Fyrrverandi skólastjóri skákvæðir Grafarvog Björn Þorfinnsson skrifar 25. október 2019 06:00 Skák er sívinsæl íþrótt með iðkendur á öllum aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Helgi Árnason, fyrrverandi skólastjóri Rimaskóla, er kominn á eftirlaun en er þó hvergi nærri sestur í helgan stein. Hann er formaður Skákdeildar Fjölnis sem hefur hafist handa við að skákvæða Grafarvog og Stórhöfða eins og svæðið leggur sig. Fyrsta skáksettið var afhent við athöfn í heimsókn í Íslandsbankaútibúið á Höfðabakka í gær. Helgi gegndi starfi skólastjóra í Rimaskóla í 26 ár. Á þeim tíma vakti skólinn verðskuldaða athygli fyrir öflugt skákstarf fyrir nemendur. Íslandsmeistara- og Norðurlandatitlar hrúguðust inn og hver afreksmaðurinn á fætur öðrum leit dagsins ljós innan skólans. Þar á meðal yngsti stórmeistari Íslendinga, Hjörvar Steinn Grétarsson, og nýjasti landsliðsmaðurinn Dagur Ragnarsson, sem einmitt mun þreyta frumraun sína á Evrópumeistaramóti landsliða í Batumi í Georgíu í vikunni. „Maður er náttúrulega afar hreykinn af þessum öflugu skákmönnum sem urðu til innan skólans,“ segir Helgi. „Það sem var þó ekki síður mikilvægt var að margir nemendur sem áttu erfitt með einbeitingu og fundu sig ekki í námi blómstruðu í skákinni. Það hjálpaði þeim síðan í náminu. Það má segja að afreksfólkið hafi verið ánægjuleg aukaafurð en stóra málið var að skákin studdi vel við skólastarfið og fjölmargir nemendur höfðu ánægjuleg kynni af þessari list þó að þeir hafi ekki lagt skákina fyrir sig.“ Helgi var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu í sumar fyrir starf sitt að skóla- og skákmálum ungmenna. Hann segir að sá heiður hafi virkað sem hvatning frekar en skilaboð um að fara að slaka á. „Núna hef ég mun meiri tíma og get því einbeitt mér að hverfinu mínu frekar en bara einum skóla. Skákdeild Fjölnis var stofnuð árið 2004 að frumkvæði okkar Hrafns Jökulssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra. Í dag er unnið þar öflugt starf enda er félagið orðið eitt stærsta taflfélag landsins. Við viljum efla það enn frekar og höfum því blásið til átaksins Skákvæðum Grafarvog. Markmið þess er að skákvæða fyrirtæki í Grafarvogi og Ártúnshöfða. Í framhaldinu viljum við svo bjóða upp á margs konar samstarf um fjöltefli á vinnustað, vinnustaðaskákmót og aðrar uppákomur,“ segir Helgi og er bjartsýnn á árangur skákvæðingarinnar í Grafarvogi. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skák Skóla - og menntamál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Helgi Árnason, fyrrverandi skólastjóri Rimaskóla, er kominn á eftirlaun en er þó hvergi nærri sestur í helgan stein. Hann er formaður Skákdeildar Fjölnis sem hefur hafist handa við að skákvæða Grafarvog og Stórhöfða eins og svæðið leggur sig. Fyrsta skáksettið var afhent við athöfn í heimsókn í Íslandsbankaútibúið á Höfðabakka í gær. Helgi gegndi starfi skólastjóra í Rimaskóla í 26 ár. Á þeim tíma vakti skólinn verðskuldaða athygli fyrir öflugt skákstarf fyrir nemendur. Íslandsmeistara- og Norðurlandatitlar hrúguðust inn og hver afreksmaðurinn á fætur öðrum leit dagsins ljós innan skólans. Þar á meðal yngsti stórmeistari Íslendinga, Hjörvar Steinn Grétarsson, og nýjasti landsliðsmaðurinn Dagur Ragnarsson, sem einmitt mun þreyta frumraun sína á Evrópumeistaramóti landsliða í Batumi í Georgíu í vikunni. „Maður er náttúrulega afar hreykinn af þessum öflugu skákmönnum sem urðu til innan skólans,“ segir Helgi. „Það sem var þó ekki síður mikilvægt var að margir nemendur sem áttu erfitt með einbeitingu og fundu sig ekki í námi blómstruðu í skákinni. Það hjálpaði þeim síðan í náminu. Það má segja að afreksfólkið hafi verið ánægjuleg aukaafurð en stóra málið var að skákin studdi vel við skólastarfið og fjölmargir nemendur höfðu ánægjuleg kynni af þessari list þó að þeir hafi ekki lagt skákina fyrir sig.“ Helgi var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu í sumar fyrir starf sitt að skóla- og skákmálum ungmenna. Hann segir að sá heiður hafi virkað sem hvatning frekar en skilaboð um að fara að slaka á. „Núna hef ég mun meiri tíma og get því einbeitt mér að hverfinu mínu frekar en bara einum skóla. Skákdeild Fjölnis var stofnuð árið 2004 að frumkvæði okkar Hrafns Jökulssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra. Í dag er unnið þar öflugt starf enda er félagið orðið eitt stærsta taflfélag landsins. Við viljum efla það enn frekar og höfum því blásið til átaksins Skákvæðum Grafarvog. Markmið þess er að skákvæða fyrirtæki í Grafarvogi og Ártúnshöfða. Í framhaldinu viljum við svo bjóða upp á margs konar samstarf um fjöltefli á vinnustað, vinnustaðaskákmót og aðrar uppákomur,“ segir Helgi og er bjartsýnn á árangur skákvæðingarinnar í Grafarvogi.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skák Skóla - og menntamál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira