Tvö gjörgæslurúm fyrir sjúklinga með alvarleg brunasár á Landspítalanum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. október 2019 18:30 Landspítalinn er ekki í stakk búinn til að meðhöndla marga slasaða með alvarleg brunasár. Einungis tvö gjörgæslupláss eru til staðar fyrir sjúklinga með slíka áverka. Mikill eldur kom upp í íbúð í Mávahlíð um miðja síðustu viku. Eldurinn kom upp í kjallaraíbúð þar sem þrennt var innandyra. Einn komst út að sjálfsdáðum en slökkviliðsmenn björguðu tveimur út um glugga íbúðarinnar. Talið er að eldurinn hafi í kviknað potti í eldhúsi. Rannsókn lögreglu á tildrögum brunans er ólokið þar sem ekki hefur tekist að taka skýrslu af fólkinu.Frá vettvangi brunans í Mávahlíð aðfararnótt miðvikudags í síðustu viku.Vísir/Jóhann K.Öll með alvarleg brunasár Áverkar þeirra sem hlut eiga að máli mjög alvarlegir. Öll voru flutt á slysadeild til aðhlynningar og lögð inn á gjörgæsludeild. Kona og karl eru þungt haldin. Gjörgæsludeild spítalans er ekki í stakk búinn til þess að taka á móti mörgum einstaklingum með alvarleg brunasár, því var konan flutt til aðhlynningar í Svíþjóð. „Þeir sem eru með mjög alvarlegan brunaáverka þurfa að leggjast inn á gjörgæslu til þess að byrja með og þar höfum við tvö pláss fyrir alvarlegustu brunasjúklingana,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum.Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum.Vísir/BaldurGóð samvinna við aðra norræna spítala komi þessi staða upp Ólafur segir pítalann vera í góðu samstarfi við aðra norræna spítala sem taka við sjúklingum þegar staða sem þessi kemur upp.Ættu að vera fleiri pláss þar sem hægt væri að meðhöndla alvarlega slasaða með brunasár?„Ég held að það liggi ekki fyrir neitt sérstak mat á því og þetta er í sjálfu sér mjög góð spurning. Okkar hámark eru tveir með alvarleg brunasár,“ segir Ólafur. Margir alvarlegir húsbrunar hafa komið upp á síðustu vikum sem vekur upp spurningar um hvort fjölga þurfi gjörgæslurýmum.Hefur það ekki áhrif á bataferlið ef að til kemur að það þurfi að fljúga viðkomandi einstakling erlendis með sjúkraflugi? „Það er ómögulegt að fullyrða um það og við getum ekki tjáð okkur um einstaka tilfelli, en við höfum þessi tvö gjörgæslu rými fyrir alvarlega brunaáverka,“ segir Ólafur. Íbúðin þar sem eldurinn kom upp er afar illa farin.Vísir/Jóhann K. Bruni í Mávahlíð Landspítalinn Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Halda bænastund fyrir konu sem slasaðist í brunanum í Mávahlíð Bænastund verður haldin í Grindavíkjurkirkju í kvöld klukkan 20:30 fyrir konu sem slasaðist alvarlega í eldsvoða í Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags. 25. október 2019 18:00 Alvarlega slösuð eftir eldsvoða í Mávahlíð Tvennt er alvarlega slasað eftir eldsvoða sem kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags. 25. október 2019 12:00 Tveimur bjargað úr brennandi íbúð í Mávahlíð Mikil viðbúnaður var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eftir að tilkynning barst á öðrum tímanum í nótt um að eldur logaði í íbúð í Mávahlíð. Nær allt tiltækt lið var sent á staðinn enda um fjölbýlishús að ræða. 23. október 2019 03:08 Berjast fyrir lífi sínu eftir brunann í Mávahlíð Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem slösuðust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags, berjast nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi. 27. október 2019 21:36 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Landspítalinn er ekki í stakk búinn til að meðhöndla marga slasaða með alvarleg brunasár. Einungis tvö gjörgæslupláss eru til staðar fyrir sjúklinga með slíka áverka. Mikill eldur kom upp í íbúð í Mávahlíð um miðja síðustu viku. Eldurinn kom upp í kjallaraíbúð þar sem þrennt var innandyra. Einn komst út að sjálfsdáðum en slökkviliðsmenn björguðu tveimur út um glugga íbúðarinnar. Talið er að eldurinn hafi í kviknað potti í eldhúsi. Rannsókn lögreglu á tildrögum brunans er ólokið þar sem ekki hefur tekist að taka skýrslu af fólkinu.Frá vettvangi brunans í Mávahlíð aðfararnótt miðvikudags í síðustu viku.Vísir/Jóhann K.Öll með alvarleg brunasár Áverkar þeirra sem hlut eiga að máli mjög alvarlegir. Öll voru flutt á slysadeild til aðhlynningar og lögð inn á gjörgæsludeild. Kona og karl eru þungt haldin. Gjörgæsludeild spítalans er ekki í stakk búinn til þess að taka á móti mörgum einstaklingum með alvarleg brunasár, því var konan flutt til aðhlynningar í Svíþjóð. „Þeir sem eru með mjög alvarlegan brunaáverka þurfa að leggjast inn á gjörgæslu til þess að byrja með og þar höfum við tvö pláss fyrir alvarlegustu brunasjúklingana,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum.Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum.Vísir/BaldurGóð samvinna við aðra norræna spítala komi þessi staða upp Ólafur segir pítalann vera í góðu samstarfi við aðra norræna spítala sem taka við sjúklingum þegar staða sem þessi kemur upp.Ættu að vera fleiri pláss þar sem hægt væri að meðhöndla alvarlega slasaða með brunasár?„Ég held að það liggi ekki fyrir neitt sérstak mat á því og þetta er í sjálfu sér mjög góð spurning. Okkar hámark eru tveir með alvarleg brunasár,“ segir Ólafur. Margir alvarlegir húsbrunar hafa komið upp á síðustu vikum sem vekur upp spurningar um hvort fjölga þurfi gjörgæslurýmum.Hefur það ekki áhrif á bataferlið ef að til kemur að það þurfi að fljúga viðkomandi einstakling erlendis með sjúkraflugi? „Það er ómögulegt að fullyrða um það og við getum ekki tjáð okkur um einstaka tilfelli, en við höfum þessi tvö gjörgæslu rými fyrir alvarlega brunaáverka,“ segir Ólafur. Íbúðin þar sem eldurinn kom upp er afar illa farin.Vísir/Jóhann K.
Bruni í Mávahlíð Landspítalinn Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Halda bænastund fyrir konu sem slasaðist í brunanum í Mávahlíð Bænastund verður haldin í Grindavíkjurkirkju í kvöld klukkan 20:30 fyrir konu sem slasaðist alvarlega í eldsvoða í Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags. 25. október 2019 18:00 Alvarlega slösuð eftir eldsvoða í Mávahlíð Tvennt er alvarlega slasað eftir eldsvoða sem kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags. 25. október 2019 12:00 Tveimur bjargað úr brennandi íbúð í Mávahlíð Mikil viðbúnaður var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eftir að tilkynning barst á öðrum tímanum í nótt um að eldur logaði í íbúð í Mávahlíð. Nær allt tiltækt lið var sent á staðinn enda um fjölbýlishús að ræða. 23. október 2019 03:08 Berjast fyrir lífi sínu eftir brunann í Mávahlíð Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem slösuðust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags, berjast nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi. 27. október 2019 21:36 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Halda bænastund fyrir konu sem slasaðist í brunanum í Mávahlíð Bænastund verður haldin í Grindavíkjurkirkju í kvöld klukkan 20:30 fyrir konu sem slasaðist alvarlega í eldsvoða í Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags. 25. október 2019 18:00
Alvarlega slösuð eftir eldsvoða í Mávahlíð Tvennt er alvarlega slasað eftir eldsvoða sem kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags. 25. október 2019 12:00
Tveimur bjargað úr brennandi íbúð í Mávahlíð Mikil viðbúnaður var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eftir að tilkynning barst á öðrum tímanum í nótt um að eldur logaði í íbúð í Mávahlíð. Nær allt tiltækt lið var sent á staðinn enda um fjölbýlishús að ræða. 23. október 2019 03:08
Berjast fyrir lífi sínu eftir brunann í Mávahlíð Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem slösuðust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags, berjast nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi. 27. október 2019 21:36