Vilja koma Hrísey á kortið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2019 21:00 Hrísey virðist vera vannýttur ferðamannastaður Vísir/Friðrik Stefnt er að því að blása til sóknar til þess að markaðssetja Hrísey sem áfangastað fyrir innlenda ferðamenn. Ný könnun sýnir að margir Íslendingar sjá ekki neina ástæðu til þess að heimsækja eyjuna. Akureyrarstofa vinnur nú að því að markaðssetja Hrísey. Ráðist var í könnun á meðal landsmanna til þess að fá upplýsingar um hvað hug Íslendingar bera til eyjunnar. „Við vildum komast að því hversu stórt hlutfall Íslendinga raun og veru þekkti Hrísey og hefði komið þangað,“ segir Ragnar Hólm Ragnarsson upplýsinga- og kynningarfulltrúi Akureyrarbæjar.Hrísey varla á kortinu hjá mörgum 57 prósent landsmanna hafa komið í eyjuna á síðustu tíu árum en heldur færri að undanförnu, aðeins 17 prósent á síðustu fimm árum. „Það sem við þurfum að skoða er að mjög stór hluti Íslendinga virðist ekki bara gera sér eða sjá neina ástæðu til að heimsækja eyjuna. Bara hér um bil veit ekki að hún er til eða átta sig ekki á þeim möguleikum og þeim dásemdum sem að Hrísey býr yfir,“ segir Ragnar.Við höfnina í Hrísey.vísir/friðrikAkureyrarstofa sér því tækifæri í að markaðssetja eyjuna, ekki síst á Suðvesturhorninu. „Það sem við þurfum nú að gera og höfum verið að gera en ætlum að blása til sóknar nú í vetur og vinna fyrir næsta sumar í því að markaðssetja eyjuna og koma því betur á framfæri við landsmenn alla hvað þangað er að sækja,“ segir Ragnar. Könnunin sýnir að náttúra eyjunnar sé það sem helst laði að. „Þessi friðsemd og ró sem eyjan býr yfir er alveg hreint út samt dásamleg. Svo er það fuglalífið. Þetta er náttúrulega friðland rjúpunnar. Þannig að þú sérð þarna rjúpur í görðum og ý msar aðrar fuglategundi. Þannig að er þetta svona pínu náttúruparadís sem er mjög einfalt að sækja heim, fimmtán mínútna sigling.“ Akureyri Ferðamennska á Íslandi Hrísey Tengdar fréttir Vilja rafmagnsferju í Hríseyjarsiglingar Sú hugmynd hefur verið rædd á meðal Hríseyinga að ný Hríseyjarferja gangi eingöngu fyrir rafmagni. Skipstjóri núverandi ferju segir að kominn sé tími á endurnýjun á ferjunni og tvímælalaust eigi þá að horfa til rafmagnsferju. 23. febrúar 2019 20:00 Fær ekki lengur áfall við komu í heimabankann Verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar veit líklega meira um íbúa eyjunnar en þeir vita um sjálfa sig. Reksturinn hefur verið erfiður undanfarin ár en bjartari tímar eru framundan að sögn verslunarstjórans. 23. febrúar 2019 21:00 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Sjá meira
Stefnt er að því að blása til sóknar til þess að markaðssetja Hrísey sem áfangastað fyrir innlenda ferðamenn. Ný könnun sýnir að margir Íslendingar sjá ekki neina ástæðu til þess að heimsækja eyjuna. Akureyrarstofa vinnur nú að því að markaðssetja Hrísey. Ráðist var í könnun á meðal landsmanna til þess að fá upplýsingar um hvað hug Íslendingar bera til eyjunnar. „Við vildum komast að því hversu stórt hlutfall Íslendinga raun og veru þekkti Hrísey og hefði komið þangað,“ segir Ragnar Hólm Ragnarsson upplýsinga- og kynningarfulltrúi Akureyrarbæjar.Hrísey varla á kortinu hjá mörgum 57 prósent landsmanna hafa komið í eyjuna á síðustu tíu árum en heldur færri að undanförnu, aðeins 17 prósent á síðustu fimm árum. „Það sem við þurfum að skoða er að mjög stór hluti Íslendinga virðist ekki bara gera sér eða sjá neina ástæðu til að heimsækja eyjuna. Bara hér um bil veit ekki að hún er til eða átta sig ekki á þeim möguleikum og þeim dásemdum sem að Hrísey býr yfir,“ segir Ragnar.Við höfnina í Hrísey.vísir/friðrikAkureyrarstofa sér því tækifæri í að markaðssetja eyjuna, ekki síst á Suðvesturhorninu. „Það sem við þurfum nú að gera og höfum verið að gera en ætlum að blása til sóknar nú í vetur og vinna fyrir næsta sumar í því að markaðssetja eyjuna og koma því betur á framfæri við landsmenn alla hvað þangað er að sækja,“ segir Ragnar. Könnunin sýnir að náttúra eyjunnar sé það sem helst laði að. „Þessi friðsemd og ró sem eyjan býr yfir er alveg hreint út samt dásamleg. Svo er það fuglalífið. Þetta er náttúrulega friðland rjúpunnar. Þannig að þú sérð þarna rjúpur í görðum og ý msar aðrar fuglategundi. Þannig að er þetta svona pínu náttúruparadís sem er mjög einfalt að sækja heim, fimmtán mínútna sigling.“
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Hrísey Tengdar fréttir Vilja rafmagnsferju í Hríseyjarsiglingar Sú hugmynd hefur verið rædd á meðal Hríseyinga að ný Hríseyjarferja gangi eingöngu fyrir rafmagni. Skipstjóri núverandi ferju segir að kominn sé tími á endurnýjun á ferjunni og tvímælalaust eigi þá að horfa til rafmagnsferju. 23. febrúar 2019 20:00 Fær ekki lengur áfall við komu í heimabankann Verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar veit líklega meira um íbúa eyjunnar en þeir vita um sjálfa sig. Reksturinn hefur verið erfiður undanfarin ár en bjartari tímar eru framundan að sögn verslunarstjórans. 23. febrúar 2019 21:00 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Sjá meira
Vilja rafmagnsferju í Hríseyjarsiglingar Sú hugmynd hefur verið rædd á meðal Hríseyinga að ný Hríseyjarferja gangi eingöngu fyrir rafmagni. Skipstjóri núverandi ferju segir að kominn sé tími á endurnýjun á ferjunni og tvímælalaust eigi þá að horfa til rafmagnsferju. 23. febrúar 2019 20:00
Fær ekki lengur áfall við komu í heimabankann Verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar veit líklega meira um íbúa eyjunnar en þeir vita um sjálfa sig. Reksturinn hefur verið erfiður undanfarin ár en bjartari tímar eru framundan að sögn verslunarstjórans. 23. febrúar 2019 21:00