Kona Magnúsar skipstjóra skrifar Hulda Ragnheiður Árnadóttir skrifar 24. október 2019 13:30 Fyrir ykkur sem vitið ekki hver ég er... þá er ég gift honum Magnúsi Guðjóns skipstjóra og kennara við Tækniskólann og svo er ég dóttir hans Árna Vill rafvirkja. Ég er ein fimm systkina, þrjár systur og sjúkrabílstjórinn hann Björgvin Árna bróðir minn. Ég vinn á frábærum vinnustað ásamt tveimur konum og honum Jóni Örvari sem er verkfræðingur. Ástæðan fyrir innganginum að þessum pistli mínum er sú að undanfarna daga hafa margir vakið athygli á myndaalbúmi sem tekið hefur verið saman á Facebook þar sem fyrirsagnir myndanna eru í engu samræmi efni myndanna. Myndir af körlum með nöfn og titla en nafnlausar konur. Systur og frúr en mennirnir tilgreindir, jafnvel þó þeir hafi enga tengingu við tilefni umfjöllunarinnar. Það var vægast sagt sjokkerandi að sjá á einum stað samantekt á þessu hrópandi ósamræmi á milli mynda, texta og fyrirsagna og fékk mig til að leggjast í smá rannsóknarvinnu. Satt að segja vonaðist ég til þess að það væri einhver einn miðill, eða jafnvel einn einstaklingur sem bæri ábyrgð á öllum þessum fréttum og myndbirtingum. Sú von varð að engu þegar ég sá að miðlarnir voru nokkrir og höfundar enn fleiri, bæði karlar og konur. Í fljótu bragði mátti sjá að margar þessara mynda sem finna mátti í albúminu eru fengnar úr nýlegri umfjöllun dagblaðanna en aðrar voru eldri. Það er því ekki hægt að treysta því að tímarnir hafi breyst og svona blaðamennska heyri sögunni til.Hvernig náum við árangri? Til þess að auka sýnileika kvenna í atvinnulífinu þarf að fjalla um konur og nafngreina þær. Með þeirri umfjöllun sem átt hefur sér stað á síðustu dögum á samfélagsmiðlum um þennan mismun á umfjöllun um myndefni, eftir því hvaða kyn prýða myndina hefur t.a.m. verið brugðist við á einhverjum miðlum og breytingar gerðar. Ágætis dæmi um það er mynd úr útgáfuteiti Lilju Sigurðardóttur rithöfundar, fyrr í þessum mánuði. Þar virðist sem blaðamanni hafi verið alls ókunnugt um hver Jónína Leósdóttir, blaðamaður og rithöfundur er. Nafnið hennar var ekki sett við myndina í upphafi, en þegar umfjöllun um hana hafði átt sér stað á fjölmiðlum var nafni hennar bætt við og stendur nú undir myndinni ásamt nöfnum Sigurjóns Kjartanssonar og Sigmundar Ernis Rúnarssonar.Er ekki kominn tími til að vanda betur til verka og gæta aukins jafnræðis, bæði við fréttamat og umfjöllun um þær fréttir sem birtar eru á fjölmiðlum. Er ekki eðlilegt að konur séu nefndar með nafni og þeirra starfssvið tilgreint þegar það er viðeigandi, frekar en að þær séu frúr og fylgifiskar eiginmanna sinna? Getum við ekki öll verið sammála um að það sé kominn tími til að breyta þessu?Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, M.sc. í fjármálum, bankastjórnun og alþjóðaviðskiptum og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Hulda Ragnheiður Árnadóttir Jafnréttismál Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir ykkur sem vitið ekki hver ég er... þá er ég gift honum Magnúsi Guðjóns skipstjóra og kennara við Tækniskólann og svo er ég dóttir hans Árna Vill rafvirkja. Ég er ein fimm systkina, þrjár systur og sjúkrabílstjórinn hann Björgvin Árna bróðir minn. Ég vinn á frábærum vinnustað ásamt tveimur konum og honum Jóni Örvari sem er verkfræðingur. Ástæðan fyrir innganginum að þessum pistli mínum er sú að undanfarna daga hafa margir vakið athygli á myndaalbúmi sem tekið hefur verið saman á Facebook þar sem fyrirsagnir myndanna eru í engu samræmi efni myndanna. Myndir af körlum með nöfn og titla en nafnlausar konur. Systur og frúr en mennirnir tilgreindir, jafnvel þó þeir hafi enga tengingu við tilefni umfjöllunarinnar. Það var vægast sagt sjokkerandi að sjá á einum stað samantekt á þessu hrópandi ósamræmi á milli mynda, texta og fyrirsagna og fékk mig til að leggjast í smá rannsóknarvinnu. Satt að segja vonaðist ég til þess að það væri einhver einn miðill, eða jafnvel einn einstaklingur sem bæri ábyrgð á öllum þessum fréttum og myndbirtingum. Sú von varð að engu þegar ég sá að miðlarnir voru nokkrir og höfundar enn fleiri, bæði karlar og konur. Í fljótu bragði mátti sjá að margar þessara mynda sem finna mátti í albúminu eru fengnar úr nýlegri umfjöllun dagblaðanna en aðrar voru eldri. Það er því ekki hægt að treysta því að tímarnir hafi breyst og svona blaðamennska heyri sögunni til.Hvernig náum við árangri? Til þess að auka sýnileika kvenna í atvinnulífinu þarf að fjalla um konur og nafngreina þær. Með þeirri umfjöllun sem átt hefur sér stað á síðustu dögum á samfélagsmiðlum um þennan mismun á umfjöllun um myndefni, eftir því hvaða kyn prýða myndina hefur t.a.m. verið brugðist við á einhverjum miðlum og breytingar gerðar. Ágætis dæmi um það er mynd úr útgáfuteiti Lilju Sigurðardóttur rithöfundar, fyrr í þessum mánuði. Þar virðist sem blaðamanni hafi verið alls ókunnugt um hver Jónína Leósdóttir, blaðamaður og rithöfundur er. Nafnið hennar var ekki sett við myndina í upphafi, en þegar umfjöllun um hana hafði átt sér stað á fjölmiðlum var nafni hennar bætt við og stendur nú undir myndinni ásamt nöfnum Sigurjóns Kjartanssonar og Sigmundar Ernis Rúnarssonar.Er ekki kominn tími til að vanda betur til verka og gæta aukins jafnræðis, bæði við fréttamat og umfjöllun um þær fréttir sem birtar eru á fjölmiðlum. Er ekki eðlilegt að konur séu nefndar með nafni og þeirra starfssvið tilgreint þegar það er viðeigandi, frekar en að þær séu frúr og fylgifiskar eiginmanna sinna? Getum við ekki öll verið sammála um að það sé kominn tími til að breyta þessu?Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, M.sc. í fjármálum, bankastjórnun og alþjóðaviðskiptum og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA).
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar