Ætla nú að senda fleiri hermenn og jafnvel skriðdreka til Sýrlands Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2019 15:19 Esper ræddi við blaðamenn í höfuðstöðvum NATO í Brussel í dag. AP/Virginia Mayo Bandaríkin ætla að skilja fleiri hermenn en áður hefur komið fram eftir í Sýrlandi með því markmiði að velja ríkar olíulindir gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Þetta kom fram í máli Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, nú í dag. Þar að auki verða fleiri hermenn sendir á svæðið auk skriðdreka og annarra brynvarðra farartækja. Esper vildi ekki segja hve marga hermenn væri um að ræða. Ummæli varnarmálaráðherrans eru til marks um óvissa stefnu Bandaríkjanna í Sýrlandi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í síðustu viku að allir hermenn í Sýrlandi, um þúsund talsins, yrðu kallaðir heim. Svo sagði hann að um 200 yrðu eftir í landinu. Esper sagði svo að hermennirnir sem færu frá Sýrlandi myndu ekki koma aftur til Bandaríkjanna heldur vera í Írak og halda þar áfram að berjast gegn ISIS. Yfirvöld Írak segja það þó hins vegar ekki koma til greina. Trump tísti svo í dag og sagði hermennina sem um ræðir vera að fara „á aðra staði“ og væru þeir á „LEIÐINNI HEIM!“ eins og forsetinn orðaði það. Þá sagði hann einnig í umræddum tístum að búið væri að tryggja öryggi olíunnar.Heimildarmenn AP fréttaveitunnar innan Pentagon, höfuðstöðva herafla Bandaríkjanna, segja að Bandaríkin vilji tryggja að vígamenn Íslamska ríkisins komi höndunum ekki yfir olíulindir á svæðinu og geti nýtt tekjur frá þeim til að byggja samtökin upp á nýjan leik.Forsvarsmenn hersins hafa að undanförnu þrýst á Trump og embættismenn og vilja hafa viðveru í Sýrlandi því þrátt fyrir að kalífadæmi ISIS hafi verið sigrað er áætlað að tugir þúsunda í Sýrlandi og Írak tilheyri enn samtökunum. Þeir segja umræddar olíulindir mikilvægar vegna þessa. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Bandaríkin ætla að skilja fleiri hermenn en áður hefur komið fram eftir í Sýrlandi með því markmiði að velja ríkar olíulindir gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Þetta kom fram í máli Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, nú í dag. Þar að auki verða fleiri hermenn sendir á svæðið auk skriðdreka og annarra brynvarðra farartækja. Esper vildi ekki segja hve marga hermenn væri um að ræða. Ummæli varnarmálaráðherrans eru til marks um óvissa stefnu Bandaríkjanna í Sýrlandi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í síðustu viku að allir hermenn í Sýrlandi, um þúsund talsins, yrðu kallaðir heim. Svo sagði hann að um 200 yrðu eftir í landinu. Esper sagði svo að hermennirnir sem færu frá Sýrlandi myndu ekki koma aftur til Bandaríkjanna heldur vera í Írak og halda þar áfram að berjast gegn ISIS. Yfirvöld Írak segja það þó hins vegar ekki koma til greina. Trump tísti svo í dag og sagði hermennina sem um ræðir vera að fara „á aðra staði“ og væru þeir á „LEIÐINNI HEIM!“ eins og forsetinn orðaði það. Þá sagði hann einnig í umræddum tístum að búið væri að tryggja öryggi olíunnar.Heimildarmenn AP fréttaveitunnar innan Pentagon, höfuðstöðva herafla Bandaríkjanna, segja að Bandaríkin vilji tryggja að vígamenn Íslamska ríkisins komi höndunum ekki yfir olíulindir á svæðinu og geti nýtt tekjur frá þeim til að byggja samtökin upp á nýjan leik.Forsvarsmenn hersins hafa að undanförnu þrýst á Trump og embættismenn og vilja hafa viðveru í Sýrlandi því þrátt fyrir að kalífadæmi ISIS hafi verið sigrað er áætlað að tugir þúsunda í Sýrlandi og Írak tilheyri enn samtökunum. Þeir segja umræddar olíulindir mikilvægar vegna þessa.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira