Ásökun um kynferðissamband við starfsmann leiðir til afsagnar Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2019 10:17 Þingkonan Katie Hill. AP/Marcio Jose Sanchez Bandaríska þingkonan Katie Hill ætlar að segja af sér eftir ásakanir um hún hafi átt í sambandi við starfsmann sinn á þinginu og vegna mynda af henni og starfsmanni framboðs hennar, sem hún sakar eiginmann sinn og aðra um að hafa dreift. Hún segir myndirnar og einkaskilaboð hennar hafa verið vopnvædd af eiginmanninum, sem hún er að skilja við, og málafylgjumönnum Repúblikanaflokksins. Hill er á þingi fyrir Demókrataflokkinn. Siðferðisnefnd þingsins rannsakar nú ásakanir gegn Hill varðandi meint samband hennar og starfsmanns hennar á þinginu. Hún segir fregnir af því sambandi ekki réttar en í síðustu viku viðurkenndi hún og baðst afsökunar fyrir að hafa átt í sambandi við konu sem starfaði við framboð hannar. Samkvæmt reglum þingsins mega þingmenn ekki vera í sambandi við starfsmenn sína. Það eru engar reglur um starfsmenn framboða en samband Hill og starfsmanns hennar þykir þrátt fyrir það óviðeigandi. Myndir, og þar á meðal nektarmyndir, af Hill og konunni hafa verið birtar í hægri miðli í Bandaríkjunum og bresku götublaði, auk skjáskota af einkaskilaboðum Hill. Í yfirlýsingu sem Hill birti í gærkvöldi sagðist hún miður sín yfir afsögninni. Þetta væri það erfiðasta sem hún hefði gert en hún taldi það rétta ákvörðun fyrir íbúa kjördæmis hennar, samfélagið hennar og landið. Hún sagðist vilja skýla stuðningsmönnum sínum frá sársaukanum sem eiginmaður hennar hafi valdið og heiftinni frá hatursfullum málafylgjumönnum sem hafi veitt eiginmanni hennar vettvang til að dreifa óhróðri um hana sem byggi á stafrænu kynferðisofbeldi. Hill hefur beðið lögregluna um að rannsaka birtingu myndanna.It is with a broken heart that today I announce my resignation from Congress. This is the hardest thing I have ever had to do, but I believe it is the best thing for my constituents, my community, and our country. See my official statement below. pic.twitter.com/nG97RQIwvO — Rep. Katie Hill (@RepKatieHill) October 27, 2019 Hill fékk níu prósentustigum fleiri atkvæði en mótframbjóðandi hennar Stephen Knight. Sá hafði setið á þingi fyrir Repúblikanaflokkinn í tvö kjörtímabil. Hill var fyrsti þingmaður Demókrataflokksins til að ná kjöri í kjördæmi hennar frá 1990. Hún hefur ekki sagt hvenær hún muni stíga úr embætti. Þó hún sé ný á þingi þykir Hill efnileg og samkvæmt frétt Politico hafði Nancy Pelosi, þingflokksformaður í fulltrúadeildinni, sett hana í mikilvæg embætti.Pelosi sagði í yfirlýsingu að Hill hefði viðurkennt dómgreindarleysi sem hafi gert þingsetu hennar ómögulegt til lengdar. „Við verðum að tryggja heillindi og virðingu þingsins og allra vinnustaða,“ sagði Pelosi.AP fréttaveitan hefur komið höndum yfir dómsskjöl vegna skilnaðar Hill og Kenneth Heslep, eiginmanns hennar. Þar segist Hill hafa leitað á aðrar slóðir vegna slæms sambands þeirra og segir hún það miður að skilnaðurinn hafi verið dregin fram í almenna umræðu.Heslep segir þau hjón hafa gert samkomulag um að hann myndi sinna heimilinu á meðan hún sæti á þingi og að hún hafi í kjölfarið hafnað honum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Sjá meira
Bandaríska þingkonan Katie Hill ætlar að segja af sér eftir ásakanir um hún hafi átt í sambandi við starfsmann sinn á þinginu og vegna mynda af henni og starfsmanni framboðs hennar, sem hún sakar eiginmann sinn og aðra um að hafa dreift. Hún segir myndirnar og einkaskilaboð hennar hafa verið vopnvædd af eiginmanninum, sem hún er að skilja við, og málafylgjumönnum Repúblikanaflokksins. Hill er á þingi fyrir Demókrataflokkinn. Siðferðisnefnd þingsins rannsakar nú ásakanir gegn Hill varðandi meint samband hennar og starfsmanns hennar á þinginu. Hún segir fregnir af því sambandi ekki réttar en í síðustu viku viðurkenndi hún og baðst afsökunar fyrir að hafa átt í sambandi við konu sem starfaði við framboð hannar. Samkvæmt reglum þingsins mega þingmenn ekki vera í sambandi við starfsmenn sína. Það eru engar reglur um starfsmenn framboða en samband Hill og starfsmanns hennar þykir þrátt fyrir það óviðeigandi. Myndir, og þar á meðal nektarmyndir, af Hill og konunni hafa verið birtar í hægri miðli í Bandaríkjunum og bresku götublaði, auk skjáskota af einkaskilaboðum Hill. Í yfirlýsingu sem Hill birti í gærkvöldi sagðist hún miður sín yfir afsögninni. Þetta væri það erfiðasta sem hún hefði gert en hún taldi það rétta ákvörðun fyrir íbúa kjördæmis hennar, samfélagið hennar og landið. Hún sagðist vilja skýla stuðningsmönnum sínum frá sársaukanum sem eiginmaður hennar hafi valdið og heiftinni frá hatursfullum málafylgjumönnum sem hafi veitt eiginmanni hennar vettvang til að dreifa óhróðri um hana sem byggi á stafrænu kynferðisofbeldi. Hill hefur beðið lögregluna um að rannsaka birtingu myndanna.It is with a broken heart that today I announce my resignation from Congress. This is the hardest thing I have ever had to do, but I believe it is the best thing for my constituents, my community, and our country. See my official statement below. pic.twitter.com/nG97RQIwvO — Rep. Katie Hill (@RepKatieHill) October 27, 2019 Hill fékk níu prósentustigum fleiri atkvæði en mótframbjóðandi hennar Stephen Knight. Sá hafði setið á þingi fyrir Repúblikanaflokkinn í tvö kjörtímabil. Hill var fyrsti þingmaður Demókrataflokksins til að ná kjöri í kjördæmi hennar frá 1990. Hún hefur ekki sagt hvenær hún muni stíga úr embætti. Þó hún sé ný á þingi þykir Hill efnileg og samkvæmt frétt Politico hafði Nancy Pelosi, þingflokksformaður í fulltrúadeildinni, sett hana í mikilvæg embætti.Pelosi sagði í yfirlýsingu að Hill hefði viðurkennt dómgreindarleysi sem hafi gert þingsetu hennar ómögulegt til lengdar. „Við verðum að tryggja heillindi og virðingu þingsins og allra vinnustaða,“ sagði Pelosi.AP fréttaveitan hefur komið höndum yfir dómsskjöl vegna skilnaðar Hill og Kenneth Heslep, eiginmanns hennar. Þar segist Hill hafa leitað á aðrar slóðir vegna slæms sambands þeirra og segir hún það miður að skilnaðurinn hafi verið dregin fram í almenna umræðu.Heslep segir þau hjón hafa gert samkomulag um að hann myndi sinna heimilinu á meðan hún sæti á þingi og að hún hafi í kjölfarið hafnað honum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Sjá meira