Viltu nýja stjórnarskrá eða þá gömlu? Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson skrifar 10. október 2019 09:37 Nú er ég einn af þeim sem er mjög ósáttur við að þingið hafi ekki klárað stjórnarskrármálið á sínum tíma og að við séum ekki komin með nýja stjórnarskrá í dag. Ég hefði líka kosið að það opna ferli sem núna hefur verið sett af stað snerist um að endurbæta nýju stjórnarskrána fremur en þá gömlu. Þannig að ég skil pirringinn gagnvart stöðunni. En svona er staðan í dag. Sú gamla er enn í gildi og það er ekki að fara að breytast í bráð. Að minnsta kosti ekki á meðan það er ekki meirihluti á Alþingi fyrir að innleiða nýju stjórnarskrána. Nú er forsætisráðherrann okkar búin að leggja gífurlega vinnu í þennan málaflokk, þegar hún hefði getað látið þetta liggja ofan í skúffu eins og þær stjórnir sem hafa verið við völd síðan við vorum síðast í ríkisstjórn. Enda er vinna að nýrri stjórnarskrá áríðandi verkefni í hugum Vinstri grænna. Nýja stjórnarskráin væri einfaldlega ekki til ef ekki hefði verið fyrir þá vinnu sem átti sér stað í stjórnartíð Vinstri grænna og Samfylkingarinnar og vilja þeirra til þess að láta almenningi í té tækifæri til þess að skapa sér sína eigin stjórnarskrá. Forsætisráðuneytið hefur sett á fót samráðsvef um stjórnarskrána í samráði við Íbúa ses. og rannsóknarhóp öndvegisverkefnisins Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð við Háskóla Íslands. Þegar við blasir að nýrri stjórnarskrá verður ekki komið í gegn á núverandi þingi, þá er þeim mun mikilvægara að berjast fyrir þeim aðkallandi breytingum sem þarf að gera á gömlu stjórnarskránni. Nú höfum við þessa opnu gátt, til að setja fram hugmyndir, ræða þær og mæla með og á móti. Þarna er búið að leggja margt inn og ræða. Auðlindaákvæði og náttúruvernd, breytingar á breytingarákvæði stjórnarskrár, umræða um stöðu forsetaembættisins (meðal annars aldursákvæðið) og kjördæmaskipan. Því meiri umræða og gagnrýni sem fram fer á þessum vef, því meiri vigt hefur þetta ferli. Það á eftir að skila sér í vinnunni sem er framundan en hefur líka þau áhrif að ýta við stjórnvöldum til að nota aðferðir sem þessar til þess að ná til almennings, sérstaklega í málum er varða okkur öll. Tökum þátt, hvort sem það felst í að leggja orð í belg eða látum duga að kjósa upp það sem okkur hugnast og niður það sem okkur líst alls ekki á! Samráðsvefinn finnið þið hérVefurinn er virkur til 20. október.Höfundur er ritari Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson Stjórnarskrá Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Nú er ég einn af þeim sem er mjög ósáttur við að þingið hafi ekki klárað stjórnarskrármálið á sínum tíma og að við séum ekki komin með nýja stjórnarskrá í dag. Ég hefði líka kosið að það opna ferli sem núna hefur verið sett af stað snerist um að endurbæta nýju stjórnarskrána fremur en þá gömlu. Þannig að ég skil pirringinn gagnvart stöðunni. En svona er staðan í dag. Sú gamla er enn í gildi og það er ekki að fara að breytast í bráð. Að minnsta kosti ekki á meðan það er ekki meirihluti á Alþingi fyrir að innleiða nýju stjórnarskrána. Nú er forsætisráðherrann okkar búin að leggja gífurlega vinnu í þennan málaflokk, þegar hún hefði getað látið þetta liggja ofan í skúffu eins og þær stjórnir sem hafa verið við völd síðan við vorum síðast í ríkisstjórn. Enda er vinna að nýrri stjórnarskrá áríðandi verkefni í hugum Vinstri grænna. Nýja stjórnarskráin væri einfaldlega ekki til ef ekki hefði verið fyrir þá vinnu sem átti sér stað í stjórnartíð Vinstri grænna og Samfylkingarinnar og vilja þeirra til þess að láta almenningi í té tækifæri til þess að skapa sér sína eigin stjórnarskrá. Forsætisráðuneytið hefur sett á fót samráðsvef um stjórnarskrána í samráði við Íbúa ses. og rannsóknarhóp öndvegisverkefnisins Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð við Háskóla Íslands. Þegar við blasir að nýrri stjórnarskrá verður ekki komið í gegn á núverandi þingi, þá er þeim mun mikilvægara að berjast fyrir þeim aðkallandi breytingum sem þarf að gera á gömlu stjórnarskránni. Nú höfum við þessa opnu gátt, til að setja fram hugmyndir, ræða þær og mæla með og á móti. Þarna er búið að leggja margt inn og ræða. Auðlindaákvæði og náttúruvernd, breytingar á breytingarákvæði stjórnarskrár, umræða um stöðu forsetaembættisins (meðal annars aldursákvæðið) og kjördæmaskipan. Því meiri umræða og gagnrýni sem fram fer á þessum vef, því meiri vigt hefur þetta ferli. Það á eftir að skila sér í vinnunni sem er framundan en hefur líka þau áhrif að ýta við stjórnvöldum til að nota aðferðir sem þessar til þess að ná til almennings, sérstaklega í málum er varða okkur öll. Tökum þátt, hvort sem það felst í að leggja orð í belg eða látum duga að kjósa upp það sem okkur hugnast og niður það sem okkur líst alls ekki á! Samráðsvefinn finnið þið hérVefurinn er virkur til 20. október.Höfundur er ritari Vinstri grænna í Reykjavík.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun