtími, ekki leyfi eða tilvísun til að komast inn. Ég fékk lánaða von. Ég fékk að vera mannvera, finna til og það var í lagi. Við getum náð bata. Við erum ekki á þessum stað að eilífu. Kulnun var þess vegna það besta sem kom fyrir mig. Ég fann lausnir. Ég fann fólk eins og mig. Ég fékk vonina og trúna, ást og umhyggju. Ég fékk orku. Í kulnun var ég bara með x mikla orku og ég þurfti að líta á líf mitt og sjá hvað gaf og tók frá mér orku og fór loksins að lifa lífinu út frá mér og búa mér til mitt draumalíf. Í dag er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Við fögnum í Salnum kl. 17:00 í dag með fyrirlestrum og skemmtiatriðum. Ég vil þakka öllum þeim sem vinna við geðheilbrigðismál og sérstaklega öll samtökin sem eru að bjarga mannslífum með að vera til. Þau skipta höfuðmáli! Ef þér líður illa, mundu Þú ert ekki einn / Þú ert ekki ein Þú ert elskaður / Þú ert elskuð Það koma betri tímar!
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar