Ætla nú að senda fleiri hermenn og jafnvel skriðdreka til Sýrlands Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2019 15:19 Esper ræddi við blaðamenn í höfuðstöðvum NATO í Brussel í dag. AP/Virginia Mayo Bandaríkin ætla að skilja fleiri hermenn en áður hefur komið fram eftir í Sýrlandi með því markmiði að velja ríkar olíulindir gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Þetta kom fram í máli Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, nú í dag. Þar að auki verða fleiri hermenn sendir á svæðið auk skriðdreka og annarra brynvarðra farartækja. Esper vildi ekki segja hve marga hermenn væri um að ræða. Ummæli varnarmálaráðherrans eru til marks um óvissa stefnu Bandaríkjanna í Sýrlandi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í síðustu viku að allir hermenn í Sýrlandi, um þúsund talsins, yrðu kallaðir heim. Svo sagði hann að um 200 yrðu eftir í landinu. Esper sagði svo að hermennirnir sem færu frá Sýrlandi myndu ekki koma aftur til Bandaríkjanna heldur vera í Írak og halda þar áfram að berjast gegn ISIS. Yfirvöld Írak segja það þó hins vegar ekki koma til greina. Trump tísti svo í dag og sagði hermennina sem um ræðir vera að fara „á aðra staði“ og væru þeir á „LEIÐINNI HEIM!“ eins og forsetinn orðaði það. Þá sagði hann einnig í umræddum tístum að búið væri að tryggja öryggi olíunnar.Heimildarmenn AP fréttaveitunnar innan Pentagon, höfuðstöðva herafla Bandaríkjanna, segja að Bandaríkin vilji tryggja að vígamenn Íslamska ríkisins komi höndunum ekki yfir olíulindir á svæðinu og geti nýtt tekjur frá þeim til að byggja samtökin upp á nýjan leik.Forsvarsmenn hersins hafa að undanförnu þrýst á Trump og embættismenn og vilja hafa viðveru í Sýrlandi því þrátt fyrir að kalífadæmi ISIS hafi verið sigrað er áætlað að tugir þúsunda í Sýrlandi og Írak tilheyri enn samtökunum. Þeir segja umræddar olíulindir mikilvægar vegna þessa. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Bandaríkin ætla að skilja fleiri hermenn en áður hefur komið fram eftir í Sýrlandi með því markmiði að velja ríkar olíulindir gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Þetta kom fram í máli Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, nú í dag. Þar að auki verða fleiri hermenn sendir á svæðið auk skriðdreka og annarra brynvarðra farartækja. Esper vildi ekki segja hve marga hermenn væri um að ræða. Ummæli varnarmálaráðherrans eru til marks um óvissa stefnu Bandaríkjanna í Sýrlandi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í síðustu viku að allir hermenn í Sýrlandi, um þúsund talsins, yrðu kallaðir heim. Svo sagði hann að um 200 yrðu eftir í landinu. Esper sagði svo að hermennirnir sem færu frá Sýrlandi myndu ekki koma aftur til Bandaríkjanna heldur vera í Írak og halda þar áfram að berjast gegn ISIS. Yfirvöld Írak segja það þó hins vegar ekki koma til greina. Trump tísti svo í dag og sagði hermennina sem um ræðir vera að fara „á aðra staði“ og væru þeir á „LEIÐINNI HEIM!“ eins og forsetinn orðaði það. Þá sagði hann einnig í umræddum tístum að búið væri að tryggja öryggi olíunnar.Heimildarmenn AP fréttaveitunnar innan Pentagon, höfuðstöðva herafla Bandaríkjanna, segja að Bandaríkin vilji tryggja að vígamenn Íslamska ríkisins komi höndunum ekki yfir olíulindir á svæðinu og geti nýtt tekjur frá þeim til að byggja samtökin upp á nýjan leik.Forsvarsmenn hersins hafa að undanförnu þrýst á Trump og embættismenn og vilja hafa viðveru í Sýrlandi því þrátt fyrir að kalífadæmi ISIS hafi verið sigrað er áætlað að tugir þúsunda í Sýrlandi og Írak tilheyri enn samtökunum. Þeir segja umræddar olíulindir mikilvægar vegna þessa.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira