Séu undir það búnir að verðhækkunum linni Hörður Ægisson skrifar 10. október 2019 07:00 Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/vilhelm Aðilar á atvinnuhúsnæðismarkaði og lánveitendur verða að vera undir það búnir að viðvarandi verðhækkunum linni fyrr en síðar. Nokkur hætta er á að það skapist offramboð sem muni hafa í för með sér verðlækkanir. Sú hætta er hins vegar enn sem komið er að mestu takmörkuð við hótel og gistiheimili. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýju riti Fjármálastöðugleika sem Seðlabankinn kynnti í gær. Samanlagt námu útlán bankanna til fasteignafélaga og byggingargeirans um 20 prósentum af útlánum til viðskiptavina í lok ágúst. Vöxtur í útlánum til fasteignafélaga, sem hafa aukist mikið síðustu ár, fór minnkandi í lok síðasta árs en í byggingageiranum hefur lánavöxturinn verið mikill að undanförnu og nemur um 16 prósentum á síðustu tólf mánuðum. Verðlag at vinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað áfram á liðnum mánuðum og í lok annars ársfjórðungs hafði verðvísitala atvinnuhúsnæðis hækkað um tæplega 15 prósent að raungildi á milli ára. Vísitalan er nú töluvert yfir langtímaleitni, að því er fram kemur í ritinu, og hefur hækkað hlutfallslega mikið miðað við tengdar hagstærðir, svo sem landsframleiðslu og byggingarkostnað. Á það er bent í riti Seðlabankans að bankarnir eigi mikið undir stöðugleika og hagstæðri verðþróun á markaðnum. Vegna langvarandi verðhækkana og á markaði hafa verðhlutföll útlána þeirra með veði í atvinnuhúsnæði farið lækkandi. „Dvínandi vöxtur eftirspurnar og vaxandi framboð benda hins vegar til þess að leiguverð atvinnuhúsnæðis geti staðnað eða jafnvel lækkað eitthvað á næstu misserum,“ segir í ritinu. Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, bendir á það í formála ritsins að vísbendingar séu um að velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu hafi dregist saman og að sölutími hafi lengst en á sama tíma hefur framboð aukist. Samhliða fjölgun nýbygginga hefur dregið úr skammtímaútleigu íbúða á höfuðborgarsvæðinu til ferðamanna. Offramboð og lækkun nafnverðs gætu fylgt í kjölfarið. Í því felst áhætta fyrir fjármálakerfið. „Lánastofnanir þurfa að búa sig undir að nýbyggingar seljist hægt, veðsetningarhlutföll fasteignaveðlána hækki og útlánatöp vegna íbúðarhúsnæðis aukist,“ segir hún og nefnir að tengsl séu á milli stöðu ferðaþjónustu og áhættu á íbúðarog atvinnuhúsnæðismörkuðum. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Aðilar á atvinnuhúsnæðismarkaði og lánveitendur verða að vera undir það búnir að viðvarandi verðhækkunum linni fyrr en síðar. Nokkur hætta er á að það skapist offramboð sem muni hafa í för með sér verðlækkanir. Sú hætta er hins vegar enn sem komið er að mestu takmörkuð við hótel og gistiheimili. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýju riti Fjármálastöðugleika sem Seðlabankinn kynnti í gær. Samanlagt námu útlán bankanna til fasteignafélaga og byggingargeirans um 20 prósentum af útlánum til viðskiptavina í lok ágúst. Vöxtur í útlánum til fasteignafélaga, sem hafa aukist mikið síðustu ár, fór minnkandi í lok síðasta árs en í byggingageiranum hefur lánavöxturinn verið mikill að undanförnu og nemur um 16 prósentum á síðustu tólf mánuðum. Verðlag at vinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað áfram á liðnum mánuðum og í lok annars ársfjórðungs hafði verðvísitala atvinnuhúsnæðis hækkað um tæplega 15 prósent að raungildi á milli ára. Vísitalan er nú töluvert yfir langtímaleitni, að því er fram kemur í ritinu, og hefur hækkað hlutfallslega mikið miðað við tengdar hagstærðir, svo sem landsframleiðslu og byggingarkostnað. Á það er bent í riti Seðlabankans að bankarnir eigi mikið undir stöðugleika og hagstæðri verðþróun á markaðnum. Vegna langvarandi verðhækkana og á markaði hafa verðhlutföll útlána þeirra með veði í atvinnuhúsnæði farið lækkandi. „Dvínandi vöxtur eftirspurnar og vaxandi framboð benda hins vegar til þess að leiguverð atvinnuhúsnæðis geti staðnað eða jafnvel lækkað eitthvað á næstu misserum,“ segir í ritinu. Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, bendir á það í formála ritsins að vísbendingar séu um að velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu hafi dregist saman og að sölutími hafi lengst en á sama tíma hefur framboð aukist. Samhliða fjölgun nýbygginga hefur dregið úr skammtímaútleigu íbúða á höfuðborgarsvæðinu til ferðamanna. Offramboð og lækkun nafnverðs gætu fylgt í kjölfarið. Í því felst áhætta fyrir fjármálakerfið. „Lánastofnanir þurfa að búa sig undir að nýbyggingar seljist hægt, veðsetningarhlutföll fasteignaveðlána hækki og útlánatöp vegna íbúðarhúsnæðis aukist,“ segir hún og nefnir að tengsl séu á milli stöðu ferðaþjónustu og áhættu á íbúðarog atvinnuhúsnæðismörkuðum.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira