Haraldur ekki áminntur því hann lofaði að gæta orða sinna Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2019 18:01 Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðuneytið áminnti Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, ekki vegna samskipta hans við rithöfund og fjölmiðlamann meðal annars vegna þess að Haraldur gekkst við misgjörðum sínum og áréttaði að hann myndi gæta orðnotkunar sinnar. Ríkislögreglustjóri sakaði mennina tvo um að bera ábyrgð á ólögmætri meingerð gegn embættinu. Björn Jón Bragason, rithöfundur, og Sigurður Kolbeinsson, þáttastjórnandi á Hringbraut kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfa sem Haraldur sendi þeim á bréfsefni ríkislögreglustjóraembættisins í kjölfar umfjöllunar þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins. Sakaði Haraldur þá um ólögmæta meingerð með umfjölluninni. Ráðuneytið taldi það hafa verið ámælisvert af Haraldi að senda bréfin á bréfsefni embættisins. Í bréfi sem dómsmálaráðuneytið sendi umboðsmanni með skýringum sínum segir að óljóst hafi verið hvort verið væri að gæta hagsmuna embættisins eða persónu þeirra sem skrifuðu undir þau. „Þá var framsetning þeirra enn fremur villandi þar sem tveir fyrrverandi starfsmenn embættis ríkislögreglustjóra skrifuðu undir bréfin,“ segir í bréfi ráðuneytisins.Sigurður K. Kolbeinsson þáttastjórnandi hjá Hringbraut t.v. og Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna frá embætti ríkislögreglustjóra.Leit ásakanir Haraldar alvarlegum augum Haraldur var beðinn um skýringar á því í hverju meint ólögmæt meingerð Björns Jóns og Sigurðar hefði falist. Í bréfi ráðuneytisins til umboðsmanns kemur fram að svo virðist sem að ríkislögreglustjóri hafi misskilið ákvæði laga. Haraldur bar því við að hann hefði talað fyrir hönd embættisins en réttarverndin sem hann vísaði til nær aðeins til einstaklinga. „[L]ítur ráðuneytið það mjög alvarlegum augum að ríkislögreglustjóri skuli senda borgurunum bréf með fullyrðingum um ólögmæta háttsemi þeirra, án þess að með nokkrum hætti fáist séð að neinn lögmætur grundvöllur sé fyrir því að embættið setji fram slíkar athugasemdir,“ segir í bréfi ráðuneytisins. Ráðuneytið ákvað hins vegar að áminna Harald ekki í ljósi skýringa sem hann gaf og meðalhófsreglunnar. „Var það mat m.a. byggt á því að hann gekkst við misgjörðum sínum og áréttaði það til framtíðar að hann myndi gæta að orðanotkun í málum sem þessum,“ segir í bréfi ráðuneytisins. Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 25. september 2019 17:26 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hjörleifi hefði mátt bjarga en allir þrír kærðu sig kollótta Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið áminnti Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, ekki vegna samskipta hans við rithöfund og fjölmiðlamann meðal annars vegna þess að Haraldur gekkst við misgjörðum sínum og áréttaði að hann myndi gæta orðnotkunar sinnar. Ríkislögreglustjóri sakaði mennina tvo um að bera ábyrgð á ólögmætri meingerð gegn embættinu. Björn Jón Bragason, rithöfundur, og Sigurður Kolbeinsson, þáttastjórnandi á Hringbraut kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfa sem Haraldur sendi þeim á bréfsefni ríkislögreglustjóraembættisins í kjölfar umfjöllunar þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins. Sakaði Haraldur þá um ólögmæta meingerð með umfjölluninni. Ráðuneytið taldi það hafa verið ámælisvert af Haraldi að senda bréfin á bréfsefni embættisins. Í bréfi sem dómsmálaráðuneytið sendi umboðsmanni með skýringum sínum segir að óljóst hafi verið hvort verið væri að gæta hagsmuna embættisins eða persónu þeirra sem skrifuðu undir þau. „Þá var framsetning þeirra enn fremur villandi þar sem tveir fyrrverandi starfsmenn embættis ríkislögreglustjóra skrifuðu undir bréfin,“ segir í bréfi ráðuneytisins.Sigurður K. Kolbeinsson þáttastjórnandi hjá Hringbraut t.v. og Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna frá embætti ríkislögreglustjóra.Leit ásakanir Haraldar alvarlegum augum Haraldur var beðinn um skýringar á því í hverju meint ólögmæt meingerð Björns Jóns og Sigurðar hefði falist. Í bréfi ráðuneytisins til umboðsmanns kemur fram að svo virðist sem að ríkislögreglustjóri hafi misskilið ákvæði laga. Haraldur bar því við að hann hefði talað fyrir hönd embættisins en réttarverndin sem hann vísaði til nær aðeins til einstaklinga. „[L]ítur ráðuneytið það mjög alvarlegum augum að ríkislögreglustjóri skuli senda borgurunum bréf með fullyrðingum um ólögmæta háttsemi þeirra, án þess að með nokkrum hætti fáist séð að neinn lögmætur grundvöllur sé fyrir því að embættið setji fram slíkar athugasemdir,“ segir í bréfi ráðuneytisins. Ráðuneytið ákvað hins vegar að áminna Harald ekki í ljósi skýringa sem hann gaf og meðalhófsreglunnar. „Var það mat m.a. byggt á því að hann gekkst við misgjörðum sínum og áréttaði það til framtíðar að hann myndi gæta að orðanotkun í málum sem þessum,“ segir í bréfi ráðuneytisins.
Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 25. september 2019 17:26 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hjörleifi hefði mátt bjarga en allir þrír kærðu sig kollótta Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Sjá meira
Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 25. september 2019 17:26