Líkamsleifar einræðisherrans Franco grafnar upp Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2019 12:45 Kista með líkamsleifum Franco var flutt með þyrlu til einkagrafreits fjölskyldu hans í nágrenni Madridar. Vísir/EPA Spænsk yfirvöld létu grafa upp líkamsleifar Francisco Franco, fasistaleiðtogans og fyrrum einræðisherra Spánar, í morgun. Lítill hópur ættmenna Franco og embættismanna fylgdist með athöfninni þegar líkið var grafið upp en það verður flutt í fjölskyldugrafreit norður af Madrid. Lík Franco hefur legið í grafhýsi í Dal þeirra föllnu, minnisvarða sem hann lét sjálfur reisa til minningar um þá sem féllu í borgarastríðinu sem geisaði frá 1936 til 1939. Franco ríkti yfir landinu til 1975 þegar hann lést. Afkomendum þeirra sem börðust gegn fasistahreyfingu Franco hefur gramst að fórnarlömb hans liggi nærri honum í Dal þeirra föllnu. Um hálf milljón manns féll í borgarastríðinu. Lík þúsunda lýðveldissinna sem börðust gegn Franco og her hans voru færð í Dal þeirra föllnu án samþykkis fjölskyldna þeirra á sínum tíma. Spænska þingið samþykkti að líkið skyldi grafið upp óg flutt frá Dal þeirra föllnu og hæstiréttur Spánar staðfesti í fyrra að það samræmdist lögum frá árinu 2007 um viðurkenningu á þeim sem þjáðust í stjórnartíð Franco. Fjölskylda Franco reyndi að fá dómsúrskurð til að koma í veg fyrir að líkið yrði grafið upp. Nicolás Sánchez-Albornoz sem var fangi ríkisstjórnar Franco og var neyddur til að taka þátt í byggingu Dals þeirra föllnu segir hins vegar að tími hafi verið kominn til að færa lík harðstjórans. „Við höfum beðið í marga áratugi eftir að hann hyrfi frá þessum minnisvarða sem var skammarblettur á Spáni. Allir einræðisherrar af tagi Franco hafa horfið í Evrópu, Hitler, Mussolini, og þeir voru ekki heiðraðir með svona grafhýsum,“ sagði Sánchez-Albornoz, sem nú er 93 ára gamall, við Reuters.Stuðningsmenn einræðisherrans tóku á móti kistunni við Mingurrubio-kirkjugarðinn, einn þeirra með spænskan fána sem á var letrað Franco, takk. Skiptar skoðanir eru um flutning líksins á meðal Spánverja. Í könnunum hafa rúm 40% sagst fylgjandi en rúm 30% á móti.Vísir/EPATáknrænt fyrir þjóðinaReuters-fréttastofan segir að kista með líkamsleifum einræðisherrans hafi verið flutt með þyrlu að fjölskyldugrafreit í Mingorrubio-kirkjugarðinum utan við Madrid. Þar verður Franco grafinn við hlið eiginkonu sinnar. Einhverjir hafi heyrst hrópa „Franco, lengi lifi!“ þegar kistan var flutt frá grafhýsinu í Dal þeirra föllnu. Fjölskylda Franco reyndi að fá dómsúrskurð til að koma í veg fyrir að lík hans yrði grafið upp. Elsta barnabarn og nafni Franco sakaði starfandi ríkisstjórn Sósíalistaflokksins um pólitíska tækifærismennsku fyrir kosningar í næsta mánuði. Pablo Simón, spænskur stjórnmálafræðingur, segir það gríðarlega táknrænt fyrir Spán að lík Franco hafi verið grafið upp. Minnisvarðinn í Dal þeirra föllnu hafi alltaf verið tengt þeim sem sakna stjórnar einræðisherrans. Stjórnvöld bönnuðu fjölmiðlaumfjöllun um athöfnina þar sem líkið var grafið upp. Fjölskyldu hans var jafnframt bannað að sveipa kistuna spænska fánanum. Reuters segir að barnabarn hans hafi tekið með sér fána þjóðernissinna frá tíma Franco í grafhýsið í morgun. Stuðningsmenn Franco tóku á móti kistunni við Mingorrubio-kirkjugarðinn. Spánn Tengdar fréttir Líkamsleifar Franco verða fluttar úr Dal hinna föllnu á fimmtudag Hæstiréttur Spánar gaf nýverið grænt ljós að heimilt væri að flytja jarðneskar leifar Franco úr Dal hinna föllnu 21. október 2019 10:44 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Spænsk yfirvöld létu grafa upp líkamsleifar Francisco Franco, fasistaleiðtogans og fyrrum einræðisherra Spánar, í morgun. Lítill hópur ættmenna Franco og embættismanna fylgdist með athöfninni þegar líkið var grafið upp en það verður flutt í fjölskyldugrafreit norður af Madrid. Lík Franco hefur legið í grafhýsi í Dal þeirra föllnu, minnisvarða sem hann lét sjálfur reisa til minningar um þá sem féllu í borgarastríðinu sem geisaði frá 1936 til 1939. Franco ríkti yfir landinu til 1975 þegar hann lést. Afkomendum þeirra sem börðust gegn fasistahreyfingu Franco hefur gramst að fórnarlömb hans liggi nærri honum í Dal þeirra föllnu. Um hálf milljón manns féll í borgarastríðinu. Lík þúsunda lýðveldissinna sem börðust gegn Franco og her hans voru færð í Dal þeirra föllnu án samþykkis fjölskyldna þeirra á sínum tíma. Spænska þingið samþykkti að líkið skyldi grafið upp óg flutt frá Dal þeirra föllnu og hæstiréttur Spánar staðfesti í fyrra að það samræmdist lögum frá árinu 2007 um viðurkenningu á þeim sem þjáðust í stjórnartíð Franco. Fjölskylda Franco reyndi að fá dómsúrskurð til að koma í veg fyrir að líkið yrði grafið upp. Nicolás Sánchez-Albornoz sem var fangi ríkisstjórnar Franco og var neyddur til að taka þátt í byggingu Dals þeirra föllnu segir hins vegar að tími hafi verið kominn til að færa lík harðstjórans. „Við höfum beðið í marga áratugi eftir að hann hyrfi frá þessum minnisvarða sem var skammarblettur á Spáni. Allir einræðisherrar af tagi Franco hafa horfið í Evrópu, Hitler, Mussolini, og þeir voru ekki heiðraðir með svona grafhýsum,“ sagði Sánchez-Albornoz, sem nú er 93 ára gamall, við Reuters.Stuðningsmenn einræðisherrans tóku á móti kistunni við Mingurrubio-kirkjugarðinn, einn þeirra með spænskan fána sem á var letrað Franco, takk. Skiptar skoðanir eru um flutning líksins á meðal Spánverja. Í könnunum hafa rúm 40% sagst fylgjandi en rúm 30% á móti.Vísir/EPATáknrænt fyrir þjóðinaReuters-fréttastofan segir að kista með líkamsleifum einræðisherrans hafi verið flutt með þyrlu að fjölskyldugrafreit í Mingorrubio-kirkjugarðinum utan við Madrid. Þar verður Franco grafinn við hlið eiginkonu sinnar. Einhverjir hafi heyrst hrópa „Franco, lengi lifi!“ þegar kistan var flutt frá grafhýsinu í Dal þeirra föllnu. Fjölskylda Franco reyndi að fá dómsúrskurð til að koma í veg fyrir að lík hans yrði grafið upp. Elsta barnabarn og nafni Franco sakaði starfandi ríkisstjórn Sósíalistaflokksins um pólitíska tækifærismennsku fyrir kosningar í næsta mánuði. Pablo Simón, spænskur stjórnmálafræðingur, segir það gríðarlega táknrænt fyrir Spán að lík Franco hafi verið grafið upp. Minnisvarðinn í Dal þeirra föllnu hafi alltaf verið tengt þeim sem sakna stjórnar einræðisherrans. Stjórnvöld bönnuðu fjölmiðlaumfjöllun um athöfnina þar sem líkið var grafið upp. Fjölskyldu hans var jafnframt bannað að sveipa kistuna spænska fánanum. Reuters segir að barnabarn hans hafi tekið með sér fána þjóðernissinna frá tíma Franco í grafhýsið í morgun. Stuðningsmenn Franco tóku á móti kistunni við Mingorrubio-kirkjugarðinn.
Spánn Tengdar fréttir Líkamsleifar Franco verða fluttar úr Dal hinna föllnu á fimmtudag Hæstiréttur Spánar gaf nýverið grænt ljós að heimilt væri að flytja jarðneskar leifar Franco úr Dal hinna föllnu 21. október 2019 10:44 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Líkamsleifar Franco verða fluttar úr Dal hinna föllnu á fimmtudag Hæstiréttur Spánar gaf nýverið grænt ljós að heimilt væri að flytja jarðneskar leifar Franco úr Dal hinna föllnu 21. október 2019 10:44
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent