Ég sakna mín Friðrik Agni Árnason skrifar 26. október 2019 08:00 Það er einhver hluti af okkur þegar við vorum unglingar og ungmenni sem við týnum einhversstaðar á lífsleiðinni. Við gætum hugsað: Já ég var bara barn og vissi ekki neitt um lífið og lét eins og einhver vitleysingur. En er það virkilega? Vorum við kannski alveg með okkur sjálf á hreinu þegar við vorum átján ára? Verðum við heflaðri í hegðun eftir því sem við eldumst? Nær það hámarki á þrítugsaldrinum en fer svo aftur að skína í eitthvað öryggi þegar fer að líða að miðaldri? Við nennum ekki lengur að fara eftir ramma samfélagsins. Verðum aftur hömlulaus og óafsakanlega við sjálf. „Ég gekk andspænis sjálfum mér 18 ára á einn morguninn á Laugaveginum um daginn. Ég var klæddur risastórri hettupeysu og sólgleraugum sem þöktu hálft andlitið. Ég var í dansskóm með hælum, þröngum gallabuxum með tuðru hangandi um öxlina. Ég mætti mér á ógnarhraða. Hinn 18 ára ég veitti mér engan gaum heldur gekk beint áfram eins og eftir trommutakti og krafðist athygli allra í návist okkar. Hann nálgaðist og rétt þegar hann gekk framhjá mátti sjá á bakvið gleraugun glitta í dularfullt augnaráð sem starði beint til mín í eitt sekúndubrot. Óheflað göngulagið, augnaráðið, ákveðnin og öryggið. Hann var á leiðinni eitthvað.” Hafið þið einhverntímann hugsað til baka? Örugglega. Hvað hugsið þið þegar þið yngri útgáfan af ykkur kemur upp í hugann? Ég velti því stundum fyrir mér hvað varð um þennan óheflaða unga einstakling með risa drauma og beittan vilja til að gera bara nákvæmlega það sem honum þóknaðist. Það hljómar kannski eins og vandræði að ungur einstaklingur geri það sem honum þóknast. Það er einhver millivegur þarna. Eina sem ég veit er að í dag er ég miklu varkárari og meðvitaðri um ásetninginn minn í lífinu. Það er meiri efi og meiri hógværð. Það er gott að hafa hógværð og það er gott að vera varkár. En ekki ef það er ávallt að koma í veg fyrir að fólk geri það sem það dreymir um að gera. Það getur fylgt ungdóminum að dreyma stórt, sækjast í tækifærin og svífast einskis. Ég sakna þess. Á einhverjum tímapunkti þá hvarf öryggið og efinn tók við. Álit annarra fór að skipta meira máli og orðsporið. Ekki misskilja mig. Ég er ekki með þráhyggju gagnvart hinum 18 ára mér. Ég var duglegur að koma mér í vandræði og gerði hluti án þess að hugleiða afleiðingarnar. En ég get ekki annað en hugsað: Hvaðan kom þetta öryggi og „attitude”? Og af hverju er ég ekki með það lengur? Það gæti verið að maður einfaldlega þroskist upp úr öllum ýktum hegðunarmynstrum en ég tel að sumt sem einkenndi okkur sem unglingar/ungmenni séu einkenni sem við megum ekki sleppa alveg. Undanfarið hef ég verið að kafa svolítið til baka og reyna að finna þennan einstakling sem var svo fullur af orku og öryggi. Ég var örugglega óþolandi fyrir suma en ég held að það sé allt í lagi að vera bara pínu óþolandi fyrir suma svo lengi sem maður er að fylgja hjartanu og eltast við sína drauma. Því til þess að komast nær sínum markmiðum þá verður maður að fara svolítið blátt áfram, eins og sem börn, unglingar og ungmenni gera. Það er einmitt þetta sem maður er að sjá í ungu fólki í dag, framkvæmdagleðin og þvílíkan eldmóð gagnvart því sem það hefur ástríðu fyrir. Ég er að finna hann aftur, mjög meðvitað að sjálfsögðu, í dag. Ég er rólega en örugglega að ganga á móti átján ára mér með lófann á lofti. Í næstu viku ætla ég svo sannarlega út fyrir rammann og gera hluti á sýningu sem átján ára ég hefði ekki átt í neinum vandræðum með. Ef þið fólk vill komast að því hvað það er þá er hægt að mæta á Hard Rock í Halloween danspartý næsta fimmtudag kl. 20. Þá er svo sannarlega tækifæri fyrir alla að seilast eftir sínum innri hömlulausa karakter - því ef ekki núna - þá hvenær?Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er einhver hluti af okkur þegar við vorum unglingar og ungmenni sem við týnum einhversstaðar á lífsleiðinni. Við gætum hugsað: Já ég var bara barn og vissi ekki neitt um lífið og lét eins og einhver vitleysingur. En er það virkilega? Vorum við kannski alveg með okkur sjálf á hreinu þegar við vorum átján ára? Verðum við heflaðri í hegðun eftir því sem við eldumst? Nær það hámarki á þrítugsaldrinum en fer svo aftur að skína í eitthvað öryggi þegar fer að líða að miðaldri? Við nennum ekki lengur að fara eftir ramma samfélagsins. Verðum aftur hömlulaus og óafsakanlega við sjálf. „Ég gekk andspænis sjálfum mér 18 ára á einn morguninn á Laugaveginum um daginn. Ég var klæddur risastórri hettupeysu og sólgleraugum sem þöktu hálft andlitið. Ég var í dansskóm með hælum, þröngum gallabuxum með tuðru hangandi um öxlina. Ég mætti mér á ógnarhraða. Hinn 18 ára ég veitti mér engan gaum heldur gekk beint áfram eins og eftir trommutakti og krafðist athygli allra í návist okkar. Hann nálgaðist og rétt þegar hann gekk framhjá mátti sjá á bakvið gleraugun glitta í dularfullt augnaráð sem starði beint til mín í eitt sekúndubrot. Óheflað göngulagið, augnaráðið, ákveðnin og öryggið. Hann var á leiðinni eitthvað.” Hafið þið einhverntímann hugsað til baka? Örugglega. Hvað hugsið þið þegar þið yngri útgáfan af ykkur kemur upp í hugann? Ég velti því stundum fyrir mér hvað varð um þennan óheflaða unga einstakling með risa drauma og beittan vilja til að gera bara nákvæmlega það sem honum þóknaðist. Það hljómar kannski eins og vandræði að ungur einstaklingur geri það sem honum þóknast. Það er einhver millivegur þarna. Eina sem ég veit er að í dag er ég miklu varkárari og meðvitaðri um ásetninginn minn í lífinu. Það er meiri efi og meiri hógværð. Það er gott að hafa hógværð og það er gott að vera varkár. En ekki ef það er ávallt að koma í veg fyrir að fólk geri það sem það dreymir um að gera. Það getur fylgt ungdóminum að dreyma stórt, sækjast í tækifærin og svífast einskis. Ég sakna þess. Á einhverjum tímapunkti þá hvarf öryggið og efinn tók við. Álit annarra fór að skipta meira máli og orðsporið. Ekki misskilja mig. Ég er ekki með þráhyggju gagnvart hinum 18 ára mér. Ég var duglegur að koma mér í vandræði og gerði hluti án þess að hugleiða afleiðingarnar. En ég get ekki annað en hugsað: Hvaðan kom þetta öryggi og „attitude”? Og af hverju er ég ekki með það lengur? Það gæti verið að maður einfaldlega þroskist upp úr öllum ýktum hegðunarmynstrum en ég tel að sumt sem einkenndi okkur sem unglingar/ungmenni séu einkenni sem við megum ekki sleppa alveg. Undanfarið hef ég verið að kafa svolítið til baka og reyna að finna þennan einstakling sem var svo fullur af orku og öryggi. Ég var örugglega óþolandi fyrir suma en ég held að það sé allt í lagi að vera bara pínu óþolandi fyrir suma svo lengi sem maður er að fylgja hjartanu og eltast við sína drauma. Því til þess að komast nær sínum markmiðum þá verður maður að fara svolítið blátt áfram, eins og sem börn, unglingar og ungmenni gera. Það er einmitt þetta sem maður er að sjá í ungu fólki í dag, framkvæmdagleðin og þvílíkan eldmóð gagnvart því sem það hefur ástríðu fyrir. Ég er að finna hann aftur, mjög meðvitað að sjálfsögðu, í dag. Ég er rólega en örugglega að ganga á móti átján ára mér með lófann á lofti. Í næstu viku ætla ég svo sannarlega út fyrir rammann og gera hluti á sýningu sem átján ára ég hefði ekki átt í neinum vandræðum með. Ef þið fólk vill komast að því hvað það er þá er hægt að mæta á Hard Rock í Halloween danspartý næsta fimmtudag kl. 20. Þá er svo sannarlega tækifæri fyrir alla að seilast eftir sínum innri hömlulausa karakter - því ef ekki núna - þá hvenær?Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun