Býður uppá mat að hætti danskra fanga Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2019 09:00 Guðmundur Ingi nýtir reynslu sína úr Nyborg-fangelsinu á jákvæðan hátt og eldar að hætti fanga þar. „Slátrið gekk vel í vikunni og svo ætla ég að taka upp gamla takta, nýta mér reynsluna úr danska fangelsiskerfinu og hafa djúsí Hakkebøff með lauk og einu spældu eggi,“ tilkynnir Guðmundur Ingi Þóroddsson vert á Blásteini í Árbæ. Matur að hætti danskra fanga? Getur það verið gott? Fangafóður. Já, svo segir vertinn. „Já maður verður að nýta reynsluna í botn sama hvaðan sú reynsla kemur. Fólk hefur almennt verið ánægt með dönsku eldamennskuna hjá okkur; hakkabuffið og purusteikina til dæmis.“Lærði að elda í Nyborg-fangelsinu Guðmundir Ingi hefur látið til sín taka í umræðu um stöðu fanga, var lengi formaður Afstöðu – samtaka fanga en sjálfur sat hann lengi inni í tengslum við fíkniefnasmygl. Meðal annars í Danaveldi. Og nú nær hann að nýta reynslu sína þaðan í eldhúsið. Hvernig má þetta vera?„Ég var í Nyborg-fangelsinu á góðum gangi þar sem 26 fangar voru. Þar skiptust 3 fangar á að elda ofan í hina í heila viku; morgunmat, hádegismat og kvöldmat,“ útskýrir Guðmundur Ingi.Kátir í eldhúsinu. Guðmundur Ingi með Teiti Jóhannessyni sem stjórnar matreiðslunni.Hann var í eitt og hálft ár í Nyborg-fangelsinu og þar þurftu fangarnir að panta inn og útbúa matseðla.„Það má segja að maður hafi lært að elda almennilega þar. Það var ekki slæmt að læra alla þessu frægu dönsku rétti en ég gat á móti sett íslenskan stíl í matgerðina þegar ég fékk að ráða.“ Guðmundur Ingi segir að þetta sé eitt af þeim atriðum sem honum finnst vanta hérna í fangelsiskerfið. „Það ætti að skylda alla fanga til að læra að panta inn vörur, gera innkaupalista og hafa læra að versla miðað við fjárhag, gera matseðla, elda og ganga frá. Það getur ekki verið annað en gott að fólk kunni þetta svona almennt. Þá kviknar oft áhugi á matagerð og um leið ætti fangelsiskerfið að taka á móti og bjóða föngunum að læra matreiðslu eins og er nákvæmlega gert í Danmörku.“Sérstakir fangaveitingastaðir til í DKAð hætti danskra fanga. Hakkað buff, með lauk.Meira að segja er það svo, að sögn Guðmundar Inga, að finna má sérstaka veitingastaði í sumum fangelsum í Danmörku. Þar starfa fangar í öllum störfum. „Í öðrum fangelsum er matvælaframleiðsla fyrir gæsluvarðhaldsfangelsin.“ En, nú er talað um spítalamat sem óæti og fangamaturinn er ekki hærra skrifaður. En, það er sem sagt á misskilningi byggt. Já, og nei, segir Guðmundur Ingi. „Á Blásteini-Matbar og Rakang Thai er enginn fangamatur í boði heldur lúxusmatur úr besta fáanlegu hráefni þar sem lærður matreiðslumaður stjórnar eldamennskunni,“ segir vertinn á Blásteini og vísar til þess að þó hann sjálfur sé liðtækur í eldhúsinu er hann ekki yfirmatreiðslumeistari staðanna sem hann rekur. „Teitur Jóhannesson matreiðslumaður er þarna með mér og stjórnar matseldinni.“ Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
„Slátrið gekk vel í vikunni og svo ætla ég að taka upp gamla takta, nýta mér reynsluna úr danska fangelsiskerfinu og hafa djúsí Hakkebøff með lauk og einu spældu eggi,“ tilkynnir Guðmundur Ingi Þóroddsson vert á Blásteini í Árbæ. Matur að hætti danskra fanga? Getur það verið gott? Fangafóður. Já, svo segir vertinn. „Já maður verður að nýta reynsluna í botn sama hvaðan sú reynsla kemur. Fólk hefur almennt verið ánægt með dönsku eldamennskuna hjá okkur; hakkabuffið og purusteikina til dæmis.“Lærði að elda í Nyborg-fangelsinu Guðmundir Ingi hefur látið til sín taka í umræðu um stöðu fanga, var lengi formaður Afstöðu – samtaka fanga en sjálfur sat hann lengi inni í tengslum við fíkniefnasmygl. Meðal annars í Danaveldi. Og nú nær hann að nýta reynslu sína þaðan í eldhúsið. Hvernig má þetta vera?„Ég var í Nyborg-fangelsinu á góðum gangi þar sem 26 fangar voru. Þar skiptust 3 fangar á að elda ofan í hina í heila viku; morgunmat, hádegismat og kvöldmat,“ útskýrir Guðmundur Ingi.Kátir í eldhúsinu. Guðmundur Ingi með Teiti Jóhannessyni sem stjórnar matreiðslunni.Hann var í eitt og hálft ár í Nyborg-fangelsinu og þar þurftu fangarnir að panta inn og útbúa matseðla.„Það má segja að maður hafi lært að elda almennilega þar. Það var ekki slæmt að læra alla þessu frægu dönsku rétti en ég gat á móti sett íslenskan stíl í matgerðina þegar ég fékk að ráða.“ Guðmundur Ingi segir að þetta sé eitt af þeim atriðum sem honum finnst vanta hérna í fangelsiskerfið. „Það ætti að skylda alla fanga til að læra að panta inn vörur, gera innkaupalista og hafa læra að versla miðað við fjárhag, gera matseðla, elda og ganga frá. Það getur ekki verið annað en gott að fólk kunni þetta svona almennt. Þá kviknar oft áhugi á matagerð og um leið ætti fangelsiskerfið að taka á móti og bjóða föngunum að læra matreiðslu eins og er nákvæmlega gert í Danmörku.“Sérstakir fangaveitingastaðir til í DKAð hætti danskra fanga. Hakkað buff, með lauk.Meira að segja er það svo, að sögn Guðmundar Inga, að finna má sérstaka veitingastaði í sumum fangelsum í Danmörku. Þar starfa fangar í öllum störfum. „Í öðrum fangelsum er matvælaframleiðsla fyrir gæsluvarðhaldsfangelsin.“ En, nú er talað um spítalamat sem óæti og fangamaturinn er ekki hærra skrifaður. En, það er sem sagt á misskilningi byggt. Já, og nei, segir Guðmundur Ingi. „Á Blásteini-Matbar og Rakang Thai er enginn fangamatur í boði heldur lúxusmatur úr besta fáanlegu hráefni þar sem lærður matreiðslumaður stjórnar eldamennskunni,“ segir vertinn á Blásteini og vísar til þess að þó hann sjálfur sé liðtækur í eldhúsinu er hann ekki yfirmatreiðslumeistari staðanna sem hann rekur. „Teitur Jóhannesson matreiðslumaður er þarna með mér og stjórnar matseldinni.“
Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira