Gott og faglegt starf í Kelduskóla Korpu Berglind Waage, Jóhanna Þorvaldsdóttir og Kristrún María Heiðberg og Marta Gunnarsdóttir skrifa 24. október 2019 12:30 Við undirritaðar, umsjónarkennarar í Kelduskóla Korpu, getum ekki lengur á okkur setið varðandi þá umræðu sem nú á sér stað varðandi breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi, sérstaklega er snýr að skólanum okkar, en samkvæmt tillögu sem nú liggur fyrir í borgarstjórn Reykjavíkur á að loka skólanum haustið 2020. Okkur finnst oft afar villandi umræða hafa farið fram um allt það góða starf sem fram fer í Kelduskóla Korpu. Í tilkynningu inn á vef Reykjavíkurborgar er haft eftir Skúla Helgasyni, formanni skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, að börn í hverjum árgangi skólans séu allt niður í fjögur talsins og að það sé „ávísun á verri aðbúnað en við viljum bjóða okkar nemendum bæði námslega og félagslega.“ Í Kelduskóla Korpu er um að ræða samkennslu milli árganga.Samkennslan og góð teymisvinna kennara gerir það að verkum að styrkleikar hvers og eins fá að njóta sín. Námsefni er við hæfi hvers árgangs eins og vera ber samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla. Í Kelduskóla er leiðsagnarnám (e. assessment for learning) og var skólinn valinn þekkingarskóli í leiðsagnarnámi fyrir skólaárið 2019-2020, ásamt fjórum öðrum skólum í Reykjavík. Kelduskóli Korpa hlaut Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs í mars á þessu ári fyrir verkefnið „Fimman – kennsluaðferð.“ Á vef Reykjavíkurborgar segir: „Vinna Kelduskóla að Fimmunni hefur vakið athygli víða. Má þar nefna að læsisráðgjafar Menntamálastofnunar hafa fylgst með framvindu hennar sem og aðrir grunnskólar.“ Einnig segir um verkefnið: „Það er mat dómnefndar að hér sé um að ræða metnaðarfullt verkefni sem hefur það markmið að bæta námsárangur og líðan nemenda.“ Að framansögðu er erfitt að láta hjá leiða að heyra formann skóla- og frístundaráðs segja að vegna fækkandi nemendafjölda sé ekki hægt að halda uppi faglegu starfi í skólanum. Faglegt starf fer fram á hverjum degi í Kelduskóla Korpu. Við umsjónarkennarar skólans, sem erum fagmenn á okkar sviði, sjáum til þess. Leiðsagnarnám gengur að miklu leyti út á þá kenningu að hafa trú á nemendum og að þeir öðlist trú á sjálfum sér. Þegar við umsjónarkennarar höfum að undanförnu hlustað á ákveðna einstaklinga í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar tjá sig um skólann okkar í fjölmiðlum þá höfum við oft óskað þess að þeir hefðu meiri trú á því starfi sem við vinnum dag hvern. Nemendum okkar líður vel og þeim er vel sinnt, bæði námslega og félagslega. Látum draumana rætast heitir menntastefna Reykjavíkurborgar til ársins 2030. Þar er m.a. rætt um Barnasáttmála SÞ og að virkni barna og lýðræðisleg þátttaka í leik og starfi séu ,,mikilvæg leiðarljós.‘‘ Nemendur í 7. bekk Kelduskóla Korpu unnu nýlega áhugavert verkefni um Barnasáttmála SÞ þar sem rætt var um réttindi barna og mikilvægi þess að hlustað sé á raddir barna. Þau lærðu m.a. um 12. grein Barnasáttmálans þar sem segir að „börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska.“ Það er mikið líf og fjör í skólanum okkar. Tekist er á við alls konar mál sem upp koma á hverjum degi, eins og gengur og gerist í öllum skólum. Þetta er vinnustaður barnanna og vinnustaðurinn okkar. Okkur þykir afskaplega vænt um skólann okkar og ekki síst nemendur okkar. Þess vegna finnst okkur ekki gott þegar teknar eru ákvarðanir um okkur án okkar. Kynningar og fundir voru haldnir á vegum borgarinnar en okkar tilfinning er hins vegar sú að þetta hafi allt verið ákveðið áður en raunverulegar samræður áttu sér stað. Ef lokun Kelduskóla Korpu verður að veruleika þá er það alla vega ekki samkvæmt vilja okkar kennara við skólann. Við viljum hér með bjóða borgarfulltrúum í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar að koma í heimsókn í okkar fallega og góða skóla, Kelduskóla Korpu, og kynna sér allt það góða og faglega starf sem þar fer fram. Við viljum endilega biðja ykkur um að koma á skólatíma svo þið getið einnig hitt alla okkar frábæru nemendur sem hafa margt til málanna að leggja.Höfundar eru kennarar við Kelduskóla, Korpu.Berglind Waage, B.Ed. í náms- og kennslufræði.Jóhanna Þorvaldsdóttir, M.Ed. í menntunarfræðum.Kristrún María Heiðberg, M.Ed. í náms- og kennslufræði.Marta Gunnarsdóttir, B.Ed. í náms- og kennslufræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Við undirritaðar, umsjónarkennarar í Kelduskóla Korpu, getum ekki lengur á okkur setið varðandi þá umræðu sem nú á sér stað varðandi breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi, sérstaklega er snýr að skólanum okkar, en samkvæmt tillögu sem nú liggur fyrir í borgarstjórn Reykjavíkur á að loka skólanum haustið 2020. Okkur finnst oft afar villandi umræða hafa farið fram um allt það góða starf sem fram fer í Kelduskóla Korpu. Í tilkynningu inn á vef Reykjavíkurborgar er haft eftir Skúla Helgasyni, formanni skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, að börn í hverjum árgangi skólans séu allt niður í fjögur talsins og að það sé „ávísun á verri aðbúnað en við viljum bjóða okkar nemendum bæði námslega og félagslega.“ Í Kelduskóla Korpu er um að ræða samkennslu milli árganga.Samkennslan og góð teymisvinna kennara gerir það að verkum að styrkleikar hvers og eins fá að njóta sín. Námsefni er við hæfi hvers árgangs eins og vera ber samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla. Í Kelduskóla er leiðsagnarnám (e. assessment for learning) og var skólinn valinn þekkingarskóli í leiðsagnarnámi fyrir skólaárið 2019-2020, ásamt fjórum öðrum skólum í Reykjavík. Kelduskóli Korpa hlaut Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs í mars á þessu ári fyrir verkefnið „Fimman – kennsluaðferð.“ Á vef Reykjavíkurborgar segir: „Vinna Kelduskóla að Fimmunni hefur vakið athygli víða. Má þar nefna að læsisráðgjafar Menntamálastofnunar hafa fylgst með framvindu hennar sem og aðrir grunnskólar.“ Einnig segir um verkefnið: „Það er mat dómnefndar að hér sé um að ræða metnaðarfullt verkefni sem hefur það markmið að bæta námsárangur og líðan nemenda.“ Að framansögðu er erfitt að láta hjá leiða að heyra formann skóla- og frístundaráðs segja að vegna fækkandi nemendafjölda sé ekki hægt að halda uppi faglegu starfi í skólanum. Faglegt starf fer fram á hverjum degi í Kelduskóla Korpu. Við umsjónarkennarar skólans, sem erum fagmenn á okkar sviði, sjáum til þess. Leiðsagnarnám gengur að miklu leyti út á þá kenningu að hafa trú á nemendum og að þeir öðlist trú á sjálfum sér. Þegar við umsjónarkennarar höfum að undanförnu hlustað á ákveðna einstaklinga í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar tjá sig um skólann okkar í fjölmiðlum þá höfum við oft óskað þess að þeir hefðu meiri trú á því starfi sem við vinnum dag hvern. Nemendum okkar líður vel og þeim er vel sinnt, bæði námslega og félagslega. Látum draumana rætast heitir menntastefna Reykjavíkurborgar til ársins 2030. Þar er m.a. rætt um Barnasáttmála SÞ og að virkni barna og lýðræðisleg þátttaka í leik og starfi séu ,,mikilvæg leiðarljós.‘‘ Nemendur í 7. bekk Kelduskóla Korpu unnu nýlega áhugavert verkefni um Barnasáttmála SÞ þar sem rætt var um réttindi barna og mikilvægi þess að hlustað sé á raddir barna. Þau lærðu m.a. um 12. grein Barnasáttmálans þar sem segir að „börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska.“ Það er mikið líf og fjör í skólanum okkar. Tekist er á við alls konar mál sem upp koma á hverjum degi, eins og gengur og gerist í öllum skólum. Þetta er vinnustaður barnanna og vinnustaðurinn okkar. Okkur þykir afskaplega vænt um skólann okkar og ekki síst nemendur okkar. Þess vegna finnst okkur ekki gott þegar teknar eru ákvarðanir um okkur án okkar. Kynningar og fundir voru haldnir á vegum borgarinnar en okkar tilfinning er hins vegar sú að þetta hafi allt verið ákveðið áður en raunverulegar samræður áttu sér stað. Ef lokun Kelduskóla Korpu verður að veruleika þá er það alla vega ekki samkvæmt vilja okkar kennara við skólann. Við viljum hér með bjóða borgarfulltrúum í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar að koma í heimsókn í okkar fallega og góða skóla, Kelduskóla Korpu, og kynna sér allt það góða og faglega starf sem þar fer fram. Við viljum endilega biðja ykkur um að koma á skólatíma svo þið getið einnig hitt alla okkar frábæru nemendur sem hafa margt til málanna að leggja.Höfundar eru kennarar við Kelduskóla, Korpu.Berglind Waage, B.Ed. í náms- og kennslufræði.Jóhanna Þorvaldsdóttir, M.Ed. í menntunarfræðum.Kristrún María Heiðberg, M.Ed. í náms- og kennslufræði.Marta Gunnarsdóttir, B.Ed. í náms- og kennslufræði.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun